Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur

Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Skrif­stofa Alþingis hefur sent Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjöl­miðlum síð­ustu daga um und­ir­bún­ing og kostnað við hátíð­ar­þing­fund Alþingis á Þing­völlum 18. júlí. Upp­lýst var um end­an­legan kostað við fund­inn í síð­ustu viku, eins og Kjarn­inn greindi frá, og var heild­ar­kostn­aður alls 87 millj­ónir króna eða 41 milljón um fram áætl­un.

Í bréf­inu, sem birt er á vef Alþing­is, kemur fram að við gerð rekstr­ar­á­ætl­unar Alþingis fyrir árið 2018 hafi verið ákveðið að taka frá 45 millj­ónir króna til verks­ins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstr­ar­fjár­veit­ingum og höf­uð­stól. „Hér var því ekki um eig­in­lega kostn­að­ar­á­ætlun að ræða, enda ekki for­sendur til þess, en nokk­urs mis­skiln­ings hefur gætt um þetta í umræð­unni. Á þeim tíma­punkti var ljóst að tals­verð óvissa væri um ýmsa kostn­að­ar­liði enda var jafnan tekið fram við umfjöllun um málið innan Alþing­is, m.a. á fundi for­sætis­nefndar 19. jan­úar 2018, að kostn­aður við verk­efnið gæti orðið meiri en sú fjár­hæð sem ráð­stafað hafði verið til þess í rekstr­ar­á­ætlun Alþing­is, sbr. einnig svar for­seta við fyr­ir­spurn þing­manns nokkru síð­ar,“ segir í bréf­inu.

22 millj­óna króna lýs­ing á fund­inum

Kostn­að­ar­lið­ur­inn „Lýs­ing“ hefur verið gagn­rýndur nokkuð harka­lega, enda kost­aði lýs­ing fund­ar­ins, sem hald­inn var um mitt sum­ar, rúmar 22 millj­ónir króna. Í síð­ustu viku kom fram að kostn­aður hafi farið nokkuð umfram áætlun einkum vegna þess að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa lýs­ingu og hljóð af bestu bæðum þar sem atburð­ur­inn var í beinni útsend­ingu. „Einnig var haft í huga að upp­taka af fund­inum myndi varð­veit­ast til fram­tíðar sem heim­ild um sögu þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Í bréf­inu sem skrif­stofan hefur nú sent þing­for­seta segir um þetta að snemma í und­ir­bún­ingnum hafi haf­ist umræður um nauð­syn­legan tækni­búnað (hljóð, lýs­ingu, raf­magn o.s.frv.) og kröfur til hans. „Að mörgu var að hyggja, hljóð þurfti að ber­ast nokkra leið frá þing­pall­in­um, lýs­ing að henta beinni sjón­varps­út­send­ingu sem mik­ill metn­aður var lagður í og þá þurfti að leiða raf­magn að þing­staðn­um. Eftir afgreiðslu til­boða í upp­setn­ingu þing­pall­anna var kallað eftir verð­til­boðum í stærstan þátt tækni­mál­anna frá þeim fyr­ir­tækjum sem upp­haf­lega höfðu lagt inn verð­til­boð í pall­ana. Unn­inn var sam­an­burður milli þess­ara til­boða og var nið­ur­staðan sú að taka til­boði frá Exton í tækni­málin í heild sinni. Þegar verð­til­boðin í tækni­málin (hljóð- og ljósa­búnað ásamt burð­ar­kerfi og upp­hengi­bún­aði auk vinnu tækni­manna við upp­setn­ingu bún­að­ar­ins og stýr­ingu hans) og mat á þeim lá fyr­ir, sem reynd­ist vera um 25 m.kr., var fyrst hægt að gera sér raun­hæfa grein fyrir heild­ar­kostn­aði við verk­efnið í heild sinni, þ.e. ríf­lega 80 m.kr. Um öll tækni­mál tengd þing­fund­inum hafði Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins og verk­kaupi (Al­þingi) sam­ráð við fjöl­marga aðila.“

Tafla: Alþingi.

Við­kvæmur fund­ar­staður

Í bréf­inu er sér­stak­lega tekið fram að Þing­vellir séu á heimsminja­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna og „helgur staður fyrir þjóð­ina. Áhersla var því lögð á að reyna að mæta öllum kröfum um að vernda sem mest svæðið þar sem pall­ur­inn var settur upp. Þegar pallar og allur bún­aður hafði verið fjar­lægður að kvöldi fund­ar­dags, 18. júlí sl., var ekki hægt að sjá að þar hefði verið fundur fyrr um dag­inn.“

Þá er þess einnig getið að skrif­stofa Alþingis hafi leit­ast vi að svara öllum þeim fyr­ir­spurnum sem borist hafi, ýmist frá þing­mönn­um, frétta­mönnum eða ein­stak­ling­um, um kostnað við hátíð­ar­fund­inn.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent