Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur

Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Skrif­stofa Alþingis hefur sent Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjöl­miðlum síð­ustu daga um und­ir­bún­ing og kostnað við hátíð­ar­þing­fund Alþingis á Þing­völlum 18. júlí. Upp­lýst var um end­an­legan kostað við fund­inn í síð­ustu viku, eins og Kjarn­inn greindi frá, og var heild­ar­kostn­aður alls 87 millj­ónir króna eða 41 milljón um fram áætl­un.

Í bréf­inu, sem birt er á vef Alþing­is, kemur fram að við gerð rekstr­ar­á­ætl­unar Alþingis fyrir árið 2018 hafi verið ákveðið að taka frá 45 millj­ónir króna til verks­ins en að öðru leyti reiknað með að greiða kostnað með rekstr­ar­fjár­veit­ingum og höf­uð­stól. „Hér var því ekki um eig­in­lega kostn­að­ar­á­ætlun að ræða, enda ekki for­sendur til þess, en nokk­urs mis­skiln­ings hefur gætt um þetta í umræð­unni. Á þeim tíma­punkti var ljóst að tals­verð óvissa væri um ýmsa kostn­að­ar­liði enda var jafnan tekið fram við umfjöllun um málið innan Alþing­is, m.a. á fundi for­sætis­nefndar 19. jan­úar 2018, að kostn­aður við verk­efnið gæti orðið meiri en sú fjár­hæð sem ráð­stafað hafði verið til þess í rekstr­ar­á­ætlun Alþing­is, sbr. einnig svar for­seta við fyr­ir­spurn þing­manns nokkru síð­ar,“ segir í bréf­inu.

22 millj­óna króna lýs­ing á fund­inum

Kostn­að­ar­lið­ur­inn „Lýs­ing“ hefur verið gagn­rýndur nokkuð harka­lega, enda kost­aði lýs­ing fund­ar­ins, sem hald­inn var um mitt sum­ar, rúmar 22 millj­ónir króna. Í síð­ustu viku kom fram að kostn­aður hafi farið nokkuð umfram áætlun einkum vegna þess að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa lýs­ingu og hljóð af bestu bæðum þar sem atburð­ur­inn var í beinni útsend­ingu. „Einnig var haft í huga að upp­taka af fund­inum myndi varð­veit­ast til fram­tíðar sem heim­ild um sögu þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Í bréf­inu sem skrif­stofan hefur nú sent þing­for­seta segir um þetta að snemma í und­ir­bún­ingnum hafi haf­ist umræður um nauð­syn­legan tækni­búnað (hljóð, lýs­ingu, raf­magn o.s.frv.) og kröfur til hans. „Að mörgu var að hyggja, hljóð þurfti að ber­ast nokkra leið frá þing­pall­in­um, lýs­ing að henta beinni sjón­varps­út­send­ingu sem mik­ill metn­aður var lagður í og þá þurfti að leiða raf­magn að þing­staðn­um. Eftir afgreiðslu til­boða í upp­setn­ingu þing­pall­anna var kallað eftir verð­til­boðum í stærstan þátt tækni­mál­anna frá þeim fyr­ir­tækjum sem upp­haf­lega höfðu lagt inn verð­til­boð í pall­ana. Unn­inn var sam­an­burður milli þess­ara til­boða og var nið­ur­staðan sú að taka til­boði frá Exton í tækni­málin í heild sinni. Þegar verð­til­boðin í tækni­málin (hljóð- og ljósa­búnað ásamt burð­ar­kerfi og upp­hengi­bún­aði auk vinnu tækni­manna við upp­setn­ingu bún­að­ar­ins og stýr­ingu hans) og mat á þeim lá fyr­ir, sem reynd­ist vera um 25 m.kr., var fyrst hægt að gera sér raun­hæfa grein fyrir heild­ar­kostn­aði við verk­efnið í heild sinni, þ.e. ríf­lega 80 m.kr. Um öll tækni­mál tengd þing­fund­inum hafði Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins og verk­kaupi (Al­þingi) sam­ráð við fjöl­marga aðila.“

Tafla: Alþingi.

Við­kvæmur fund­ar­staður

Í bréf­inu er sér­stak­lega tekið fram að Þing­vellir séu á heimsminja­skrá Sam­ein­uðu þjóð­anna og „helgur staður fyrir þjóð­ina. Áhersla var því lögð á að reyna að mæta öllum kröfum um að vernda sem mest svæðið þar sem pall­ur­inn var settur upp. Þegar pallar og allur bún­aður hafði verið fjar­lægður að kvöldi fund­ar­dags, 18. júlí sl., var ekki hægt að sjá að þar hefði verið fundur fyrr um dag­inn.“

Þá er þess einnig getið að skrif­stofa Alþingis hafi leit­ast vi að svara öllum þeim fyr­ir­spurnum sem borist hafi, ýmist frá þing­mönn­um, frétta­mönnum eða ein­stak­ling­um, um kostnað við hátíð­ar­fund­inn.

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent