Spá lítilli fjölgun ferðamanna næstu árin

Arion banki segir flugfargjöld einfaldlega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flugfélögin borgi með hverjum farþega á þessu ári. Fargjöldin hafi ekki fylgt eldsneytisverði eftir að það tók að hækka í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónuskýrslu.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka gerir ráð fyrir lít­illi fjölgun ferða­manna til lands­ins á næstu árum. Þetta kemur fram í ferða­þjón­ustu­skýrslu bank­ans sem kynnt var í morg­un.

Þannig er gert ráð fyrir 1,4 pró­senta fjölgun ferða­manna á næsta ári og 2,4 pró­sent árið 2020. Spá bank­ans er sögð mik­illi óvissu háð að áhættan sé meiri niður á við. „Sem dæmi, ef vöxtur hlut­falls skiptifar­þega heldur áfram í svip­uðum takti og á þessu ári gæti ferða­mönnum fækkað á næsta ári. Þá getur vax­andi spenna í alþjóða­við­skiptum hægt á vexti far­þega­flutn­inga á heims­vísu, þróun sem skiptir veru­legu máli fyrir Ísland.“

Bank­inn segir flug­far­gjöld ein­fald­lega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flug­fé­lögin borgi með hverjum far­þega á þessu ári, þróun sem ekki gangi til lengd­ar. Far­gjöldin hafi ekki fylgt elds­neyt­is­verði eftir að það tók að hækka árið 2016.

Auglýsing

Fjölgun hót­el­her­bergja ekki haldið í við fjölgun ferða­manna

Í skýrsl­unni segir að fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki haldið í við fjölgun erlendra ferða­manna hingað til lands. Sam­hliða því hafi með­al­dval­ar­tími á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styst veru­lega og nýt­ing rokið upp. „Í erlendum sam­an­burði eru nýt­ing­ar­hlut­föll og verð afar há. Engu að síður hefur rekstur hót­ela þyngst og vís­bend­ingar um að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.“ Þannig hafi fjölgun ferða­manna umfram fram­boðs­aukn­ingu á hót­elum skapað grund­völl fyrir Air­bnb að sækja til sín mark­aðs­hlut­deild. En nýj­ustu tölur bendi til þess að umsvif Air­bnb séu þó að drag­ast saman og fækk­aði Air­bnb gistin­óttum veru­lega yfir sum­ar­mán­uð­ina.

Útlit er fyrir að sterk króna og hátt verð­lag hafi ekki stytt dval­ar­tíma ferða­manna jafn mikið og áður var talið, þar sem ferða­menn hafa sótt í auknum mæli í ódýr­ari gisti­kosti, sem sagt Air­bnb. Neysla á hvern ferða­mann í krónum hefur aftur á móti dreg­ist saman en haldið nokkurn veg­inn velli í erlendri mynt. Þró­unin er mis­mun­andi eftir þjóð­ernum og eru sum þjóð­erni við­kvæm­ari en önn­ur.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ráðherra skipar aðgerðahóp um verkefnið Karlar og jafnrétti
Meginhlutverk aðgerðahópsins er meðal annars að beita sér fyrir aðgerðum stjórnvalda um að auka þátttöku drengja og karla í öllu starfi og stefnumótun á sviði jafnréttismála.
Kjarninn 21. október 2018
Bergljót Kjartansdóttir
Friðarsamtal Dr. David Krieger og Dasaku Ikeda
Kjarninn 21. október 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að tileinka sér nýja hæfileika
Kjarninn 21. október 2018
Þinglýst eignarhald skilyrði skráningar heimagistingar
Til stendur að breyta lögum um heimagistingu en breytingarnar miða að því að bæta ferlið við skráningu og eftirlit og að samræma betur málsmeðferð og ákvörðun sekta milli leyfisskyldrar gististarfsemi og skráningarskyldrar heimagistingar.
Kjarninn 21. október 2018
Ari Trausti Guðmundsson
Lagabreyting er varðar fiskeldi
Kjarninn 21. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Íslendingar borga þriðjung af því sem Danir borga fyrir kalda vatnið
Ódýrast er að nota kalt vatn á Íslandi af Norðurlöndunum.
Kjarninn 20. október 2018
María Pétursdóttir
Starfsgetumat – Upp á líf og dauða
Kjarninn 20. október 2018
Meira úr sama flokkiInnlent