Spá lítilli fjölgun ferðamanna næstu árin

Arion banki segir flugfargjöld einfaldlega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flugfélögin borgi með hverjum farþega á þessu ári. Fargjöldin hafi ekki fylgt eldsneytisverði eftir að það tók að hækka í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónuskýrslu.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka gerir ráð fyrir lít­illi fjölgun ferða­manna til lands­ins á næstu árum. Þetta kemur fram í ferða­þjón­ustu­skýrslu bank­ans sem kynnt var í morg­un.

Þannig er gert ráð fyrir 1,4 pró­senta fjölgun ferða­manna á næsta ári og 2,4 pró­sent árið 2020. Spá bank­ans er sögð mik­illi óvissu háð að áhættan sé meiri niður á við. „Sem dæmi, ef vöxtur hlut­falls skiptifar­þega heldur áfram í svip­uðum takti og á þessu ári gæti ferða­mönnum fækkað á næsta ári. Þá getur vax­andi spenna í alþjóða­við­skiptum hægt á vexti far­þega­flutn­inga á heims­vísu, þróun sem skiptir veru­legu máli fyrir Ísland.“

Bank­inn segir flug­far­gjöld ein­fald­lega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flug­fé­lögin borgi með hverjum far­þega á þessu ári, þróun sem ekki gangi til lengd­ar. Far­gjöldin hafi ekki fylgt elds­neyt­is­verði eftir að það tók að hækka árið 2016.

Auglýsing

Fjölgun hót­el­her­bergja ekki haldið í við fjölgun ferða­manna

Í skýrsl­unni segir að fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki haldið í við fjölgun erlendra ferða­manna hingað til lands. Sam­hliða því hafi með­al­dval­ar­tími á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styst veru­lega og nýt­ing rokið upp. „Í erlendum sam­an­burði eru nýt­ing­ar­hlut­föll og verð afar há. Engu að síður hefur rekstur hót­ela þyngst og vís­bend­ingar um að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.“ Þannig hafi fjölgun ferða­manna umfram fram­boðs­aukn­ingu á hót­elum skapað grund­völl fyrir Air­bnb að sækja til sín mark­aðs­hlut­deild. En nýj­ustu tölur bendi til þess að umsvif Air­bnb séu þó að drag­ast saman og fækk­aði Air­bnb gistin­óttum veru­lega yfir sum­ar­mán­uð­ina.

Útlit er fyrir að sterk króna og hátt verð­lag hafi ekki stytt dval­ar­tíma ferða­manna jafn mikið og áður var talið, þar sem ferða­menn hafa sótt í auknum mæli í ódýr­ari gisti­kosti, sem sagt Air­bnb. Neysla á hvern ferða­mann í krónum hefur aftur á móti dreg­ist saman en haldið nokkurn veg­inn velli í erlendri mynt. Þró­unin er mis­mun­andi eftir þjóð­ernum og eru sum þjóð­erni við­kvæm­ari en önn­ur.

Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar
Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.
Kjarninn 14. desember 2018
Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent