Spá lítilli fjölgun ferðamanna næstu árin

Arion banki segir flugfargjöld einfaldlega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flugfélögin borgi með hverjum farþega á þessu ári. Fargjöldin hafi ekki fylgt eldsneytisverði eftir að það tók að hækka í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri ferðaþjónuskýrslu.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Grein­ing­ar­deild Arion banka gerir ráð fyrir lít­illi fjölgun ferða­manna til lands­ins á næstu árum. Þetta kemur fram í ferða­þjón­ustu­skýrslu bank­ans sem kynnt var í morg­un.

Þannig er gert ráð fyrir 1,4 pró­senta fjölgun ferða­manna á næsta ári og 2,4 pró­sent árið 2020. Spá bank­ans er sögð mik­illi óvissu háð að áhættan sé meiri niður á við. „Sem dæmi, ef vöxtur hlut­falls skiptifar­þega heldur áfram í svip­uðum takti og á þessu ári gæti ferða­mönnum fækkað á næsta ári. Þá getur vax­andi spenna í alþjóða­við­skiptum hægt á vexti far­þega­flutn­inga á heims­vísu, þróun sem skiptir veru­legu máli fyrir Ísland.“

Bank­inn segir flug­far­gjöld ein­fald­lega of ódýr og að horfur séu á að íslensku flug­fé­lögin borgi með hverjum far­þega á þessu ári, þróun sem ekki gangi til lengd­ar. Far­gjöldin hafi ekki fylgt elds­neyt­is­verði eftir að það tók að hækka árið 2016.

Auglýsing

Fjölgun hót­el­her­bergja ekki haldið í við fjölgun ferða­manna

Í skýrsl­unni segir að fjölgun hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ekki haldið í við fjölgun erlendra ferða­manna hingað til lands. Sam­hliða því hafi með­al­dval­ar­tími á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu styst veru­lega og nýt­ing rokið upp. „Í erlendum sam­an­burði eru nýt­ing­ar­hlut­föll og verð afar há. Engu að síður hefur rekstur hót­ela þyngst og vís­bend­ingar um að sú þróun muni halda áfram á þessu ári.“ Þannig hafi fjölgun ferða­manna umfram fram­boðs­aukn­ingu á hót­elum skapað grund­völl fyrir Air­bnb að sækja til sín mark­aðs­hlut­deild. En nýj­ustu tölur bendi til þess að umsvif Air­bnb séu þó að drag­ast saman og fækk­aði Air­bnb gistin­óttum veru­lega yfir sum­ar­mán­uð­ina.

Útlit er fyrir að sterk króna og hátt verð­lag hafi ekki stytt dval­ar­tíma ferða­manna jafn mikið og áður var talið, þar sem ferða­menn hafa sótt í auknum mæli í ódýr­ari gisti­kosti, sem sagt Air­bnb. Neysla á hvern ferða­mann í krónum hefur aftur á móti dreg­ist saman en haldið nokkurn veg­inn velli í erlendri mynt. Þró­unin er mis­mun­andi eftir þjóð­ernum og eru sum þjóð­erni við­kvæm­ari en önn­ur.

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent