Lögbanni á Stundina hafnað

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Auglýsing

Lands­réttur hefur stað­fest nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að hafna stað­fest­ingu lög­banns Sýslu­manns­ins í Reykja­vík á frétta­flutn­ing upp úr gögnum úr Glitni banka. Frá þessu er greint á Stund­inni í dag.

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur hafn­aði því í febr­úar síð­ast­liðnum að stað­­festa lög­­­bann sem sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu setti á frétta­­flutn­ing Stund­­ar­innar upp úr gögnum innan úr þrota­­bús Glitn­­is.

Sýslu­­mað­­ur­inn í Reykja­vík féllst þann 16. októ­ber síð­­ast­lið­inn á lög­­­banns­­kröfu þrota­­bús­ins, Glitnis HoldCo gegn frétta­­flutn­ingi Stund­­ar­innar og Reykja­vik Media, sem er í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­­son­­ar, með þeim afleið­ingum að bann var sett á frétta­­flutn­ing­inn upp úr gögn­un­um, en meðal þess sem finna má í gögn­unum eru upp­­lýs­ingar um einka­­mál­efni veru­­legar fjölda fyrr­ver­andi við­­skipta­vina Glitn­­is. Á meðal þess sem fjallað hefur verið um ítar­­lega eru fjár­­­mál Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála­ráð­herra og for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Glitnir HoldCo taldi að upp­­lýs­ing­­arnar væru bundnar banka­­leynd.

Auglýsing

Glitnir HoldCo ehf., eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, fór fram á það þann 10. októ­ber við sýslu­­­manns­emb­ættið á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu að lög­­­­­bann verði lagt við birt­ingu Stund­­­ar­innar og Reykja­vík Med­i­a ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einka­­­mál­efni veru­­­legs fjölda fyrr­ver­andi við­­­skipta­vina Glitn­­­is. Á meðal þeirra sem fjallað hefur verið ítar­­­lega um er Bjarni Bene­dikts­­­son, for­­­sæt­is­ráð­herra og for­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins. Glitnir Holdco taldi að upp­­­lýs­ing­­­arnar væru bundn­ar ­banka­­­leynd.

Glitnir hafði ráðið breska lög­­­­­manns­­­stofu til að gæta hags­muna sinna ­vegna umfjöll­unar The Guar­dian sem byggir á sömu gögn­­­um. Glitnir hafði jafn­­­framt til­­­kynnt umrætt brot til Fjár­­­­­mála­eft­ir­lits­ins sem fór með rann­­­sókn ­máls­ins.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent