Ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefndinni

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að með frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sé ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefnd umhverfi- og auðlindamála heldur sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim annmörkum sem hún benti á.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra telur að úrskurðir Úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála séu mik­il­vægir því þeir dragi fram nauð­syn þess að skoða fleiri en einn kost líkt og lögin um mat á umhverf­is­á­hrifum kveða á um. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í gær­kvöldi.

Hann telur aftur á móti að ekki sé verið að taka fram fyrir hend­urnar á nefnd­inni með frum­varpi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra en sam­­kvæmt því mun verða mög­u­­legt að veita rekstr­­ar­­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i. Ein­ungis sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim ann­mörkum sem nefndin benti á en ekki fella úrskurð­ina úr gildi.

Frum­varpið var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í gær en í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að því sé ætlað að lag­­færa ­með almennum hætti ann­­marka á lögum um fisk­eldi til fram­­tíð­­ar. Sá ann­­marki birt­ist í því að sam­­kvæmt gild­andi lögum sé eina úrræði Mat­væla­­stofn­un­ar, í þeim til­­vikum sem rekstr­­ar­­leyfi fisk­eld­is­­stöðvar er fellt úr gildi, að stöðva starf­­semi henn­­ar.

Auglýsing

Úrskurð­­ar­­nefnd umhverf­is- og auð­linda­­mála felldi úr gildi rekstr­­ar­­leyfi og starfs­­leyfi Fjarð­­ar­­lax og Arctic Sea til lax­eldis í sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði og vís­aði einnig frá beiðni fyr­ir­tækja um frestun rétt­­ar­á­hrifa. Sam­tals voru leyfin upp á um 17.500 tonn en sveit­­ar­­fé­lögin á starfs­­svæði fyr­ir­tækj­anna hafa mót­­mælt stöð­unni sem komin er upp og kraf­ist aðgerða.

Drög að frum­varp­inu voru sem sagt sam­­þykkt á auka­fundi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í hádeg­inu í gær og kynnt hinum stjórn­­­mála­­flokk­unum síð­­degis í gær. Fyr­ir­tækj­unum Arctic Fis­h og Fjarða­­laxi er því gef­inn frestur til að fara yfir umhverf­is­­mat fyr­ir­tækj­anna til að tryggja að umsókn þeirra um aukið lax­eldi á sunn­an­verðum Vest­­fjörðum verði sam­­kvæmt lögum og regl­­um. Aðspurður segir Krist­ján Þór frum­varpið ekki fara á svig við úrskurð nefnd­­ar­innar um að fella starfs­­leyfi fisk­eld­is­­fyr­ir­tækj­anna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálf­­stæða og frum­varpið ekki snerta hennar úrskurð. Frum­varpið flýti ein­fald­­lega fyrir ferli máls­ins en bið eftir úrskurði dóm­stóla væri bæði kostn­að­­ar­­söm og tíma­frek.

Verðum að vera með­vituð um áhætt­una

Guð­mundur Ingi segir jafn­framt á Face­book-­síðu sinni að sjó­kvía­eldi sé umdeilt vegna umhverf­is­á­hrifa, ekki síst vegna hætt­unnar á slysa­slepp­ingum og erfða­blöndun við nátt­úru­lega laxa­stofna. Fréttir hafi borist hér á landi af eld­is­laxi sem veiðst hefur langt frá sjó­kvía­eldi og stað­fest sé að erfða­blöndun við villtan lax hafi þegar orðið á Vest­fjörð­um.

Hann greinir frá því að lang­tíma­verk­efnið sé skýrt. „Að sjá til þess að íslenskt fisk­eldi þró­ist í átt að því örugg­asta sem hægt er út frá umhverf­is­sjón­ar­mið­um, hvort sem varðar laxalús, erfða­blönd­un, úrgang frá eldi eða ann­að. Að mínu mati þarf að styðja betur við þróun fleiri aðferða í fisk­eldi en ekki ein­ungis að vera með sjó­kvía­eldi í opnum kví­um. Það er ekki bara mik­il­vægt fyrir nátt­úr­una heldur einnig byggðir lands­ins. Við verðum að vera með­vituð um áhætt­una sem við tökum gagn­vart nátt­úru lands­ins og draga úr umhverf­is­á­hrifum lax­eldis með öllum til­tækum leið­um.

En framundan er líka skamm­tíma­verk­efni sem til­komið er vegna nýlegra úrskurða frá úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála. Það snýst um að vinna úr þeim ann­mörkum á umhverf­is­mati sem bent var á í úrskurð­unum og snéri að því að ekki voru bornir saman val­kostir um hvaða aðferðir eða umfang væri í fisk­eld­inu. Mik­il­vægt er að bæta úr þeim ann­mörk­um. Hluti umræð­unnar um þessa úrskurði snýr að sann­girn­is- og með­al­hófs­sjón­ar­mið­um, þ.e.a.s. að fyr­ir­tæki geti fengið hæfi­legt rými og sann­gjarnan frest til að bæta úr ann­mörkum á leyfum eða umhverf­is­mati sem að baki leyf­unum liggja án þess að það koll­varpi starf­semi þeirra,“ segir hann í stöðu­upp­færslu sinn­i. 

Lögin um fisk­eldi heyra und­ir­ ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra

Guð­mundur Ingi segir lögin um fisk­eldi heyra undir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. Sam­kvæmt þeim sé Mat­væla­stofnun gert skylt að stöðva starf­semi fisk­eldis ef rekstr­ar­leyfi fellur úr gildi. Í lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem meðal ann­ars kveða á um útgáfu starfs­leyfa fyrir fisk­eldi og heyra undir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sé á hinn bóg­inn ekki skylt að stöðva starf­sem­ina. „Þau til­vik geta komið upp að rekstr­ar­leyfi í fisk­eldi séu ógilt vegna ann­marka t.d. á umhverf­is­mati og hefur verið bent á að þá séu engin úrræði til að gæta með­al­hófs á meðan unnið er úr slíkum ann­mörk­um. Það er þetta sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hefur verið með til skoð­un­ar,“ segir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Hann ítrekar að lokum að til fram­tíðar litið verði Íslend­ingar að ná breið­ari sátt um lax­eldi, bæði út frá umhverf­is- og byggða­sjón­ar­mið­um. „Þar tel ég skipta miklu máli að þróa betur aðferðir sem draga úr eða tryggja að ekki verði erfða­blöndun við villta laxa­stofna á Ísland­i.“

Sjó­kvía­eldi er umdeilt vegna umhverf­is­á­hrifa, ekki síst vegna hætt­unnar á slysa­slepp­ingum og erfða­blöndun við...

Posted by Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra on Monday, Oct­o­ber 8, 2018


Meira úr sama flokkiInnlent