Landvernd skorar á ráðherra að virða niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar

Stjórn Landverndar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að virða niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og láta af áætlunum um lagasetningar sem snúa að úrskurði hennar.

7DM_9723_raw_2224.JPG
Auglýsing

Stjórn Land­verndar telur það mjög alvar­legt fyrir íslenska stjórn­sýslu í umhverf­is­vernd­ar­málum að ráð­herra skuli hlut­ast til um úrskurði Úrskurð­ar­nefndar í umhverf­is- og auð­linda­mál­u­m. 

Þetta kemur fram í áskorun frá Land­vernd á tvo ráð­herra, Guð­mund Inga Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sem sam­tökin sendu frá sér í dag. 

„Það er ákvörðun og áhætta fyr­ir­tækja að hefja starfs­semi þrátt fyrir aug­ljósa ágalla á henni sem varða við lands­lög, eins og það að kosta­grein­ging fór ekki fram. Réttur umhverf­is­vernd­ar­sam­taka til þess að láta reyna á fram­kvæmda- og starfs­leyfi fyrir starfs­semi sem hefur skað­legar afleið­ingar fyrir umhverfið fyrir óháðum aðila er lít­ils virði þegar ráð­herrar setja lög á úrskurði þessa óháða aðila. 

Stjórn Land­verndar skorar á Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að virða nið­ur­stöðu úrskurð­ar­nefnd­ar­innar og láta af áætl­unum um laga­setn­ingar sem snúa úrskurði henn­ar,“ segir í áskor­un­inn­i. 

Auglýsing

Nú standa yfir umræður á Alþingi um nýtt frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra en sam­­kvæmt því mun verða mög­u­­legt að veita rekstr­­ar­­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i.

Frum­varpið var kynnt á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í gær en í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að því sé ætlað að lag­­færa ­með almennum hætti ann­­marka á lögum um fisk­eldi til fram­­tíð­­ar. Sá ann­­marki birt­ist í því að sam­­kvæmt gild­andi lögum sé eina úrræði Mat­væla­­stofn­un­ar, í þeim til­­vikum sem rekstr­­ar­­leyfi fisk­eld­is­­stöðvar er fellt úr gildi, að stöðva starf­­semi henn­­ar.

Úrskurð­­ar­­nefnd umhverf­is- og auð­linda­­mála felldi úr gildi rekstr­­ar­­leyfi og starfs­­leyfi Fjarð­­ar­­lax og Arctic Sea til lax­eldis í sjó­kvíum í Pat­­reks­­firði og Tálkna­­firði og vís­aði einnig frá beiðni fyr­ir­tækja um frestun rétt­­ar­á­hrifa. Sam­tals voru leyfin upp á um 17.500 tonn en sveit­­ar­­fé­lögin á starfs­­svæði fyr­ir­tækj­anna hafa mót­­mælt stöð­unni sem komin er upp og kraf­ist aðgerða.

Drög að frum­varp­inu voru sem sagt sam­­þykkt á auka­fundi rík­­is­­stjórn­­­ar­innar í hádeg­inu í gær og kynnt hinum stjórn­­­mála­­flokk­unum síð­­degis í gær. Fyr­ir­tækj­unum Arctic Fis­h og Fjarða­­laxi er því gef­inn frestur til að fara yfir umhverf­is­­mat fyr­ir­tækj­anna til að tryggja að umsókn þeirra um aukið lax­eldi á sunn­an­verðum Vest­­fjörðum verði sam­­kvæmt lögum og regl­­um. Aðspurður segir Krist­ján Þór frum­varpið ekki fara á svig við úrskurð nefnd­­ar­innar um að fella starfs­­leyfi fisk­eld­is­­fyr­ir­tækj­anna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálf­­stæða og frum­varpið ekki snerta hennar úrskurð. Frum­varpið flýti ein­fald­­lega fyrir ferli máls­ins en bið eftir úrskurði dóm­stóla væri bæði kostn­að­­ar­­söm og tíma­frek.

Áskorun stjórnar Landverndar

Stjórn Land­verndar telur það mjög alvar­legt fyrir íslenska stjórn­sýslu í umhverf­is­vernd­ar­mál­um, sem fyrir er mjög veik, að ráð­herra skuli hlut­ast til um úrskurði úrskurð­ar­nefndar í umhverf­is- og auð­linda­mál­um. Það er ákvörðun og áhætta fyr­ir­tækja að hefja starfs­semi þrátt fyrir aug­ljósa ágalla á henni sem varða við lands­lög, eins og það að kosta­grein­ging fór ekki fram. Réttur umhverf­is­vernd­ar­sam­taka til þess að láta reyna á fram­kvæmda- og starfs­leyfi fyrir starfs­semi sem hefur skað­legar afleið­ingar fyrir umhverfið fyrir óháðum aðila er lít­ils virði þegar ráð­herrar setja lög á úrskurði þessa óháða aðila. Stjórn Land­verndar skorar á Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra að virða nið­ur­stöðu úrskurð­ar­nefnd­ar­innar og láta af áætl­unum um laga­setn­ingar sem snúa úrskurði henn­ar.  

Meira úr sama flokkiInnlent