Vilja að refsingar vegna ærumeiðinga verði afnumdar

Verði nýtt frumvarp að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar. Auk þess verður ómerking ummæla, sem úrræði vegna ærumeiðinga, afnumin, sem og núgildandi heimild til þess að dæma fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms.

img_4099_raw_1208130458_9552725657_o.jpg
Auglýsing

Nýtt frum­varp liggur nú fyrir þar sem lagt er til að sett verði ný stofn­lög um æru­meið­ingar þar sem mælt verði fyrir um einka­rétt­ar­leg úrræði til að bregð­ast við æru­meið­ingum og sam­hliða verði ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um æru­meið­ingar felld úr gild­i. 

Frum­varpið er komið í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en umsagn­ar­frestur er til 12. nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Verði frum­varpið að lögum verða refs­ingar vegna æru­meið­inga afnumdar. Auk þess verður ómerk­ing ummæla, sem úrræði vegna æru­meið­inga, afnum­in, sem og núgild­andi heim­ild til þess að dæma fjár­hæð til þess að stand­ast kostnað af birt­ingu dóms. Þá verður felld úr gildi hin sér­staka vernd sem opin­berir starfs­menn hafa notið og einnig hin sér­staka æru­vernd sem erlend ríki, fáni þeirra, þjóð­höfð­ingi o.fl. hafa not­ið.

Auglýsing

Fimm frum­vörpum til laga um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is hefur verið skilað til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra en sér­stök nefnd sem vann að mál­unum kynnti afrakstur vinnu sinnar í fyrri áfanga nefnd­ar­starfs­ins á blaða­manna­fundi í gær í Þjóð­minja­safn­inu.

Tvenns konar úrræði: Miska­bætur og bætur fyrir fjár­tjón

Gert er ráð fyrir tvenns konar úrræðum í frum­varp­inu, miska­bótum og bótum fyrir fjár­tjón. Þannig heim­ila lögin að láta þann sem með sak­næmum og ólög­mætum hætti meiðir æru ein­stak­lings með tján­ingu greiða miska­bætur til þess sem mis­gert er við. Með sömu skil­yrðum skal dæma bætur fyrir fjár­tjón ef því er að skipta. 

Við beit­ingu fram­an­greindra úrræða skal sam­kvæmt frum­varp­inu meðal ann­ars höfð hlið­sjón af sök, efni tján­ingar og aðstæðum að öðru leyti. Þá eru taldar upp nánar til­teknar aðstæður sem gera það að verkum að ekki kemur til bóta­á­byrgðar þegar þær eru fyrir hendi. Meðal þess­ara aðstæðna er ef sýnt hefur verið fram á að ummæli séu sann­leik­anum sam­kvæm, eða ef um er að ræða gild­is­dóm sem settur er fram í góðri trú og hefur ein­hverja stoð í stað­reynd­um. 

Áfram ákvæði um hat­urs­orð­ræðu

Ekki er lögð til breyt­ing á þeim ákvæðum hegn­ing­ar­laga sem stundum hafa verið kennd við frið­helgi einka­lífs í þrengri merk­ingu. Þá er gert ráð fyrir að áfram verði ákvæði um hat­urs­orð­ræðu. Ekki er heldur í frum­varp­inu lögð til nein breyt­ing á reglum um það hver beri hina laga­legu ábyrgð á ummælum hverju sinni. Mun það því áfram ráð­ast af lögum um fjöl­miðla og öðrum almennum regl­u­m. 

Þá er ekki lögð til breyt­ing á b-lið 1. mgr. 26. gr. skaða­bóta­laga, sem heim­ilar meðal ann­ars miska­bætur vegna ólög­mætrar mein­gerðar gegn æru. Það ákvæði hefur víð­tækara gild­is­svið og getur tekið til æru­meið­inga sem ekki fel­ast í tján­ingu, til dæmis þegar starfs­manni er vikið úr starfi, auk þess sem umræddur b-liður er algeng­asta bóta­heim­ildin í kyn­ferð­is­brota­mál­u­m. 

Verði frum­varpið að lögum er því gert ráð fyrir að það eigi við þegar æru­meið­ing felst í tján­ingu, einkum í formi ummæla og að sú vernd sem felist í frum­varp­inu komi í þeim til­vikum í stað þeirrar verndar sem hingað til hefur falist í b-lið 1. mgr. 26. gr. skaða­bóta­laga að því leyti. Ákvæði b-liðar 1. mgr. 26 gr. skaða­bóta­laga eigi hins vegar við varð­andi ann­ars konar mein­gerðir en þær sem fel­ast í tján­ingu.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent