Olíunotkun eykst þrátt fyrir allt - Verðið hækkar hratt

Olíumarkaðurinn er til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Olía
Auglýsing

Olíu­verð hefur farið hratt hækk­andi und­an­farin miss­eri og það veldur vand­ræðum víða í heim­in­um, meðal ann­ars á Íslandi. Verð­bólgu­þrýst­ingur hefur auk­ist og flug­fé­lög glíma við erf­ið­ari rekstr­ar­skil­yrði, svo dæmi sé tek­ið. 

Í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar eru olíu­mark­að­ur­inn í heim­inum til umfjöll­un­ar. Ket­ill Sig­ur­jóns­son, lög­fræð­ingur og MBA og sér­fræð­ingur á sviði orku­mála, fjallar ítar­lega um horfur á olíu­mark­aði, en olíu­notkun er þrátt fyrir allt enn að aukast. 

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA.„Um þessar mundir er dag­leg olíu­notkun mann­kyns að ná hinni dramat­ísku tölu 100 millj­ónum tunna. Vissu­lega er aðeins farið að hægja á aukn­ing­unni í olíu­notkun frá því sem var, en engu að síður er olíu­neysla enn að aukast. Og flestir sér­fróðir virð­ast álíta að olíu­notkun haldi áfram að aukast næstu árin og ára­tug­ina. Eini mögu­leik­inn á því að eft­ir­spurn eftir olíu drag­ist sam­an, virð­ist sá að spár um stór­fellda aukn­ingu raf­bíla verði að veru­leika. Ennþá bendir flest til þess að sú þróun sé það hæg að mann­kynið muni áfram auka olíu­neyslu sína umtals­vert. Og ekki ná hámarki í olíu­notkun sinni fyrr en kannski eftir svona u.þ.b. ald­ar­fjórð­ung. Sumir spá því þó að hápunkti olíu­notk­unar verði náð fyrr og það jafn­vel strax á næsta ára­tug.

Auglýsing

Olíu­notkun í heim­inum fer sem sagt ennþá vax­andi og lík­legt að svo verði áfram í ein­hver ár og jafn­vel ára­tugi. Enda fjölgar mann­kyn­inu og hrá­olía er jú afar mik­il­væg sem upp­spretta bruna­elds­neytis fyrir stóra sem smáa bíla, vinnu­vél­ar, skip og flug­vélar og sem hrá­efni í margs­konar iðn­aði. Og á sama tíma og dag­leg olíu­neysla mann­kyns er komin yfir sem jafn­gildir 100 millj­ónum tunna, er olía enn á ný orðin nokkuð dýr.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum
Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent