Olíunotkun eykst þrátt fyrir allt - Verðið hækkar hratt

Olíumarkaðurinn er til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Olía
Auglýsing

Olíu­verð hefur farið hratt hækk­andi und­an­farin miss­eri og það veldur vand­ræðum víða í heim­in­um, meðal ann­ars á Íslandi. Verð­bólgu­þrýst­ingur hefur auk­ist og flug­fé­lög glíma við erf­ið­ari rekstr­ar­skil­yrði, svo dæmi sé tek­ið. 

Í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar eru olíu­mark­að­ur­inn í heim­inum til umfjöll­un­ar. Ket­ill Sig­ur­jóns­son, lög­fræð­ingur og MBA og sér­fræð­ingur á sviði orku­mála, fjallar ítar­lega um horfur á olíu­mark­aði, en olíu­notkun er þrátt fyrir allt enn að aukast. 

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA.„Um þessar mundir er dag­leg olíu­notkun mann­kyns að ná hinni dramat­ísku tölu 100 millj­ónum tunna. Vissu­lega er aðeins farið að hægja á aukn­ing­unni í olíu­notkun frá því sem var, en engu að síður er olíu­neysla enn að aukast. Og flestir sér­fróðir virð­ast álíta að olíu­notkun haldi áfram að aukast næstu árin og ára­tug­ina. Eini mögu­leik­inn á því að eft­ir­spurn eftir olíu drag­ist sam­an, virð­ist sá að spár um stór­fellda aukn­ingu raf­bíla verði að veru­leika. Ennþá bendir flest til þess að sú þróun sé það hæg að mann­kynið muni áfram auka olíu­neyslu sína umtals­vert. Og ekki ná hámarki í olíu­notkun sinni fyrr en kannski eftir svona u.þ.b. ald­ar­fjórð­ung. Sumir spá því þó að hápunkti olíu­notk­unar verði náð fyrr og það jafn­vel strax á næsta ára­tug.

Auglýsing

Olíu­notkun í heim­inum fer sem sagt ennþá vax­andi og lík­legt að svo verði áfram í ein­hver ár og jafn­vel ára­tugi. Enda fjölgar mann­kyn­inu og hrá­olía er jú afar mik­il­væg sem upp­spretta bruna­elds­neytis fyrir stóra sem smáa bíla, vinnu­vél­ar, skip og flug­vélar og sem hrá­efni í margs­konar iðn­aði. Og á sama tíma og dag­leg olíu­neysla mann­kyns er komin yfir sem jafn­gildir 100 millj­ónum tunna, er olía enn á ný orðin nokkuð dýr.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Meira úr sama flokkiInnlent