Vill rifta gjörningum fyrir fall Pressunnar

Gjaldþrot fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar hefur dregið dilk á eftir sér, enda starfaði félagið misserum saman án þess að standa skil á lögbundnum gjöldum, svo sem greiðslum til lífeyrissjóða, ríkisins og stéttarfélaga.

7DM_0798_raw_2403.JPG
Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Pressunn­ar, sem var tekið til gjald­þrota­skipta í des­em­ber í fyrra, vill láta rifta ráð­stöf­unum á fjár­munum upp á sam­tals um 400 millj­ónir króna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Málin hafa þegar verið þing­fest í hér­aði en ekki til lykta leidd, en að mati skipta­stjóra, Krist­jáns B. Thor­lacius hrl., var jafn­fræðis ekki gætt meðal kröfu­hafa félags­ins í þeim til­vikum þar sem nú hefur verið óskað eftir rift­un.

Krist­ján varð­ist frétta af mál­inu, í sam­tali við Kjarn­ann, og vildi ekki veita upp­lýs­ingar um þessi rift­un­ar­mál sem Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir að nú séu komin inn á borð dóm­stóla.

Auglýsing

Sam­tals var kröfum upp á 315 millj­ónir króna lýst í þrotabú Pressunnar og um 235 millj­ónum króna í bú DV ehf., sem var í eigu Pressunn­ar. 

Kröfu­lýs­inga­frestur í þrotabú DV rann út í maí. Meðal krafna voru meðal ann­ars yfir 50 millj­óna for­gangs­kröfur vegna van­gold­inna launa og líf­eyr­is­greiðslna. 

Almennar kröfur voru upp á 183,5 millj­ónir króna og var stærsta krafan frá Toll­stjóra vegna opin­berra gjalda, að því er fram kom í frétt RÚV í maí síð­ast­liðn­um.

Rekstur Pressunnar hafði lengi verið í full­komnu upp­námi áður en félagið var loks tekið til gjald­þrota­skipta, enda skuld­aði félagið meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóð­um, stétt­ar­fé­lögum og hinu opin­bera hund­ruð millj­óna króna. 

Slíkt er vita­skuld óheim­ilt sam­kvæmt lög­um, og refs­ing við­lögð við því að standa ekki skila á þessum gjöld­um, fyrir ábyrgð­ar­menn rekst­urs­ins.

Rétt áður en Pressan varð gjald­þrota, keypti félagið Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl. á, stóran hluta af eignum Pressunn­ar.

Meðal ann­ars voru það DV, Pressan, Eyj­an, Bleikt og 433.­is. Síðan þá hafa flestir fjöl­miðl­arnir farið undir vef DV.­is. 

Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem rekur DV og fleiri fjöl­miðla, tap­aði 43,6 millj­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017 og fram að ára­­mót­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017. Heild­­ar­tap fyrir skatta var 54,5 millj­­ónir króna en skatt­inn­­eign skil­aði félag­inu 10,9 milljón króna í tekjur sem töldu á móti.

Alls eru eignir Frjálsrar fjöl­mið­l­unar metnar á 529 millj­­ónir króna. Þar af eru óefn­is­­legar eignir bók­­færðar á 470 millj­­ónir króna.

Skuldir félags­­ins, sem er ein stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­sam­­steypa lands­ins, voru 542 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót og  var stofnað til þeirra á síð­­asta ári. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­laus, á að greið­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­ónir króna á ári. Ekki kemur fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur eigi að greiða þeim aðila alla upp­­hæð­ina til baka í ár, 2018.

Þá kemur fram í árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar að ógreitt kaup­verð eigna væri 53 millj­­ónir króna í árs­­lok 2017. Eigið fé félags­­ins var nei­­kvætt um 13,3 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót, inn­­greitt hlutafé var 30 millj­­ónir króna og félagið átti 14,6 millj­­ónir króna í hand­­bæru fé.

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, var lengst af helsti for­svars­maður Pressunnar og einn stærsti eig­andi.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent