Vill rifta gjörningum fyrir fall Pressunnar

Gjaldþrot fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar hefur dregið dilk á eftir sér, enda starfaði félagið misserum saman án þess að standa skil á lögbundnum gjöldum, svo sem greiðslum til lífeyrissjóða, ríkisins og stéttarfélaga.

7DM_0798_raw_2403.JPG
Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins Pressunn­ar, sem var tekið til gjald­þrota­skipta í des­em­ber í fyrra, vill láta rifta ráð­stöf­unum á fjár­munum upp á sam­tals um 400 millj­ónir króna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Málin hafa þegar verið þing­fest í hér­aði en ekki til lykta leidd, en að mati skipta­stjóra, Krist­jáns B. Thor­lacius hrl., var jafn­fræðis ekki gætt meðal kröfu­hafa félags­ins í þeim til­vikum þar sem nú hefur verið óskað eftir rift­un.

Krist­ján varð­ist frétta af mál­inu, í sam­tali við Kjarn­ann, og vildi ekki veita upp­lýs­ingar um þessi rift­un­ar­mál sem Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir að nú séu komin inn á borð dóm­stóla.

Auglýsing

Sam­tals var kröfum upp á 315 millj­ónir króna lýst í þrotabú Pressunnar og um 235 millj­ónum króna í bú DV ehf., sem var í eigu Pressunn­ar. 

Kröfu­lýs­inga­frestur í þrotabú DV rann út í maí. Meðal krafna voru meðal ann­ars yfir 50 millj­óna for­gangs­kröfur vegna van­gold­inna launa og líf­eyr­is­greiðslna. 

Almennar kröfur voru upp á 183,5 millj­ónir króna og var stærsta krafan frá Toll­stjóra vegna opin­berra gjalda, að því er fram kom í frétt RÚV í maí síð­ast­liðn­um.

Rekstur Pressunnar hafði lengi verið í full­komnu upp­námi áður en félagið var loks tekið til gjald­þrota­skipta, enda skuld­aði félagið meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóð­um, stétt­ar­fé­lögum og hinu opin­bera hund­ruð millj­óna króna. 

Slíkt er vita­skuld óheim­ilt sam­kvæmt lög­um, og refs­ing við­lögð við því að standa ekki skila á þessum gjöld­um, fyrir ábyrgð­ar­menn rekst­urs­ins.

Rétt áður en Pressan varð gjald­þrota, keypti félagið Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl. á, stóran hluta af eignum Pressunn­ar.

Meðal ann­ars voru það DV, Pressan, Eyj­an, Bleikt og 433.­is. Síðan þá hafa flestir fjöl­miðl­arnir farið undir vef DV.­is. 

Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem rekur DV og fleiri fjöl­miðla, tap­aði 43,6 millj­­ónum króna á þeim tæpu fjórum mán­uðum sem félagið var starf­andi á árinu 2017. Tekjur þess voru 81,4 millj­­ónir króna frá því að félagið hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017 og fram að ára­­mót­­um.

Eig­andi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar er félagið Dals­dalur ehf. Eini skráði eig­andi þess er Sig­­urður G. Guð­jóns­­son lög­­­maður sem er einnig skráður fyr­ir­svar­s­­maður Frjálsrar fjöl­mið­l­unar hjá Fjöl­miðla­­nefnd.

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017. Heild­­ar­tap fyrir skatta var 54,5 millj­­ónir króna en skatt­inn­­eign skil­aði félag­inu 10,9 milljón króna í tekjur sem töldu á móti.

Alls eru eignir Frjálsrar fjöl­mið­l­unar metnar á 529 millj­­ónir króna. Þar af eru óefn­is­­legar eignir bók­­færðar á 470 millj­­ónir króna.

Skuldir félags­­ins, sem er ein stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­sam­­steypa lands­ins, voru 542 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót og  var stofnað til þeirra á síð­­asta ári. Þar munar mest um 425 milljón króna skuld við eig­and­ann, Dals­­dal ehf. Sú skuld, sem virð­ist vaxta­­laus, á að greið­­ast til baka á árunum 2018 til 2022, 85 millj­­ónir króna á ári. Ekki kemur fram í árs­­reikn­ingi Dals­dals ehf. hver lán­aði því félagi fjár­­­magn til að lána Frjálsri fjöl­miðlun en þar segir að Dals­dalur eigi að greiða þeim aðila alla upp­­hæð­ina til baka í ár, 2018.

Þá kemur fram í árs­­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­mið­l­unar að ógreitt kaup­verð eigna væri 53 millj­­ónir króna í árs­­lok 2017. Eigið fé félags­­ins var nei­­kvætt um 13,3 millj­­ónir króna um síð­­­ustu ára­­mót, inn­­greitt hlutafé var 30 millj­­ónir króna og félagið átti 14,6 millj­­ónir króna í hand­­bæru fé.

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, var lengst af helsti for­svars­maður Pressunnar og einn stærsti eig­andi.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent