Áhætta í fjármálakerfinu eykst

Samkvæmt Seðlabankanum hefur áhætta sem tengist ferðaþjónustunni aukist frá því í vor en töluvert hefur hægst á vexti í greininni undanfarið.

Rannveig Sigurðardóttir
Rannveig Sigurðardóttir
Auglýsing

Áhætta í fjár­mála­kerf­inu hefur auk­ist en er enn hóf­leg. Tölu­vert hefur hægt á vexti ferða­þjón­ust­unnar og hefur áhætta sem teng­ist henni auk­ist frá því í vor. Mikil hækkun olíu­verðs og hörð sam­keppni hefur reynt á þan­þol flug­fé­laga hér á landi eins og ann­ars staðar og hefur birst í rekstr­ar­erfi­leikum þeirra. 

Þetta kemur fram í for­mála aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, Rann­veigar Sig­urð­ar­dótt­ur, í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem Seðla­bank­inn gaf út í dag. 

Rann­veig segir að þessi þróun hafi lík­lega átt þátt í nokk­urri veik­ingu krón­unnar á haust­mán­uðum vegna end­ur­mats á efna­hags­á­standi og horf­um. Lægra raun­gengi gæti á móti stutt við ferða­þjón­ust­una. Hægt hafi á útlána­vexti stóru við­skipta­bank­anna til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu sam­hliða hæg­ari vexti í grein­inn­i. 

Auglýsing

„Vöxt­ur­inn hefur þó verið tölu­verður und­an­farin ár og nema útlán til grein­ar­innar um tíund af lána­safni bank­anna. Verði sam­dráttur í tekjum af ferða­þjón­ustu gætu orðið útlána­töp í grein­inni en það eitt og sér mun ekki ná að tefla stöðu bank­anna í tví­sýn­u,“ segir hún en bætir því að ef kæmi hins vegar til veru­legs sam­dráttar í tekjum af ferða­þjón­ustu yrði það einnig áfall fyrir þjóð­ar­búið í heild vegna þeirra áhrifa sem það hefði meðal ann­ars á gjald­eyr­is­tekjur og gengi krón­unn­ar.

Ef bakslag kemur þá eykur hátt verð atvinnu­hús­næðis líkur á verð­lækkun

Einn áhættu­þáttur sem fjallað er um í Fjár­mála­stöð­ug­leika teng­ist hraðri hækkun raun­verðs atvinnu­hús­næðis á und­an­förnum miss­erum, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Rann­veig segir að raun­verðið sé nú orðið hátt miðað við flestar tengdar hag­stærðir og í sögu­legu sam­hengi. Hátt verð auki líkur á verð­lækkun komi bakslag í efna­hags­lífið en sveiflur í verði atvinnu­hús­næðis hafi leikið stórt hlut­verk í fjár­málakreppum víða um heim. Útlán sem veitt hafa verið fast­eigna- og bygg­inga­fyr­ir­tækjum séu nú um fimmt­ungur útlána við­skipta­bank­anna þannig að verð­lækkun atvinnu­hús­næðis gæti haft áhrif á bank­ana.

„Áhætta á hús­næð­is­mark­aði er að öðru leyti svipuð og við útgáfu Fjár­mála­stöð­ug­leika í vor. Raun­verð íbúð­ar­hús­næðis er nú hærra en það hefur áður verið en hækkun hús­næð­is­verðs í hlut­falli við laun, tekjur og bygg­ing­ar­kostnað virð­ist hafa stöðvast. Þar leggj­ast á eitt aukið íbúða­fram­boð, hæg­ari fjölgun íbúða sem nýttar eru til skamm­tíma­út­leigu til ferða­manna og minni inn­flutn­ingur vinnu­afls. Eft­ir­spurn er enn mikil en spáð er auknu fram­boði á næstu árum, enda hús­næð­is­verð enn hátt í hlut­falli við bygg­ing­ar­kostn­að, og því útlit fyrir að betra jafn­vægi geti skap­ast á hús­næð­is­mark­að­i,“ segir hún. 

Efna­hags­á­stand í helstu við­skipta­löndum Íslands hefur batnað

Skulda­vöxtur heim­il­anna er hóf­legur miðað við aðrar hag­stærðir enn sem komið er þrátt fyrir mikla aukn­ingu í hús­næð­isauði heim­il­anna, segir Rann­veig. „Mik­il­vægt er að heim­ilin nýti aukið veð­rými til skulda­aukn­ingar af var­færni. Hús­næð­is­skuldir heim­il­anna hafa vaxið um leið og aðrar skuldir þeirra hafa dreg­ist sam­an. Auk­ist fram­boð á hús­næði meira en eft­ir­spurn eða verði bakslag í ferða­þjón­ustu gæti hús­næð­is­verð gefið eftir og taps­á­hætta bank­anna auk­ist.“

Hún bendir á að efna­hags­á­stand í helstu við­skipta­löndum Íslands hafi batnað und­an­farin miss­eri en óvissa á alþjóða­vett­vangi hafi auk­ist í seinni tíð. Þá gætu alþjóð­leg fjár­mála­leg skil­yrði versnað fremur skyndi­lega, til að mynda ef snögg hækkun yrði á lang­tíma­vöxtum vegna end­ur­mats á áhættu og/eða hærri verð­bólgu­vænt­inga. Slík þróun sam­fara mis­hraðri aðlögun pen­inga­stefn­unnar á stærri gjald­mið­ils­svæðum frá slaka til hlut­leysis eða aðhalds gæt­i ­leitt til mik­illa sveiflna í fjár­magns­flæði og gengi gjald­miðla.

End­ur­fjár­mögn­un­ar­á­hætta bank­anna á erlendum mörk­uðum tak­mörkuð

Rann­veig segir að end­ur­fjár­mögn­un­ar­á­hætta bank­anna á erlendum mörk­uðum næstu miss­eri sé tak­mörkuð því að lausa­fjár­staða þeirra í erlendum gjald­miðlum sé mjög rúm. Eig­in­fjár­staða bank­anna hafi verið vel yfir kröfum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um skeið en hafi lækkað í fyrra og í ár einkum vegna arð­greiðslna og nálgist nú kröfur eft­ir­lits­ins. 

„Að teknu til­liti til hækk­unar sveiflu­jöfn­un­ar­auka í maí á næsta ári og svo kall­aðs stjórn­enda­auka er svig­rúm til frek­ari lækk­unar eig­in­fjár­hlut­falla orðið lít­ið. Bank­arnir eiga mögu­leika á að breyta eig­in­fjár­skipan sinni með útgáfu víkj­andi lána sem eykur svig­rúm þeirra til frek­ari arð­greiðslna. Það form eig­in­fjár er þó veik­ara og mætir ekki tapi með sama hætti. Því væri æski­legt að stilla arð­greiðslum í hóf,“ segir hún. 

Mik­il­vægt að fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­veiti við­náms­þrótt sinn

Rann­veig segir að skref hafi verið tekin í að styrkja við­náms­þrótt fjár­mála­fyr­ir­tækja með kröfum um upp­bygg­ingu eig­in­fjár­auka á meðan kerf­is­á­hætta sé enn tak­mörk­uð. Áfram þurfi að huga að þeirri upp­bygg­ingu með frek­ari hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans en til­gangur hans sé að styrkja við­náms­þrótt fjár­mála­fyr­ir­tækja gagn­vart sveiflu­tengdri áhætt­u. 

„Í ljósi þess að áhætta í fjár­mála­kerf­inu er að aukast, óvissa er um hve hratt dregur úr spennu í þjóð­ar­bú­skapnum og að alþjóð­leg fjár­mála­skil­yrði gætu versnað er mik­il­vægt að fjár­mála­fyr­ir­tæki varð­veiti við­náms­þrótt sinn þannig að þau hafi burði til að mæta áföll­u­m,“ segir hún. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent