Icelandair endursemur um skuldir

Afkoma Icelandair hefur farið hratt versnandi að undanförnu.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair upp­fyllir ekki skil­mála skulda­bréfa­út­gáfu upp á 190 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 22,8 millj­arða króna, en vinnur nú að lang­tíma­lausn á mál­inu með við­ræðum við skulda­bréfa­eig­end­ur. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu til kaup­hallar. Afkoma Icelandair hefur farið versn­andi að und­an­förnu, og þess vegna þarf félagið nú að end­ur­semja um skuld­irn­ar. 

Hagn­aður á þriðja árs­fjórð­ungi nam þó 62 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 7,4 millj­örðum króna. Það er lækkun um 36 pró­sent milli ára.

Auglýsing

„Sam­kvæmt upp­gjöri þriðja árs­fjórð­ungs félags­ins sem birt var í dag, og líkt og þegar hefur verið greint frá,  hefur verið stað­fest að ofan­greind fjár­hags­leg skil­yrði eru ekki upp­fyllt. Félagið hefur átt í góðum við­ræðum við skulda­bréfa­eig­endur und­an­farið í tengslum við lang­tíma­lausn vegna máls­ins. Í dag hefur félagið gefið umboðs­manni skulda­bréfa­eig­enda, Nor­dic Tru­stee & Agency AB, fyr­ir­mæli um að hefja skrif­legt ferli (e. Written Procedure) þar sem óskað verður eftir form­legri und­an­þágu frá ofan­greindum fjár­hags­legum skil­yrðum skulda­bréf­anna til 30. nóv­em­ber nk. í því skyni að meiri tími verði til stefnu til að finna lang­tíma­lausn vegna máls­ins. Máls­með­ferð þessi byggir á 18. gr. skulda­bréf­anna. Hin tíma­bundna und­an­þága nýtur nú þegar stuðn­ings meiri­hluta eig­enda skulda­bréf­anna. DNB Markets starfar sem fjár­hags­legur ráð­gjafi Icelandair Group vegna máls­ins,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Mark­aðsvirði Icelandair hefur hrunið und­an­farin miss­eri en mark­aðsvirði félags­ins nemur nú 32 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var í lok þriðja árs­fjórð­ungs meira en tvö­falt meira, eða sem nam um 69 millj­örðum króna. 

Hand­bært fé nam um 175 millj­ónum Banda­ríkja­dala, í lok þriðja árs­fjórð­ungs, eða sem nemur um 21 millj­arði króna. 

Það dróst tölu­vert saman milli árs­fjórð­unga en það var um mitt ár rúm­lega 240 millj­ónir Banda­ríkja­dala eða sem nemur um 28,8 millj­örðum króna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent