Ritstjóri Morgunblaðsins kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er harðlega gagnrýnd í leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar er innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða enn og aftur líkt við Icesave-málið.

Þórdís og mbl
Auglýsing

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, harð­lega gagn­rýnd fyrir að vera „merk­is­beri“ inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins.  

Þar segir að rík­is­stjórn­in, sem sam­anstendur af Vinstri græn­um, Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sýni af sér „ein­dreg­inn brota­vilja varð­andi „þriðja orku­pakk­ann“ og pantar sér ótæk „lög­fræði­á­lit“ til rétt­læt­ing­ar. Í minni er hve auð­keyptir „sér­fræð­ing­ar“ voru í hinu ömur­lega Ices­a­vemáli. Ekk­ert hefur laskað Sjálf­stæð­is­flokk­inn eins og það mál. Og orku­pakk­inn, „Ices­a­ve, taka tvö,“ er skrítn­ara, og það að horfa á vara­for­mann flokks­ins ger­ast þar merk­is­beri! Það veldur óend­an­legum von­brigð­um. Við blasir að vísa því máli til þjóð­ar­inn­ar.“

Rit­stjórnar Morg­un­blaðs­ins eru Har­aldur Johann­es­sen og Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Mál­flutn­ing­ur­inn í leið­ar­anum ber þess öll merki að Davíð hafi skrifað hann, enda mjög í takt við fyrri skrif hans í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka.

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Davíð gagn­rýnir Þór­dísi Kol­brúnu sér­stak­lega vegna máls­ins. Það gerði hann líka í sept­em­ber í leið­ara þar hann sagði Þór­dísi Kol­brúnu hafa  látið rugla sig í rím­inu. Hann sagði líka að: „Erfitt væri að ímynda sér að þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve.“

Sagð­ist hlusta á gagn­rýni

Þór­dís Kol­brún ræddi þriðja orku­pakk­ann í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í nýliðnum mán­uði. Hægt er að sjá við­talið við hana hér að neð­an. Umræður um orku­pakk­ann eru í upp­hafi þess.Þar sagð­ist hún hlusta á gagn­rýni um málið en benti á að Ísland hafi aldrei ákveðið að aflétta ekki stjórn­­­skipu­­legum fyr­ir­vara til að inn­­­leiða til­­­skipun frá Evr­­ópu­­sam­­band­inu. „Það er engin hræðslu­á­róður að segja að við vitum ekki hvert það leiðir okk­­ur. Vegna þess að ég hef engan heyrt svara því[...]„Ég er ekki sann­­færð um að þetta sé slagur sem við eigum að taka, um efni máls, það er þessa þriðja orku­­pakka. Að við ætlum ekki að aflétta stjórn­­­skip­un­­ar­­legum fyr­ir­vara.“Þór­­dís Kol­brún sagði enn fremur að það verði að koma í ljós hvað þing­­menn flokks­ins geri í mál­inu. „Ég segi bara að okkur liggur ekk­ert á að afgreiða þetta mál. Þessi umræða hún truflar mig ekk­ert. Mér finnst hún fín ef hún á end­­anum leiðir til þess að við komumst lengra í að ræða það sem málið snýst um. Það eru auð­vitað skiptar skoð­­anir innan allra stjórn­­­ar­­flokk­anna um þetta mál.“

Tveir sér­fræð­ingar segja áhrifin nær engin

Í minn­is­­­blaði sem lög­­­­­­­mað­­­­ur­inn Ólafur Jóhannes Ein­­­­ar­s­­­­son, áður fram­­­­kvæmda­­­­stjóri hjá Eft­ir­lits­­­­stofnun EFTA (ES­A), gerði fyrir Þór­­­­dísi Kol­brúnu, og birt var opin­ber­­­­lega 17. apr­íl, kom skýrt fram að þriðji orku­­­­pakk­inn haggi í engu heim­ildum íslenskra stjórn­­­­­­­valda til að banna fram­­­­sal á eign­­­­ar­rétti að orku­auð­lindum og rétti Íslands til að ákveða með hvaða skil­yrðum orku­auð­lindir lands­ins eru nýtt­­­­ar.

Í sept­­em­ber vann svo lög­­­mað­­ur­inn Birgir Tjörvi Pét­­­ur­s­­­son grein­­ar­­gerð þar sem fjallað var um hinn svo­­­kall­aða þriðja orku­­­pakka Evr­­­ópu­­­sam­­­bands­ins og komst að því að hann kalli ekki á end­­ur­­skoðun EES.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent