„Við höldum okkar dampi“

Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að tíminn verði að leiða það í ljós hvort félagsmenn þurfi að setjast að samningaborðinu með breyttar forsendur eftir kaup Icelandair Group á WOW air.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Auglýsing

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bein­ast liggi við að félags­menn stétt­ar­fé­lags­ins haldi sínum dampi eftir fréttir af kaupum Icelandair á WOW air. „Við vitum ekki meira en við höfum lesið í blöð­unum að félögin verða rekin með óbreyttu snið­i,“ segir hún.

Fram kom í fréttum í dag að stjórn Icelandair Group hafi gert kaup­­samn­ing um kaup á öllu hlutafé í flug­­­fé­lag­inu WOW air. Kaupin eru meðal ann­­ars gerð með fyr­ir­vara um sam­­þykki hlut­hafa­fundar Icelandair Group, sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar.

Nú þegar eru flug­freyjur og -þjónar Icelandair og Air Iceland Conn­ect – sem eru bæði dótt­ur­fé­lög Icelandair Group – með mis­mun­andi kjara­samn­inga en þeir renna út um næstu ára­mót. Berg­lind segir að lík­leg­ast verði óbreytt snið hjá félag­inu varð­andi þá kjara­samn­inga. 

Auglýsing

Samn­ingar WOW air verða aftur á móti ekki lausir fyrr en árið 2020. „Tím­inn mun leiða í ljós hvað ger­ist og hvernig þetta kemur til með að atvikast. Hvort við þurfum að setj­ast að samn­inga­borð­inu með breyttar for­sendur eða ekki,“ segir Berg­lind.

Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­u vegna kaupanna verða félögin áfram rekin undir sömu vöru­­merkjum en sam­eig­in­­leg mark­aðs­hlut­­deild þeirra á mark­aðnum yfir Atl­ants­hafið er um 3,8 pró­­sent. „Með yfir­­tök­unni skap­­ast tæki­­færi til sóknar á nýja mark­aði og auk þess er gert ráð fyrir að ein­inga­­kostn­aður Icelandair Group muni lækk­a,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent