„Við höldum okkar dampi“

Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að tíminn verði að leiða það í ljós hvort félagsmenn þurfi að setjast að samningaborðinu með breyttar forsendur eftir kaup Icelandair Group á WOW air.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Auglýsing

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bein­ast liggi við að félags­menn stétt­ar­fé­lags­ins haldi sínum dampi eftir fréttir af kaupum Icelandair á WOW air. „Við vitum ekki meira en við höfum lesið í blöð­unum að félögin verða rekin með óbreyttu snið­i,“ segir hún.

Fram kom í fréttum í dag að stjórn Icelandair Group hafi gert kaup­­samn­ing um kaup á öllu hlutafé í flug­­­fé­lag­inu WOW air. Kaupin eru meðal ann­­ars gerð með fyr­ir­vara um sam­­þykki hlut­hafa­fundar Icelandair Group, sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar.

Nú þegar eru flug­freyjur og -þjónar Icelandair og Air Iceland Conn­ect – sem eru bæði dótt­ur­fé­lög Icelandair Group – með mis­mun­andi kjara­samn­inga en þeir renna út um næstu ára­mót. Berg­lind segir að lík­leg­ast verði óbreytt snið hjá félag­inu varð­andi þá kjara­samn­inga. 

Auglýsing

Samn­ingar WOW air verða aftur á móti ekki lausir fyrr en árið 2020. „Tím­inn mun leiða í ljós hvað ger­ist og hvernig þetta kemur til með að atvikast. Hvort við þurfum að setj­ast að samn­inga­borð­inu með breyttar for­sendur eða ekki,“ segir Berg­lind.

Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­u vegna kaupanna verða félögin áfram rekin undir sömu vöru­­merkjum en sam­eig­in­­leg mark­aðs­hlut­­deild þeirra á mark­aðnum yfir Atl­ants­hafið er um 3,8 pró­­sent. „Með yfir­­tök­unni skap­­ast tæki­­færi til sóknar á nýja mark­aði og auk þess er gert ráð fyrir að ein­inga­­kostn­aður Icelandair Group muni lækk­a,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent