„Við höldum okkar dampi“

Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir að tíminn verði að leiða það í ljós hvort félagsmenn þurfi að setjast að samningaborðinu með breyttar forsendur eftir kaup Icelandair Group á WOW air.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Auglýsing

Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður Flug­freyju­fé­lags Íslands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bein­ast liggi við að félags­menn stétt­ar­fé­lags­ins haldi sínum dampi eftir fréttir af kaupum Icelandair á WOW air. „Við vitum ekki meira en við höfum lesið í blöð­unum að félögin verða rekin með óbreyttu snið­i,“ segir hún.

Fram kom í fréttum í dag að stjórn Icelandair Group hafi gert kaup­­samn­ing um kaup á öllu hlutafé í flug­­­fé­lag­inu WOW air. Kaupin eru meðal ann­­ars gerð með fyr­ir­vara um sam­­þykki hlut­hafa­fundar Icelandair Group, sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar.

Nú þegar eru flug­freyjur og -þjónar Icelandair og Air Iceland Conn­ect – sem eru bæði dótt­ur­fé­lög Icelandair Group – með mis­mun­andi kjara­samn­inga en þeir renna út um næstu ára­mót. Berg­lind segir að lík­leg­ast verði óbreytt snið hjá félag­inu varð­andi þá kjara­samn­inga. 

Auglýsing

Samn­ingar WOW air verða aftur á móti ekki lausir fyrr en árið 2020. „Tím­inn mun leiða í ljós hvað ger­ist og hvernig þetta kemur til með að atvikast. Hvort við þurfum að setj­ast að samn­inga­borð­inu með breyttar for­sendur eða ekki,“ segir Berg­lind.

Sam­­kvæmt til­­kynn­ing­u vegna kaupanna verða félögin áfram rekin undir sömu vöru­­merkjum en sam­eig­in­­leg mark­aðs­hlut­­deild þeirra á mark­aðnum yfir Atl­ants­hafið er um 3,8 pró­­sent. „Með yfir­­tök­unni skap­­ast tæki­­færi til sóknar á nýja mark­aði og auk þess er gert ráð fyrir að ein­inga­­kostn­aður Icelandair Group muni lækk­a,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent