Hreiðar Már sakfelldur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir að selja hlutabréf í sinni eigu til félags í sinni eigu. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var aftur á móti sýknuð.

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur sak­felldur fyrir inn­herja­svik. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, var aftur á móti sýkn­uð. Dómur í mál­inu var kveð­inn upp í morg­un. Finnur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari í mál­inu, fór fram á að Hreið­ari Má yrði gerð auka refs­ing vegna máls­ins. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Hreiðar Már var hins veg­ar ekki gerð refs­ing en hann hefur hlotið sam­tals 7 ára fang­els­is­dóma. Síð­asti dóm­ur­inn fór út fyrir refsiramma efna­hags­brota vegna ítrek­aðra brota Hreið­ars, segir í frétt RÚV. Finnur Vil­hjálms­son sak­sókn­ari fór fram á að farið yrði út fyrir refsirammann í þessu máli og að Hreið­ari Má yrði gerð auka refs­ing um 12 til 15 mán­uði til við­bót­ar. Brot hans í þetta sinn væri alvar­legt trún­að­ar­brot og það fyrsta þar sem hann hafi auðg­ast per­sónu­lega. Farið var fram á 6 til 9 mán­aða fang­elsi yfir Guð­nýju Örn­u. 

Hreið­­ari Má var gefið að sök að hafa mis­­notað aðstöðu sína gróf­­­lega með því að láta Kaup­­þing veita einka­hluta­­fé­lagi sínu tæp­­lega 600 millj­­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. Á­kæran var gefin út í sept­em­ber 2016.

Auglýsing

Hreiðar hafi svo keypt hluta­bréf í bank­­anum fyrir 246 millj­­ónir í eigin nafni sam­­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­­ónir króna, sem var fjár­­­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­­þingi. Mis­­mun­­ur­inn, 324 millj­­ónir króna, rann svo inn á banka­­reikn­ing Hreið­­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­­hæð á við­­skipt­un­­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­­fé­lagið til gjald­­þrota­­skipta. 

Í ákærunni sagði að hafa yrði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hefði fallið veru­­lega á þessum tíma. 

Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari sagði í ákærunni að Hreiðar Már hefði á þessum tíma búið yfir inn­­herj­­a­­upp­­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­­anum hefði ekki gefið rétta mynd af verð­­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­­felldrar mark­aðs­mis­­­not­k­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Guðný Arna var ákærð fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um. Hún var sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­­stak­­lega með fyr­ir­­mælum og sam­­skiptum við lægra setta starfs­­menn bank­ans um upp­­­gjör og frá­­­gang vegna verð­bréfa­við­­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­­ars Más. Hún hefði vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent