Hreiðar Már sakfelldur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldur fyrir að selja hlutabréf í sinni eigu til félags í sinni eigu. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var aftur á móti sýknuð.

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur sak­felldur fyrir inn­herja­svik. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, var aftur á móti sýkn­uð. Dómur í mál­inu var kveð­inn upp í morg­un. Finnur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari í mál­inu, fór fram á að Hreið­ari Má yrði gerð auka refs­ing vegna máls­ins. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Hreiðar Már var hins veg­ar ekki gerð refs­ing en hann hefur hlotið sam­tals 7 ára fang­els­is­dóma. Síð­asti dóm­ur­inn fór út fyrir refsiramma efna­hags­brota vegna ítrek­aðra brota Hreið­ars, segir í frétt RÚV. Finnur Vil­hjálms­son sak­sókn­ari fór fram á að farið yrði út fyrir refsirammann í þessu máli og að Hreið­ari Má yrði gerð auka refs­ing um 12 til 15 mán­uði til við­bót­ar. Brot hans í þetta sinn væri alvar­legt trún­að­ar­brot og það fyrsta þar sem hann hafi auðg­ast per­sónu­lega. Farið var fram á 6 til 9 mán­aða fang­elsi yfir Guð­nýju Örn­u. 

Hreið­­ari Má var gefið að sök að hafa mis­­notað aðstöðu sína gróf­­­lega með því að láta Kaup­­þing veita einka­hluta­­fé­lagi sínu tæp­­lega 600 millj­­óna króna ein­greiðslu­lán, sem hann hafi fengið án þess að fyrir lægi sam­­þykki stjórnar eða full­nægj­andi trygg­ing. Á­kæran var gefin út í sept­em­ber 2016.

Auglýsing

Hreiðar hafi svo keypt hluta­bréf í bank­­anum fyrir 246 millj­­ónir í eigin nafni sam­­kvæmt kaup­rétti. Þetta gerð­ist þann 6. ágúst 2008. Sama dag hafi svo einka­hluta­­fé­lag hans sjálfs keypt hlut­ina af honum fyrir 572 millj­­ónir króna, sem var fjár­­­magnað með lán­inu sem hann fékk hjá Kaup­­þingi. Mis­­mun­­ur­inn, 324 millj­­ónir króna, rann svo inn á banka­­reikn­ing Hreið­­ars Más seinna í sama mán­uði og hann hafi því grætt þá upp­­hæð á við­­skipt­un­­um. Lánið var á gjald­daga árið 2011, en þá var búið að taka einka­hluta­­fé­lagið til gjald­­þrota­­skipta. 

Í ákærunni sagði að hafa yrði í huga við hvaða aðstæður og á hvaða tíma þetta átti sér stað, hluta­bréfa­verð hefði fallið veru­­lega á þessum tíma. 

Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari sagði í ákærunni að Hreiðar Már hefði á þessum tíma búið yfir inn­­herj­­a­­upp­­lýs­ingum um að skráð mark­aðs­verð hluta­bréfa í bank­­anum hefði ekki gefið rétta mynd af verð­­mæti þeirra heldur verið hærri en efni stóðu til vegna „langvar­andi og stór­­felldrar mark­aðs­mis­­­not­k­unar með hluta­bréf í bank­an­um“ frá nóv­­em­ber 2007, sem hann sjálfur átti þátt í. 

Guðný Arna var ákærð fyrir hlut­­deild í umboðs­svik­­um. Hún var sögð hafa aðstoðað við að koma þeim fram, sér­­stak­­lega með fyr­ir­­mælum og sam­­skiptum við lægra setta starfs­­menn bank­ans um upp­­­gjör og frá­­­gang vegna verð­bréfa­við­­skipta og lán­veit­inga til félags Hreið­­ars Más. Hún hefði vitað eða henni ekki getað dulist að ófull­nægj­andi trygg­ingar væru fyrir lán­veit­ing­u. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent