Íslandsbanki hagnast um 9,2 milljarða á níu mánuðum en arðsemi dregst saman

Alls lánaði Íslandsbanki út 175,6 milljarða króna í ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins. Vaxtatekjur jukust og virði útlána hækkaði en þóknanatekjur drógust saman.

islandsbanki-7_9954285936_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki hagn­að­ist um 9,2 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Það er lak­ari afkoma en var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn nam 10,1 millj­arði króna. Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, dróst einnig saman milli ára. Hún var 7,7 pró­sent í fyrra en var 7,1 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum þessa árs.

Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu sem Íslands­banki sendi frá sér í morg­un.

Íslands­banki jók hreinar vaxta­tekjur sínar milli ára um 4,3 pró­sent og vaxta­munur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018 er sá sami og hann var á sama tíma­bili árið 2017, eða 2,9 pró­sent. Þá skil­aði virð­is­breyt­ing á útlánum meiri hagn­aði í ár en í fyrra og mun­aði þar 1,3 millj­arði króna.

Hreinar þókn­ana­tekjur Íslands­banka dróg­ust hins vegar umtals­vert saman milli ára, eða um 13,5 pró­sent. Þær voru 10,1 millj­arður króna í fyrra sam­an­borið við 8,7 millj­arða króna það sem af er árinu 2018.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að stjórn­un­ar­kostn­aður Íslands­banka hafi auk­ist um 4,5 pró­sent og að það skýrist einkum af samn­ings­bundnum launa­hækk­unum auk kostn­aðar vegna inn­leið­ingar á nýju grunn­kerfi bank­ans.

Þá juk­ust útlán til við­skipta­vina um 10,6 pró­sent milli ára, eða um 80,4 millj­arða króna og eru nú 836 millj­arðar króna. Ný útlán á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru 175,6 millj­arðar króna.

Alls eru eignir Íslands­banka 1.163 millj­arðar króna og skuldir bank­ans 988 millj­arðar króna. Eigið fé hans er því 174,6 millj­arðar króna.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent