Íslandsbanki hagnast um 9,2 milljarða á níu mánuðum en arðsemi dregst saman

Alls lánaði Íslandsbanki út 175,6 milljarða króna í ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins. Vaxtatekjur jukust og virði útlána hækkaði en þóknanatekjur drógust saman.

islandsbanki-7_9954285936_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki hagn­að­ist um 9,2 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Það er lak­ari afkoma en var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn nam 10,1 millj­arði króna. Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, dróst einnig saman milli ára. Hún var 7,7 pró­sent í fyrra en var 7,1 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum þessa árs.

Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu sem Íslands­banki sendi frá sér í morg­un.

Íslands­banki jók hreinar vaxta­tekjur sínar milli ára um 4,3 pró­sent og vaxta­munur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018 er sá sami og hann var á sama tíma­bili árið 2017, eða 2,9 pró­sent. Þá skil­aði virð­is­breyt­ing á útlánum meiri hagn­aði í ár en í fyrra og mun­aði þar 1,3 millj­arði króna.

Hreinar þókn­ana­tekjur Íslands­banka dróg­ust hins vegar umtals­vert saman milli ára, eða um 13,5 pró­sent. Þær voru 10,1 millj­arður króna í fyrra sam­an­borið við 8,7 millj­arða króna það sem af er árinu 2018.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að stjórn­un­ar­kostn­aður Íslands­banka hafi auk­ist um 4,5 pró­sent og að það skýrist einkum af samn­ings­bundnum launa­hækk­unum auk kostn­aðar vegna inn­leið­ingar á nýju grunn­kerfi bank­ans.

Þá juk­ust útlán til við­skipta­vina um 10,6 pró­sent milli ára, eða um 80,4 millj­arða króna og eru nú 836 millj­arðar króna. Ný útlán á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru 175,6 millj­arðar króna.

Alls eru eignir Íslands­banka 1.163 millj­arðar króna og skuldir bank­ans 988 millj­arðar króna. Eigið fé hans er því 174,6 millj­arðar króna.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent