Íslandsbanki hagnast um 9,2 milljarða á níu mánuðum en arðsemi dregst saman

Alls lánaði Íslandsbanki út 175,6 milljarða króna í ný útlán á fyrstu níu mánuðum ársins. Vaxtatekjur jukust og virði útlána hækkaði en þóknanatekjur drógust saman.

islandsbanki-7_9954285936_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki hagn­að­ist um 9,2 millj­arða króna eftir skatta á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018. Það er lak­ari afkoma en var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn nam 10,1 millj­arði króna. Arð­semi eigin fjár bank­ans, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, dróst einnig saman milli ára. Hún var 7,7 pró­sent í fyrra en var 7,1 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum þessa árs.

Þetta kemur fram í afkomutil­kynn­ingu sem Íslands­banki sendi frá sér í morg­un.

Íslands­banki jók hreinar vaxta­tekjur sínar milli ára um 4,3 pró­sent og vaxta­munur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2018 er sá sami og hann var á sama tíma­bili árið 2017, eða 2,9 pró­sent. Þá skil­aði virð­is­breyt­ing á útlánum meiri hagn­aði í ár en í fyrra og mun­aði þar 1,3 millj­arði króna.

Hreinar þókn­ana­tekjur Íslands­banka dróg­ust hins vegar umtals­vert saman milli ára, eða um 13,5 pró­sent. Þær voru 10,1 millj­arður króna í fyrra sam­an­borið við 8,7 millj­arða króna það sem af er árinu 2018.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að stjórn­un­ar­kostn­aður Íslands­banka hafi auk­ist um 4,5 pró­sent og að það skýrist einkum af samn­ings­bundnum launa­hækk­unum auk kostn­aðar vegna inn­leið­ingar á nýju grunn­kerfi bank­ans.

Þá juk­ust útlán til við­skipta­vina um 10,6 pró­sent milli ára, eða um 80,4 millj­arða króna og eru nú 836 millj­arðar króna. Ný útlán á fyrstu níu mán­uðum árs­ins voru 175,6 millj­arðar króna.

Alls eru eignir Íslands­banka 1.163 millj­arðar króna og skuldir bank­ans 988 millj­arðar króna. Eigið fé hans er því 174,6 millj­arðar króna.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent