Kaup Icelandair á WOW tekin fyrir á hluthafafundi 30. nóvember

Kaup Icelandair eru meðal annars háð samþykkti hluthafafundar.

Icelandair WOW air
Auglýsing

Hlut­hafa­fundur hjá Icelandair fer fram 30. nóv­em­ber þar sem fjallað verður um kaup félags­ins á WOW air og lögð fyrir fund­inn til sam­þykk­is. 

Á fund­inum verður fjallað um þrjár til­lög­ur, sam­kvæmt til­kynn­ingu Icelandair til kaup­hallar. Fyrir utan sam­þykki hlut­hafa­fundar á köp­unum eru það til­lögur um heim­ild stjórnar um hluta­fjár­hækkun fyrir kaup­verð­inu og síðan til­laga um heim­ild um hluta­fjár­hækkun

„Stjórn félags­ins er heim­ilt að hækka hlutafé félags­ins um allt að kr. 334.905.779 að nafn­verði (krónur þrjú­hund­ruð þrá­tíu og fjórar millj­ónir níu­hund­ruð og fimm þús­und sjöhund­ruð sjö­tíu og níu), með áskrift nýrra hluta. Gengi skal vera sam­kvæmt kaup­samn­ingi um kaup á WOW. Hlut­irnir skulu til­heyra sama hluta­flokki og annað hlutafé í félag­inu. Hlut­hafar hafa ekki for­gangs­rétt til áskriftar að hinum nýju hlut­um. Hinir nýju hlutir skulu veita rétt­indi í félag­inu frá skrá­setn­ing­ar­degi hluta­fjár­hækk­un­ar­inn­ar. Stjórn getur sett nán­ari reglur um sölu hlut­anna. Heim­ild stjórnar til hluta­fjár­hækk­unar sam­kvæmt þess­ari máls­grein fellur niður þann 1.12.2019 að því marki sem hún er þá enn ónot­uð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Kaupin voru meðal ann­ars gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og nið­ur­stöðu áreið­an­leika­könn­un­ar. 

Sem gagn­gjald fyrir hlutafé WOW Air munu hlut­hafar WOW air, að upp­fylltum skil­yrð­um, eign­ast alls 272.341.867 hluti eða sem sam­svarar um 5,4% hluta­fjár Icelandair Group eftir við­skipt­in. Þar af eru 178.066.520 hlutir eða sem nemur 3,5% hluta­fjár gagn­gjald fyrir hið selda hluta­fé. „Það gagn­gjald getur hækkað í 4,8% og lækkað í 0,0% út frá ákveðnum for­sendum í tengslum við áreið­an­leika­könn­un. 94.275.347 hlutir eða sem sam­svarar 1,8% hluta­fjár eru gefin út til selj­enda vegna breyt­ingar á víkj­andi láni í hluta­fé. Selj­endur hafa skuld­bundið sig til að halda hlutum sínum í Icelandair Group í a.m.k. 6 mán­uði og helm­ing hlut­anna í a.m.k. 6 mán­uði til við­bót­ar,“ sagði í til­kynn­ingu vegna kaupanna. 

Á hlut­hafa­fund­inum 30. nóv­em­ber verður fjallað um heim­ild stjórnar til að hækka hluta­féð. 

„Stjórn félags­ins er heim­ilt að hækka hlutafé félags­ins um allt að kr. 625.000.000,- að nafn­verði (krónur sex­hund­ruð­tutt­uguog­fimmmillj­ón­ir). Stjórn skal ákvarða útboðs­gengi og greiðslu­kjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heim­ildin verður nýtt. Stefnt er að því að hlut­irn­ir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups, sem eru hlut­hafar í félag­inu í dags­lok 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. Hlut­irnir til­heyra sama hluta­flokki og annað hlutafé í félag­inu. Um hömlur á við­skipti með hina nýju hluti og skyldu til inn­lausnar gilda sam­þykktir félags­ins og gild­andi lög. Hinir nýju hlutir skulu veita rétt­indi í félag­inu frá skrá­setn­ing­ar­degi hluta­fjár­hækk­un­ar­inn­ar. Stjórn getur sett nán­ari reglur um sölu hlut­anna. Heim­ild stjórnar til hluta­fjár­hækk­unar sam­kvæmt þess­ari máls­grein fellur niður 1.12.2019 að því marki sem hún er þá enn ónot­uð,“ segir í til­kynn­ing­unni.Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent