Samherji: Sjö ára aðför Seðlabankans lokið og bankinn beðið afhroð

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja var dæmd ógild.

Samherji
Auglýsing

Hæsti­réttur stað­festi í dag dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, þar sem sú ákvörðun Seðla­banka Íslands að sekta útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja, upp á 15 millj­ónir króna, var dæmd ógild. 

Í til­efni af þessum dómi skrifa Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri og Krist­ján Vil­helms­son útgerð­ar­stjóri, sem jafn­framt eru stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins, bréf til starfs­manna, sem birt hefur verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Þar þakka þeir starfs­mönnum fyrir tryggð­ina og sam­heldn­ina.

„Með dómi Hæsta­réttar Íslands í dag lauk máli Seðla­banka Íslands á hendur Sam­herja. Með þessum dómi lýkur end­an­lega tæp­lega sjö ára aðför Seðla­bank­ans á hendur Sam­herja. Öllum full­yrð­ingum og ásök­unum Seðla­bank­ans á hendur Sam­herja og starfs­fólki okkar hefur verið hnekkt og bank­inn beðið afhroð.

Auglýsing

Okkur er efst í huga þakk­læti til ykkar kæru starfs­menn.  Þið sem hafið staðið þétt við bakið á okkur í gegn um árin. Það er þung­bært að sitja undir ásök­unum jafn valda­mik­illar stofn­unar og Seðla­banka  Íslands.  Með slíkum þunga getur verið auð­velt að brjóta niður sam­stöðu fólks. Takk kæru starfs­menn fyrir stuðn­ing­inn og alla vinn­una sem þið hafið lagt á ykk­ur. Við viljum líka þakka fyrir að þið mis­stuð aldrei trúna á okkur og að við höfum lagt okkur fram um að vinna störf okkar í sam­ræmi við lög og regl­ur. Við unnum ásamt ykkur heið­ar­lega og sam­visku­sam­lega að rekstri okkar fyr­ir­tækis á tímum sem eiga sér ekki hlið­stæðu á Ísland­i.   Sam­staða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt­. Takk fyr­ir.“

Málið hófst með hús­leit í höf­uð­stöðvum Sam­herja 27. mars 2012, en um 25 starfs­menn gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara tóku þátt í aðgerð­un­um. 

Dóm­arar í mál­inu voru Þor­geir Örlygs­son, Greta Bald­urs­dótt­ir, Markús Sig­ur­björns­son, Ólafur Börkur Þor­valds­son og Viðar Már Matth­í­as­son.

Lög­maður Seðla­banka Íslands var Steinar Þór Guð­geirs­son og fyrir Sam­herja Garðar G. Gísla­son.

Seðla­banki Íslands var dæmdur til að greiða Sam­herja 1,2 millj­ónir í máls­kostn­að.

Brynjólfur Bjarnason orðinn stjórnarformaður Arion banka
Herdís Dröfn Fjeldsted er varaformaður stjórnar.
Kjarninn 20. mars 2019
Vond staða Boeing versnar
Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.
Kjarninn 20. mars 2019
Katrín Oddsdóttir
Austurvöllur okkar allra
Leslistinn 20. mars 2019
Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.
Kjarninn 20. mars 2019
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins Akranesi – In memoriam
Kjarninn 20. mars 2019
Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent