Samherji: Sjö ára aðför Seðlabankans lokið og bankinn beðið afhroð

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja var dæmd ógild.

Samherji
Auglýsing

Hæsti­réttur stað­festi í dag dóm Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, þar sem sú ákvörðun Seðla­banka Íslands að sekta útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja, upp á 15 millj­ónir króna, var dæmd ógild. 

Í til­efni af þessum dómi skrifa Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri og Krist­ján Vil­helms­son útgerð­ar­stjóri, sem jafn­framt eru stærstu eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins, bréf til starfs­manna, sem birt hefur verið á vef fyr­ir­tæk­is­ins. Þar þakka þeir starfs­mönnum fyrir tryggð­ina og sam­heldn­ina.

„Með dómi Hæsta­réttar Íslands í dag lauk máli Seðla­banka Íslands á hendur Sam­herja. Með þessum dómi lýkur end­an­lega tæp­lega sjö ára aðför Seðla­bank­ans á hendur Sam­herja. Öllum full­yrð­ingum og ásök­unum Seðla­bank­ans á hendur Sam­herja og starfs­fólki okkar hefur verið hnekkt og bank­inn beðið afhroð.

Auglýsing

Okkur er efst í huga þakk­læti til ykkar kæru starfs­menn.  Þið sem hafið staðið þétt við bakið á okkur í gegn um árin. Það er þung­bært að sitja undir ásök­unum jafn valda­mik­illar stofn­unar og Seðla­banka  Íslands.  Með slíkum þunga getur verið auð­velt að brjóta niður sam­stöðu fólks. Takk kæru starfs­menn fyrir stuðn­ing­inn og alla vinn­una sem þið hafið lagt á ykk­ur. Við viljum líka þakka fyrir að þið mis­stuð aldrei trúna á okkur og að við höfum lagt okkur fram um að vinna störf okkar í sam­ræmi við lög og regl­ur. Við unnum ásamt ykkur heið­ar­lega og sam­visku­sam­lega að rekstri okkar fyr­ir­tækis á tímum sem eiga sér ekki hlið­stæðu á Ísland­i.   Sam­staða ykkar hjálpar okkur að halda áfram þegar að okkur er sótt­. Takk fyr­ir.“

Málið hófst með hús­leit í höf­uð­stöðvum Sam­herja 27. mars 2012, en um 25 starfs­menn gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara tóku þátt í aðgerð­un­um. 

Dóm­arar í mál­inu voru Þor­geir Örlygs­son, Greta Bald­urs­dótt­ir, Markús Sig­ur­björns­son, Ólafur Börkur Þor­valds­son og Viðar Már Matth­í­as­son.

Lög­maður Seðla­banka Íslands var Steinar Þór Guð­geirs­son og fyrir Sam­herja Garðar G. Gísla­son.

Seðla­banki Íslands var dæmdur til að greiða Sam­herja 1,2 millj­ónir í máls­kostn­að.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent