Svíkja út gríðarlega háar fjárhæðir á Íslandi

Algengustu fjársvikin í dag eru svokölluð stjórnendasvik eða fyrirmælafölsun, þar sem erlendum glæpamönnum tekst að plata fjármálastjóra eða gjaldkera fyrirtækja, félaga eða stofnana til að leggja fjármuni inn á erlenda reikninga.

Þjófur - Hakkari Mynd: Rawpixel
Auglýsing

Svokölluð stjórn­enda­svik eða fyr­ir­mæla­föls­un, þar sem erlend­um ­glæpa­mönnum tekst að plata fjár­mála­stjóra eða gjald­kera fyr­ir­tækja, félaga eða stofn­ana til að leggja fjár­muni inn á erlenda reikn­inga, eru algeng­ustu fjár­svikin á net­inu. Þetta kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins í morg­un.

Sam­kvæmt frétt­inni hefur lög­reglan ekki yfir­lit yfir umfang­ið, ekki einu sinni þau til­vik sem eru til­kynnt, en það skiptir örugg­lega hund­ruðum millj­óna.

Hákon Lenn­art Aakerlund, net­ör­ygg­is­sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­an­um, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að svik sem þessi hafi ­auk­ist mikið eftir að gjald­eyr­is­höftin voru afnum­in. Að und­an­förnu hafi verið gerðar hnit­mið­aðar árásir á fyr­ir­tæki og íþrótta­fé­lög.

Auglýsing

Ein­beita sér að Íslandi núna

Hákon segir enn fremur að svika­til­raun­irnar komi í hrin­um. Þjófarnir ein­beiti sér aug­ljós­lega að Íslandi núna en færi sig hratt á milli landa. Þeir noti einkum tvær aðferðir til að und­ir­búa svik­in. Í fyrsta lagi leiti þeir á vef­síðum fyr­ir­tækja og félaga eftir upp­lýs­ingum um for­stjóra og fjár­mála­stjóra og hver ann­ist greiðsl­ur, nöfnum og net­föng­um.

Ann­ars vegar geta þeir komið fyrir óværum í tölvum stjórn­enda, að sögn Hákon­ar. Ekki þurfi tækni­kunn­áttu eða að fjár­festa í dýrum bún­aði til að ná árangri, aðeins að vera góður í því að semja svika­pósta og senda sem víð­ast.

Svik­ar­arnir fag­menn

Í frétt­inni kemur jafn­framt fram að upp­lýs­ing­arnar séu not­aðar til að senda gjald­kerum eða fjár­mála­stjórum trú­verðug fyr­ir­mæli í nafni hátt­setts stjórn­anda um greiðslur inn á erlenda reikn­inga. Þetta séu gjarnan afar óform­leg tölvu­bréf og þá sett með að þau séu send úr síma til þess að afsaka smá­vægi­legar vill­ur. Oft séu net­föngin höfð lík net­fangi við­kom­andi stjórn­anda. Beðið sé um að þetta sé gert fljótt og þrýst­ingnum haldið áfram með ítrek­un­um.

Ef gjald­ker­inn fram­kvæmir greiðsl­una en svikin upp­götvast fjót­lega hefur bank­inn mögu­leika á að stöðva yfir­færsl­una til erlenda bank­ans. Sá tími telst í klukku­stund­um. En ef búið er að leggja inn á erlenda reikn­ing­inn eru hverf­andi líkur á að hægt sé að ná pen­ing­unum til baka, segir í frétt Morg­un­blaðs­ins. 

Þrjófarnir hafa stöðugan aðgang að reikn­ing­unum og milli­færa strax eitt­hvað annað og áfram eftir þörfum til að fela slóð­ina eða taka pen­ing­ana út í reiðu­fé. Þórir Ingv­ars­son, lög­reglu­full­trúi hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að svik­ar­arnir séu fag­menn á sínu sviði, noti útibú sem ekki er fylgst mikið með og feli slóð sína.

Íslenskt sam­fé­lag við­kvæmt gagn­vart slíkum svikum

Þórir segir að íslenskt sam­fé­lag sé því miður nokkuð við­kvæmt gagn­vart slíkum svik­um. Kostur sé að búa í litlu sam­fé­lagi en það bjóði jafn­framt upp á þá galla að stjórn­endur og fjár­mála­stjórar séu oft í miklum og óform­legum sam­skipt­um. Svik­ar­arnir spili inn á það. Svikin fara fram hjá við­skipta­vinum bank­anna án aðkomu þeirra og bera bank­arnir ekki ábyrgð á þeim.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins kemur enn fremur fram að við­skipta­bank­arnir hafi sér­staka heim­ild hjá sam­keppn­is­yf­ir­völdum til að vinna saman í bar­átt­unni við fjár­svik á net­inu. Þeir hafi sam­vinnu við lög­regl­una og séu með tengsla­net erlend­is.

Núm­erum reikn­inga sem not­aðir eru í þessum svikum og öðrum upp­lýs­ingum sé safnað og þeim miðl­að. Þannig tak­ist að stöðva margar til­raunir til svika. Stærsta fjár­hæðin sem þannig hafi tek­ist að koma í veg fyrir að færi til svik­ara var nærri 60 millj­ónir krón­ur.

Stórar eða litlar upp­hæðir geti haft slæm áhrif á fjár­hag fyr­ir­tækja og félaga, allt eftir aðstæð­um. Þórir Ingv­ars­son segir við Morg­un­blaðið mik­il­vægt að fyr­ir­tæki, stofn­anir og félög sem oft sýsla með mikið fé hafi skýrt verk­lag um það hvernig greiðslur eru fram­kvæmd­ar. Ekki sé treyst á tölvu­póst ein­göngu heldur athugað á annan hátt hvort fyr­ir­mælin komi sann­ar­lega frá réttum aðila.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent