Svíkja út gríðarlega háar fjárhæðir á Íslandi

Algengustu fjársvikin í dag eru svokölluð stjórnendasvik eða fyrirmælafölsun, þar sem erlendum glæpamönnum tekst að plata fjármálastjóra eða gjaldkera fyrirtækja, félaga eða stofnana til að leggja fjármuni inn á erlenda reikninga.

Þjófur - Hakkari Mynd: Rawpixel
Auglýsing

Svokölluð stjórn­enda­svik eða fyr­ir­mæla­föls­un, þar sem erlend­um ­glæpa­mönnum tekst að plata fjár­mála­stjóra eða gjald­kera fyr­ir­tækja, félaga eða stofn­ana til að leggja fjár­muni inn á erlenda reikn­inga, eru algeng­ustu fjár­svikin á net­inu. Þetta kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins í morg­un.

Sam­kvæmt frétt­inni hefur lög­reglan ekki yfir­lit yfir umfang­ið, ekki einu sinni þau til­vik sem eru til­kynnt, en það skiptir örugg­lega hund­ruðum millj­óna.

Hákon Lenn­art Aakerlund, net­ör­ygg­is­sér­fræð­ingur hjá Lands­bank­an­um, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að svik sem þessi hafi ­auk­ist mikið eftir að gjald­eyr­is­höftin voru afnum­in. Að und­an­förnu hafi verið gerðar hnit­mið­aðar árásir á fyr­ir­tæki og íþrótta­fé­lög.

Auglýsing

Ein­beita sér að Íslandi núna

Hákon segir enn fremur að svika­til­raun­irnar komi í hrin­um. Þjófarnir ein­beiti sér aug­ljós­lega að Íslandi núna en færi sig hratt á milli landa. Þeir noti einkum tvær aðferðir til að und­ir­búa svik­in. Í fyrsta lagi leiti þeir á vef­síðum fyr­ir­tækja og félaga eftir upp­lýs­ingum um for­stjóra og fjár­mála­stjóra og hver ann­ist greiðsl­ur, nöfnum og net­föng­um.

Ann­ars vegar geta þeir komið fyrir óværum í tölvum stjórn­enda, að sögn Hákon­ar. Ekki þurfi tækni­kunn­áttu eða að fjár­festa í dýrum bún­aði til að ná árangri, aðeins að vera góður í því að semja svika­pósta og senda sem víð­ast.

Svik­ar­arnir fag­menn

Í frétt­inni kemur jafn­framt fram að upp­lýs­ing­arnar séu not­aðar til að senda gjald­kerum eða fjár­mála­stjórum trú­verðug fyr­ir­mæli í nafni hátt­setts stjórn­anda um greiðslur inn á erlenda reikn­inga. Þetta séu gjarnan afar óform­leg tölvu­bréf og þá sett með að þau séu send úr síma til þess að afsaka smá­vægi­legar vill­ur. Oft séu net­föngin höfð lík net­fangi við­kom­andi stjórn­anda. Beðið sé um að þetta sé gert fljótt og þrýst­ingnum haldið áfram með ítrek­un­um.

Ef gjald­ker­inn fram­kvæmir greiðsl­una en svikin upp­götvast fjót­lega hefur bank­inn mögu­leika á að stöðva yfir­færsl­una til erlenda bank­ans. Sá tími telst í klukku­stund­um. En ef búið er að leggja inn á erlenda reikn­ing­inn eru hverf­andi líkur á að hægt sé að ná pen­ing­unum til baka, segir í frétt Morg­un­blaðs­ins. 

Þrjófarnir hafa stöðugan aðgang að reikn­ing­unum og milli­færa strax eitt­hvað annað og áfram eftir þörfum til að fela slóð­ina eða taka pen­ing­ana út í reiðu­fé. Þórir Ingv­ars­son, lög­reglu­full­trúi hjá Lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að svik­ar­arnir séu fag­menn á sínu sviði, noti útibú sem ekki er fylgst mikið með og feli slóð sína.

Íslenskt sam­fé­lag við­kvæmt gagn­vart slíkum svikum

Þórir segir að íslenskt sam­fé­lag sé því miður nokkuð við­kvæmt gagn­vart slíkum svik­um. Kostur sé að búa í litlu sam­fé­lagi en það bjóði jafn­framt upp á þá galla að stjórn­endur og fjár­mála­stjórar séu oft í miklum og óform­legum sam­skipt­um. Svik­ar­arnir spili inn á það. Svikin fara fram hjá við­skipta­vinum bank­anna án aðkomu þeirra og bera bank­arnir ekki ábyrgð á þeim.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins kemur enn fremur fram að við­skipta­bank­arnir hafi sér­staka heim­ild hjá sam­keppn­is­yf­ir­völdum til að vinna saman í bar­átt­unni við fjár­svik á net­inu. Þeir hafi sam­vinnu við lög­regl­una og séu með tengsla­net erlend­is.

Núm­erum reikn­inga sem not­aðir eru í þessum svikum og öðrum upp­lýs­ingum sé safnað og þeim miðl­að. Þannig tak­ist að stöðva margar til­raunir til svika. Stærsta fjár­hæðin sem þannig hafi tek­ist að koma í veg fyrir að færi til svik­ara var nærri 60 millj­ónir krón­ur.

Stórar eða litlar upp­hæðir geti haft slæm áhrif á fjár­hag fyr­ir­tækja og félaga, allt eftir aðstæð­um. Þórir Ingv­ars­son segir við Morg­un­blaðið mik­il­vægt að fyr­ir­tæki, stofn­anir og félög sem oft sýsla með mikið fé hafi skýrt verk­lag um það hvernig greiðslur eru fram­kvæmd­ar. Ekki sé treyst á tölvu­póst ein­göngu heldur athugað á annan hátt hvort fyr­ir­mælin komi sann­ar­lega frá réttum aðila.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent