365 miðlar brutu reglur með vöruinnsetningu á áfengi í Ísskápastríði

Vöruinnsetning á áfengisvörumerkjunum Stella Artois og Adobe í annarri þáttaröð Ísskápastríðsins á Stöð 2 var ólögleg.

Ískápastríðið er í umsjón Evu Laufeyjar Kjaran og Guðmundar Benediktssonar.
Ískápastríðið er í umsjón Evu Laufeyjar Kjaran og Guðmundar Benediktssonar.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur lagt 750 þús­und króna stjórn­valds­sekt á 365 miðla fyrir að brjóta gegn fjöl­miðla­lögum um miðlun við­skipta­boða fyrir áfengi yfir 2,25 pró­sent styrk­leika í þátta­röð­inni Ísskápa­stríð­ið, sem sýnd var á Stöð 2 í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber 2017. Þetta kemur fram í ákvörðun nefnd­ar­innar sem tekin var 21. nóv­em­ber og birt í dag.

Allir þætt­irnir nema einn voru sýndir á sjón­varps­stöð­inni áður en að Sýn tók yfir rekstur henn­ar, en það gerð­ist í byrjun des­em­ber 2017.

Í nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefndar segir  að „líta megi á miðlun þáttar­að­ar­innar í heild sem eitt og sama brot­ið. Ljóst sé að 365 miðlar hafi fram­leitt alla þætt­ina og sýnt þá flesta, að einum und­an­skild­um. Líta megi til þess að ein­ungis vika hafi liðið frá eig­enda­skiptum að Stöð 2, þann 1. des­em­ber 2017, þar til síð­asti þátt­ur­inn í þátta­röð­inni Ísskápa­stríð hafi verið sýndur á Stöð 2. Því verði ábyrgð vegna sýn­ingar síð­asta þátt­ar­ins í fyrr­nefndri sjón­varps­þátta­röð ekki felld á Fjar­skipti hf, heldur hafi miðlun ann­arrar þáttar­aðar Ísskápa­stríðs, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017, verið á ábyrgð fjöl­miðla­veit­unnar 365 miðla.“

Auglýsing

Að því vitu væri það nið­ur­staða nefnd­ar­innar að „áber­andi fram­setn­ing áfengra vöru­teg­unda í annarri þátta­röð Ísskápa­stríðs, sem sýnd var á Stöð 2 í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber 2017, telj­ist til vöruinn­setn­inga fyrir vöru­merkin Stella Artois og Ado­be, sem falli undir hug­takið við­skipta­boð í skiln­ingi laga um fjöl­miðla. Hafi 365 miðlar ekki getað sýnt fram á með trú­verð­ugum hætti að þær vín­flöskur sem sýni­legar voru í þátta­röð­inni hafi ein­ungis verið hluti af leik­mynd og að 365 miðlar hafi greitt fyrir þær all­ar.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent