Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldssekt á Ríkisútvarpið

Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldssekt á Ríkisútvarpið vegna kostunar á dagskrárliðnum Saga HM á RÚV og vegna ófullnægjandi birtingar gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, HM 2018 á RÚV.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur lagt stjórn­valds­sekt upp á eina milljón króna á Rík­is­út­varpið vegna kost­unar á dag­skrár­liðnum Saga HM á RÚV og vegna ófull­nægj­andi birt­ingar gjald­skrár fyrir aug­lýs­ingar og kost­anir í tengslum við heims­meist­ara­mót karla í knatt­spyrnu, HM 2018 á RÚV. Þetta kemur fram á vef­síðu nefnd­ar­inn­ar. 

Í nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefndar kemur fram að Rík­is­út­varp­inu hafi verið óheim­ilt að kosta þátta­röð­ina Saga HM, sem sýnd var á RÚV á fjög­urra mán­aða tíma­bili í aðdrag­anda HM 2018. Telj­ist þátta­röðin ekki falla undir lög­bundnar und­an­tekn­ingar frá banni við kostun dag­skrár­efnis á RÚV og hafi Rík­is­út­varpið því með kostun þátt­anna brotið gegn 2. mgr. 7. gr. laga um Rík­is­út­varp­ið.

Þá hafi birt­ing gjald­skrár fyrir aug­lýs­ingar og kost­anir í tengslum við HM 2018 á RÚV verið ófull­nægj­andi og farið í bága við 5. mgr. 7. gr. laga um Rík­is­út­varp­ið. Fram kemur að Rík­is­út­varpið hafi sam­þykkt að gæta betur að sam­ræmdri birt­ingu fram­veg­is, þar með talið á vef félags­ins, og hafi þegar gert við­eig­andi úrbætur varð­andi birt­ingu gjald­skrár fyrir aug­lýs­ingar og kost­anir á vefn­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu RÚV varð­andi málið kemur fram að fjöl­miðla­nefnd hafi kom­ist að loka­nið­ur­stöðu vegna nokk­urra kvart­ana Sím­ans sem nefndin hefur haft til umfjöll­unar frá því í vor. Nið­ur­staðan hafi verið sú að öllum helstu kvört­unum fyr­ir­tæk­is­ins yfir RÚV, sem fjallað var um í fjöl­miðlum í sum­ar, sé vísað frá og sé það í sam­ræmi við frum­mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Segir jafn­framt að ekki sé tekið undir ásak­anir Sím­ans um að RÚV hafi beitt óeðli­legum aðferðum við sölu aug­lýs­inga á HM í sum­ar. Þannig sé hafnað ávirð­ingum um óeðli­leg skil­yrði fyrir lág­marks­kaup­um, kröfu um önnur við­skipti eða bind­ingu út árið. Einnig sé hafnað ásök­unum um að við­skipta­legar for­sendur aug­lýs­inga­sölu stjórni dag­skrá RÚV.

Fjöl­miðla­nefnd gerir hins vegar athuga­semd við fram­setn­ingu verð­skrár í tengslum við við­burði. Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að RÚV hafi þegar brugð­ist við og breytt fram­setn­ingu á vef­síðu sinni til sam­ræmis við ábend­ingar nefnd­ar­inn­ar. Þá kemst fjöl­miðla­nefnd að þeirri nið­ur­stöðu að þátta­röðin Saga HM flokk­ist ekki sem „af­leidd dag­skrá“ af mót­inu, eins og RÚV taldi vera, heldur sem sjálf­stæður þáttur sem hafi verið ótengdur HM-út­send­ing­un­um.

RÚV lýtur ákvörðun fjöl­miðla­nefndar

„Þetta er þrengri túlkun lag­anna en RÚV hefur talið. RÚV lýtur þó vita­skuld þess­ari ákvörðun fjöl­miðla­nefndar enda er mik­il­vægt að skýrar leik­reglur gildi um við­kvæmt hlut­verk RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði.

Minnt skal á að þó að útvarps­gjaldið standi undir hluta af starf­semi RÚV er fyr­ir­tæk­inu einnig ætl­að, sem fyrr, að sækja um það bil þriðj­ung tekna sinna til sölu aug­lýs­inga með þeim fjöl­mörgu tak­mörk­unum sem því hafa verið settar á síð­ustu árum,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Útvarps­stjóri sáttur við nið­ur­stöð­una

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri seg­ist vera sáttur við þessa nið­ur­stöðu. „Fjöl­miðla­nefnd tekur undir túlkun RÚV í öllu helsta umkvört­un­ar­efni Sím­ans. Í því felst við­ur­kenn­ing á mik­il­vægri stöðu RÚV á fjöl­miðla­mark­aði. Við leggjum áherslu á að fylgja þeim reglum sem gilda um þennan þátt starf­sem­innar rétt eins og starfs­fólk RÚV tekur hlut­verk sitt í almanna­þjón­ustu alvar­lega. Meg­in­á­herslan í starf­semi RÚV er að upp­lýsa, fræða og skemmta með sér­staka áherslu á menn­ingu þjóð­ar­innar og íslenska tungu. Und­an­farið höfum við skerpt enn frekar á almanna­þjón­ustu­hlut­verki okkar með því að efla menn­ing­ar­hluta RÚV og auka úrval og gæði efnis fyrir ungt fólk með Krakk­aRÚV og RÚV núll. Sam­hliða höfum við aukið vægi dýpri umræðu og frétta­skýr­inga,“ segir hann.

Hann segir það enn framur vera jákvætt að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hafi boðað auk­inn stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla og að RÚV vilji eiga í gjöf­ulu sam­starfi við þá og sjálf­stæða fram­leið­end­ur. „Í þeim til­gangi höfum við gert aðstöðu okkar aðgengi­lega öllum þessum aðilum og bjóðum aðstoð við að miðla íslensku efni þeirra í alþjóð­lega dreif­ingu. Íslenskir fjöl­miðl­ar, og menn­ing þjóð­ar­innar í heild sinni, eiga nú í sam­eig­in­legri sam­keppni við erlendar efn­isveitur og alheims­risa sem bjóða gríð­ar­legt magn afþrey­ingar á erlendri tungu. Á sama tíma soga þessir erlendu miðlar ætíð stærri hluta af því aug­lýs­ingafé sem er í umferð í hverju landi. Á slíkum tímum er mik­il­væg­ara en nokkru sinni að við stöndum saman og bjóðum upp á fram­úr­skar­andi efni þar sem okkar sögur eru sagðar á okkar tungu­máli.

Við viljum fjöl­breytta flóru einka­rek­inna miðla um leið og mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar er sam­mála um að öfl­ugt Rík­is­út­varp sé mik­il­vægt akk­eri í íslenskri menn­ingu og sam­fé­lags­legri umræð­u,“ segir Magnús Geir.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent