Formaður VR: „Hvar var FME?“

FME sendi frá sér yfirlýsingu, vegna umfjöllunar fjölmiðla um hlutverk lífeyrissjóða, en nú hefur formaður VR svarað því með því að beina spjótunum að FME.

Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson
Auglýsing

„Hvar var FME þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir tóku sér áber­andi stöðu með við­skipta­blokk Bakka­var­ar­bræðra eða ann­ara nafn­tog­aðra útrás­ar­vík­inga?“ segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, á Face­book síðu sinni

Í færsl­unni beinir hann spjót­unum að FME, en eins og greint var frá fyrr í dag þá sendi FME frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem áréttað er að ekki sé heim­ilt að nýta líf­eyr­is­sjóði með öðrum hætti en lögin um starf­semi þeirra segja til. 

Er í yfir­lýs­ing­unni vísað til umfjöll­unar fjöl­miðla, en gera má ráð fyrir að þar sé meðal ann­ars horft til umfjöll­unar frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Kveiks á RÚV, þar sem for­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, Drífa Snædal, for­seti ASÍ, Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, ræddu um stöð­una á vinnu­mark­að­i. 

Auglýsing

Ragnar Þór sagði þar meðal ann­ar­s: „Við erum líka aðilar að íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu. Við erum að borga hátt í 20 millj­­arða á ári í umsýslu­­kostnað inn í fjár­­­mála­­kerf­ið. Og af hverju getum við ekki sett fjár­­­mála­­kerfið okkar í verk­­fall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu – beinum þá til­­­mælum til okkar stjórn­­­ar­­manna að skrúfa fyrir allar fjár­­­fest­ingar á meðan óvissa eða samn­ingar eru laus­ir?“

Í til­kynn­ingu FME er það áréttað að ekki sé heim­ilt að nýta líf­eyr­is­sjóð­ina með öðrum hætti og lög segja til um, og að þau komi í veg fyrir að hægt að sé að nýta þá með öðrum hætt­i. 

Ragnar spyr í Face­book færslu sinni, hvar FME hafi ver­ið, þegar efna­hags­kerfið hrund­i. 

Orð­rétt segir Ragn­ar: „Eru það hags­munir sjóð­fé­laga að stjórn­endur kerf­is­ins sópi undir teppi eigin afglöpum í stað þess að skoða og rann­saka og verja raun­veru­lega hags­muni sjóð­fé­laga með gagn­rýnni hugsun og raun­veru­legri skoð­un?

Er virki­lega ekki meiri metn­aður í þessu kerfi en að sjóð­fé­lagar lifi sem skulda og vinnu­þrælar allt sitt líf til að fóðra óraun­hæfa ávöxt­un­ar­kröfu og hug­mynda­fræði sem gengur ekki upp þegar á reyn­ir? Hvar var FME þegar sjóð­irnir brutu lög með gjald­miðla braski sínu í aðdrag­anda hruns­ins?

Hvar var FME þegar líf­eyr­is­sjóð­irnir tóku sér áber­andi stöðu með við­skipta­blokk Bakka­var­ar­bræðra eða ann­ara nafn­tog­aðra útrás­ar­vík­inga?

Hva var FME þegar sömu bræður tóku tug millj­arða snún­ing á sjóð­unum þegar þeir voru blekktir til að selja á und­ir­verð­i? Hvar var FME þegar end­ur­skoð­endur kvitt­uðu uppá gjald­þrota banka­kerfi, sem þeir vissu að væri gjald­þrota? Hvar voru hags­munir sjóð­fé­laga og lög um líf­eyr­is­sjóði þá?

Hvar var FME þegar fjár­mála­kerfið dældi út ólög­legum geng­is­tryggðum lán­um? Hvar var FME þegar banki not­aði líf­eyr­is­sjóð í sinni umsjón til að fjár­festa í kís­il­verk­smiðju? Hvar var FME þegar við raun­veru­lega þurfti á þeim að halda til að verja hags­muni almenn­ings og sjóð­fé­laga líf­eyr­is­sjóð­anna.

Við­bragðs­hraði FME er nokkuð áhuga­verður þegar kemur að þeirri spurn­ingu hvort líf­eyr­is­sjóðir eigi að skrúfa fyrir fjár­fest­ingar í atvinnu­líf­inu þegar vinnu­deilur eru yfir­vof­andi eða átök.

Ekki heyrð­ist mikið í FME þegar sjóð­irnir okkar voru not­aðir sem opin veski útrás­ar­inn­ar! Ekki verður nú sagt að fer­il­skrá FME sé sér­lega glæsi­leg. Væri þá ekki ábyrg nálgun að fjár­festa ekki þegar óvissa er mik­il? Það er ekk­ert sem bannar það! Ekk­ert!“

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent