Icelandair hrynur í verði - Allt rautt í Kauphöll Íslands

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað skarpt það sem af er degi. Eldsneytissali WOW air hefur einnig lækkað mikið í verði.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Hluta­bréf í Icelandair hafa fallið um rúm­lega tólf pró­sent frá því að mark­aðir opn­uðu í morg­un. Ástæðan er sú að til­kynnt var um að félagið væri hætt við að kaupa WOW air, en það var gert fyrir opnum mark­aða í dag.

Til­kynn­ingin hefur haft mikil nei­kvæð áhrif á öll félög sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Þau hafa öll lækkað í verði í dag utan Heima­valla, sem er ódýrasta félagið í kaup­höll­inni. Það félag sem lækkað hefur næst mest er Festi, sem hét áður N1. Bréf þess hafa lækkað um alls sex pró­sent en Festi er elds­neyt­is­sali WOW air. Fram­tíð þess flug­fé­lags er nú í lausu lofti.

Icelandair greindi frá því í morgun að félagið væri hætt við að kaupa WOW air. í til­kynn­ingu þess sagð­i:„­Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á WOW air en kaup­­samn­ingur var und­ir­­rit­aður þann 5. nóv­­em­ber sl. Þetta er sam­eig­in­­leg nið­­ur­­staða beggja aðila.“

Auglýsing
Þar kom einnig fram að ólík­­­legt væri  stjórn Icelandair geti mælt með því við hlut­hafa félags­­ins að þeir sam­­þykki kaup­­samn­ing­inn, en ákvörðun um það átti að taka á hlut­hafa­fundi á morg­un, föstu­dag. „Þá hefur stjórn ekki í hyggju að leggja til við hlut­hafa­fund til­­lögu um að fresta ákvarð­ana­­töku um kaup­­samn­ing­inn. Í ljósi þess­­arar stöðu er það sam­eig­in­­leg nið­­ur­­staða beggja aðila að falla frá fyrr­­nefndum kaup­­samn­ing­i.

Hlut­hafa­fundur Icelandair Group verður hald­inn föst­u­dag­inn 30. nóv­­em­ber eins og áður hefur verið aug­lýst. Á fund­inum liggur fyrir til­­laga um heim­ild stjórnar til að auka hlutafé Icelandair Group.“

Fréttin var upp­færð klukkan 11:30

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent