Frosti Sigurjónsson skipaður formaður starfshóps um sértækar aðgerðir til íbúðarkaupa

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað Frosta Sigurjónsson formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hefur skipað Frosta Sig­ur­jóns­son for­mann starfs­hóps sem útfæra á sér­tækar aðgerðir til að auð­velda ungu og tekju­lágu fólki að kaupa sér íbúð­ar­hús­næði. Hóp­ur­inn er stofn­aður í fram­haldi af til­lögu ráð­herra sem sam­þykkt var á fundi rík­is­stjórnar nýlega.

Þetta kemur fram í frétt vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

Í starfs­hópnum eiga einnig sæti full­trúar frá Íbúða­lána­sjóði, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Í frétt­inni kemur jafn­framt fram að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar segi að ráð­ist verði í aðgerðir til að lækka lækka þrösk­uld ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næð­is­mark­að­inn og end­ur­skoða í því skyni stuðn­ings­kerfi hins opin­bera þannig að stuðn­ing­ur­inn nýt­ist fyrst og fremst þessum hóp­um. Meðal ann­ars verði skoð­aðir mögu­leikar á því að nýta líf­eyr­is­sparnað til þessa.

„Vel­ferð­ar­ráðu­neytið í sam­vinnu við Íbúða­lána­sjóð hefur um skeið unnið að kort­lagn­ingu ýmissa úrræða sem stjórn­völd í nágranna­löndum okkar bjóða tekju­lágum á hús­næð­is­mark­aði og hafa gefið góða raun. Hafa sjónir beinst sér­stak­lega að til­teknum leiðum sem farnar hafa verið í Sviss og Nor­egi og gef­ist vel,“ segir í frétt­inn­i. 

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent