Ríkið dæmt skaðabótaskylt vegna ólöglegrar úthlutunar makrílkvóta

Hæstiréttur snéri dómi héraðsdóms.

7DM_2281_raw_0599.JPG
Auglýsing

Hæstirétt­ur Íslands hef­ur dæmt ís­­lenska ríkið skaða­bóta­­skylt gagn­vart út­­gerð­unum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja. 

Dómar þess efn­is, í tveimur aðskildum mál­um, féllu í Hæsta­rétti í dag, en þar með var sýknu­dómi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur snú­ið.

Engar bætur voru þó dæmdar til útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna heldur ein­ungis við­ur­kennd bóta­skylda. Næsta mál á dag­skrá hjá fyr­ir­tækj­unum er þá að höfða skaða­bóta­mál.

Auglýsing

Ráð­gjaf­­ar- og end­­ur­­skoð­un­­ar­­fyr­ir­tækið Deloitte tel­ur hagn­að­ar­missi fé­lag­anna nema rúm­um 2,6 millj­­örðum króna.

Útgerð­ar­fé­lög­in kröfð­ust við­ur­­­kenn­ing­ar á skaða­bóta­­skyldu ís­­lenska rík­­is­ins vegna fjár­­tjóns sem fé­lög­in töldu sig hafa orðið fyr­ir vegna úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Snérist málið um það fiski­­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um á mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­­kvæmt lög­­­um.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent