Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós

Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Auglýsing

Gott reglu­verk og öfl­ugt eft­ir­lit, hag­kvæmni í banka­rekstri og traust eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja eru þær þrjár meg­in­stoðir sem fram­tíð­ar­sýn íslensks fjár­mála­kerfis þarf að mót­ast af. Þetta er nið­ur­staða starfs­hóps sem skip­aður var í febr­úar til að vinna hvít­bók um fjár­mála­kerfið en hóp­ur­inn hefur lokið störfum og skilað skýrslu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Frá þessu er greint í frétt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.

Mark­miðið með skipun starfs­hóps­ins var að skapa traustan grund­völl fyrir umræðu, stefnu­mörkun og ákvarð­ana­töku um mál­efni er varða fjár­mála­kerf­ið, fram­tíð­ar­gerð þess og þró­un. Mun fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra óska eftir því að efnt verði til umræðu á Alþingi um efni skýrsl­unnar í upp­hafi vor­þings, auk þess sem hún verður tekin til umfjöll­unar í efna­hags- og við­skipta­nefnd. Einnig verður hvít­bókin birt á sam­ráðs­gátt stjórn­valda og umsagna óskað um efni henn­ar. Í kjöl­farið munu stjórn­völd vinna að til­lögum um breyt­ing­ar.

Auglýsing

Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins og hæsta­rétt­ar­lög­maður er for­maður hóps­ins, en auk hans sitja í honum Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur, laus­fjár­á­hætta, fjár­mála­fyr­ir­tæki, á fjár­mála­stöð­ug­leika­sviði Seðla­banka Íslands, Guð­jón Rún­ars­son, lög­maður og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Oli­ver Wyman í Sví­þjóð. Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, for­stöðu­maður hjá Icelandair var einnig skipuð í hóp­inn og starf­aði með honum fram á haust.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins kemur fram að í hvít­bók­inni sé fjallað um þau stakka­skipti sem orðið hafa á reglu­verki um fjár­mála­kerfi heims­ins frá því alþjóð­lega banka­kreppan reið yfir. Það birt­ist meðal ann­ars í alþjóð­legum reglum sem inn­leiddar hafa verið í svip­aðri mynd hér á landi og í flestum þró­uðum ríkjum heims. 

„Dregið hefur veru­lega úr áhættu í íslenska banka­kerf­inu, bankar eru betur í stakk búnir að takast á við áföll, eft­ir­lit er sterkara og við­bragðs­á­ætlun hefur verið mót­uð. Leggur starfs­hóp­ur­inn áherslu á að ákvörðun verði tekin um að draga varn­ar­línu vegna fjár­fest­inga­banka­starf­semi við­skipta­banka og að komið verði á fót mið­lægum skulda­grunni sem nýtt­ist stjórn­völdum og fjár­mála­fyr­ir­tækjum við að afla betri upp­lýs­inga um skuld­setn­ingu heim­ila og fyr­ir­tækja. Einnig er bent á að virk sam­keppni og öfl­ugt aðhald við­skipta­vina sé lyk­il­for­senda þess að hag­ræð­ing skili sér til neyt­enda og lít­illa fyr­ir­tækja. Þessir þættir séu mik­il­vægir til þess að traust bygg­ist upp að nýju á íslenska fjár­mála­kerf­in­u,“ segir í frétt­inn­i. 

Í hvít­bók­inni er bent á að fjár­mála­þjón­usta á sann­gjörnum kjörum sé mik­il­vægt hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja en í könnun sem gerð var fyrir starfs­hóp­inn nefndu svar­endur lægri vexti og betri kjör oftast, þegar spurt var hvaða breyt­ingar væru helst til þess fallnar að auka traust til banka­kerf­is­ins. Í þessu sam­hengi dregur hóp­ur­inn fram mik­il­vægi þess að gera grein­ar­mun á vaxta­stigi og vaxta­mun. Háir útlána­vextir end­ur­spegla að nokkru leyti háa stýri­vexti sem eru hluti af ytra umhverfi bank­anna en skil­virkni í banka­rekstri í vaxta­mun og þjón­ustu­gjöld­um.

Í skýrsl­unni kemur fram að smæð mark­að­ar­ins, háir skattar og tölu­vert miklar eig­in­fjár­kröfur valdi álagi sem hefur verið nefnt „Ís­lands­á­l­ag“. Mark­að­inn sé erfitt að stækka án auk­innar áhættu eða með því að breyta gjald­mið­ils­fyr­ir­komu­lagi og eig­in­fjár­kröfur ráð­ist af mati á ýmis­konar áhættu. Því sé erfitt að draga úr þeim kostn­aði til skamms tíma lit­ið. Hins vegar sé hægt að draga úr rekstr­ar­kostn­aði með auknu sam­starfi um rekstur fjár­mála­inn­viða og lækkun sér­tækra skatta. Slíkar aðgerðir séu í höndum stjórn­valda og bank­anna sjálfra en virk sam­keppni og neyt­enda­vernd auki líkur á að ábati hag­ræð­ingar skili sér til neyt­enda.

Í hvít­bók­inni er vikið að breyt­ingum á eign­ar­haldi rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem munu hafa tölu­verð áhrif á fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins. Fram kemur að til staðar sé styrk umgjörð reglu­verks og eft­ir­lit miði að því að tryggja heil­brigt eign­ar­hald með kröfum til virkra eig­enda og tak­mörk­unum á áhrifum eig­enda. ­Tekið er fram að rök séu fyrir því að dregið verði úr víð­tæku eign­ar­haldi rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum til þess að draga úr áhættu, fórn­ar­kostn­aði og nei­kvæðum sam­keppn­is­á­hrif­um. Í aðdrag­anda sölu bank­anna sé ástæða til að setja í for­gang lækkun sér­tækra skatta og lög­fest­ingu varn­ar­línu. Þá sé mik­il­vægt að stjórn­völd hugsi heild­stætt um fram­tíð­ar­eign­ar­hald þar sem fjöl­breytt eign­ar­hald sé til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu.

Kjarn­inn mun fjalla nánar um hvít­bók­ina í ítar­legri frétta­skýr­ingu í kvöld.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent