Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air

Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.

Primera air
Primera air
Auglýsing

Ferða­skrif­­stof­ur Tra­velco, áður Prim­vera Tra­vel, töp­uðu fimm millj­­örðum króna á falli flug­­­fé­lags­ins Pri­­mera Air, að sögn Andra Más Ing­­ólfs­­son­­ar, for­stjóri og stærsti eig­anda Pri­mera air og Tra­velco. Þetta kemur fram í við­tali við Andra Már í Við­skipta­­blaðið í dag.

Arion banki vildi nýtt félag

Mánu­dag­inn 1. októ­ber var greint frá því að flug­fé­lagið Pri­mera Air væri á leið í þrot. Í til­­kynn­ing­unni um gjald­þrot Pri­mera air kom fram að  ferða­­­skrif­­­stofur Pri­­­mera Tra­vel Group töp­uðu háum fjár­­­hæðum vegna fluga sem greidd höfðu verið til flug­­­­­fé­lags­ins en voru ekki flog­in. Andri segir í við­tal­inu við Við­skipta­blaðið að óskað var eftir gjald­þrota­skiptum þegar ljóst var að Arion banki myndi ekki styrkja frekar við rekstur flug­fé­lags­ins. Þá hafi bank­inn þrýst á um að ferða­skrif­stofur Pri­mera Tra­vel Group yrðu færðar í nýtt félag. Því var stofnað nýtt eign­ar­halds­fé­lag, Tra­velco, með millj­arð í nýju hlutafé til að tryggja rekstur ferða­­­skrif­­­stof­anna.

Í kjöl­farið voru ferða­skrif­stofur Pri­mera sam­stæð­urnar færðar yfir í Tra­velco sem tók þá yfir skuldir félags­ins við Arion Banka. Rekstur allra fyr­ir­tækj­anna var fluttur undir Tra­velco og ferða­skrif­stof­urnar héldu áfram óbreyttum rekstri. 

Auglýsing

Millj­arða kröfur í þrota­búi Pri­mera

Þegar Pri­­mera Air hætti í októ­ber síð­­ast­lið­inn eftir fjórtán ár í rekstri og var flug­­­fé­lag­ið, ásamt dótt­­ur­­fé­lögum sínum í Dan­­mörku og Lett­landi, í kjöl­farið tekið til gjald­­þrota­­skipta. Stjórn­­endur flug­­­fé­lags­ins sögð­u að horfur á flug­­­mark­aði hefðu farið hratt versn­andi, með hækk­­andi olíu­­verði og lækk­­andi flug­­far­­gjöld­um, og ekki hefði tek­ist að tryggja félag­inu fjár­­­mögnun til langs tíma. ­­Arion banki þurfti að færa niður lán og greiða út ábyrgðir fyrir á bil­inu alls 1,3 til 1,8 millj­­arða króna vegna gjald­­þrots­ins en óvíst er hve miklar eignir munu finn­­ast í þrota­­búum félag­anna. 

Í októ­ber var greint frá því að kröfur í þrota­búi Pri­mera air væru komnar upp í 16,4 millj­­arða króna en eignir Pri­­mera eru metnar á um hálfan millj­­arð. Í kringum 500 dönsk fyr­ir­tæki og ein­stak­l­ingar höfðu þá lýst yfir kröfum í þrotabú flug­­­fé­lags­ins. Frá þessu var greint á danska mið­l­in­um Jyske Vest­kysten en ekki var ljóst hverjar end­an­leg­u ­töl­­urnar um kröf­­urnar og eign­­irnar eru. 

Segir að félagið væri enn í rekstri ef Arion banki hefði veitt brú­ar­fjár­mögn­un 

Andri Már ­seg­ir einnig í við­tal­inu að Pri­­mera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðu­bú­inn til að veita félag­inu brú­ar­fjár­mögnun líkt og staðið hafði til, þar til skulda­bréfa­út­boði félags­ins væri lok­ið. „Það er ljóst að ef sú fjár­mögnun hefði kom­ið, væri Pri­mera Air enn í rekstri,“ segir Andri Már.

Eigið fé Pri­mera air hafði hins­vegar verið nei­kvætt svo árum skiptir áður félagið fór í þrot.­Sem dæmi var það nei­­kvætt um 22,1 milljón evra í lok árs 2015, en það ár tap­aði félagið 12,6 millj­­ónum evra, og nei­­kvætt um 17,1 milljón evra í árs­­lok 2016. Gjald­þrot félags­ins kom því ekki líkt og þruma úr heið­skíru lofti en erfið staða flug­­­fé­lags­ins hafði verið mörgum ljós um nokk­­urt skeið.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent