Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum

Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.

vís
Auglýsing

For­maður til­nefn­ing­ar­nefnd VÍS, Sandra Hlíf Ocares, segir að engar heim­ildir séu í starfs­reglum nefnd­ar­innar sem heim­ili nefnd­ar­mönnum að skila sér­at­kvæði. Það sé skýrt í regl­unum að meiri­hluti atkvæða ræður nið­ur­stöð­u­m. 

Þetta kemur fram í athuga­semd frá Söndru sem send var vegna fréttar Kjarn­ans í morgun um afsögn Helgu Hlínar Hákon­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns VÍS, úr til­nefn­ing­ar­nefnd­inni vegna þess að sér­at­kvæði sem hún skil­aði um til­nefn­ingu til næstu stjórnar félags­ins skyldi ekki birt í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefnd­ar. Þá sagði Helga Hlín að til­nefn­ing­ar­nefndin hefði fundað án hennar við­veru og vit­neskju þegar ákvarð­anir um loka­skýrslu nefnd­ar­innar voru tekn­ar.

Auglýsing
Í athuga­semd Söndru seg­ir: „Í störfum nefnd­ar­innar voru allir nefnd­ar­menn boð­aðir með sama hætti til þeirra funda sem haldnir voru en nefnd­ar­mönnum er alltaf frjálst að boða for­föll. Öllum nefnd­ar­mönnum var gert kleift að koma sínum athuga­semdum og til­lögum að við vinnslu loka­skýrslu nefnd­ar­inn­ar. Varð­andi sér­at­kvæði nefnd­ar­manns við nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar þá er það skýrt í starfs­reglum að það sé meiri­hluti atkvæða sem ræður nið­ur­stöðum skv.  gr. 5.2 regln­anna og engar heim­ildir í regl­unum fyrir því að nefnd­ar­menn skili sér­at­kvæði. Í loka­skýrslu kemur skýrt fram að einn nefnd­ar­maður hafi ekki greitt atkvæði á sama hátt og meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin mun gera grein fyrir loka­skýrslu sinni á hlut­hafa­fundi VÍS í dag og fara þar ítar­lega yfir störf nefndar og rök­stuðn­ing.“

Til­­­nefn­ing­­ar­­nefnd VÍS lagði til að þau Gestur Breið­fjörð Gests­­son, Marta Guð­rún Blön­dal, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dótt­ir, Vald­i­mar Svav­­­ar­s­­son og Vil­hjálm­ur Eg­ils­­son verði kjörin í stjórn félags­­ins á hlut­hafa­fundi á eft­ir klukkan 16.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent