Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum

Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.

vís
Auglýsing

For­maður til­nefn­ing­ar­nefnd VÍS, Sandra Hlíf Ocares, segir að engar heim­ildir séu í starfs­reglum nefnd­ar­innar sem heim­ili nefnd­ar­mönnum að skila sér­at­kvæði. Það sé skýrt í regl­unum að meiri­hluti atkvæða ræður nið­ur­stöð­u­m. 

Þetta kemur fram í athuga­semd frá Söndru sem send var vegna fréttar Kjarn­ans í morgun um afsögn Helgu Hlínar Hákon­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns VÍS, úr til­nefn­ing­ar­nefnd­inni vegna þess að sér­at­kvæði sem hún skil­aði um til­nefn­ingu til næstu stjórnar félags­ins skyldi ekki birt í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefnd­ar. Þá sagði Helga Hlín að til­nefn­ing­ar­nefndin hefði fundað án hennar við­veru og vit­neskju þegar ákvarð­anir um loka­skýrslu nefnd­ar­innar voru tekn­ar.

Auglýsing
Í athuga­semd Söndru seg­ir: „Í störfum nefnd­ar­innar voru allir nefnd­ar­menn boð­aðir með sama hætti til þeirra funda sem haldnir voru en nefnd­ar­mönnum er alltaf frjálst að boða for­föll. Öllum nefnd­ar­mönnum var gert kleift að koma sínum athuga­semdum og til­lögum að við vinnslu loka­skýrslu nefnd­ar­inn­ar. Varð­andi sér­at­kvæði nefnd­ar­manns við nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar þá er það skýrt í starfs­reglum að það sé meiri­hluti atkvæða sem ræður nið­ur­stöðum skv.  gr. 5.2 regln­anna og engar heim­ildir í regl­unum fyrir því að nefnd­ar­menn skili sér­at­kvæði. Í loka­skýrslu kemur skýrt fram að einn nefnd­ar­maður hafi ekki greitt atkvæði á sama hátt og meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin mun gera grein fyrir loka­skýrslu sinni á hlut­hafa­fundi VÍS í dag og fara þar ítar­lega yfir störf nefndar og rök­stuðn­ing.“

Til­­­nefn­ing­­ar­­nefnd VÍS lagði til að þau Gestur Breið­fjörð Gests­­son, Marta Guð­rún Blön­dal, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dótt­ir, Vald­i­mar Svav­­­ar­s­­son og Vil­hjálm­ur Eg­ils­­son verði kjörin í stjórn félags­­ins á hlut­hafa­fundi á eft­ir klukkan 16.

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent