Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum

Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.

vís
Auglýsing

For­maður til­nefn­ing­ar­nefnd VÍS, Sandra Hlíf Ocares, segir að engar heim­ildir séu í starfs­reglum nefnd­ar­innar sem heim­ili nefnd­ar­mönnum að skila sér­at­kvæði. Það sé skýrt í regl­unum að meiri­hluti atkvæða ræður nið­ur­stöð­u­m. 

Þetta kemur fram í athuga­semd frá Söndru sem send var vegna fréttar Kjarn­ans í morgun um afsögn Helgu Hlínar Hákon­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns VÍS, úr til­nefn­ing­ar­nefnd­inni vegna þess að sér­at­kvæði sem hún skil­aði um til­nefn­ingu til næstu stjórnar félags­ins skyldi ekki birt í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefnd­ar. Þá sagði Helga Hlín að til­nefn­ing­ar­nefndin hefði fundað án hennar við­veru og vit­neskju þegar ákvarð­anir um loka­skýrslu nefnd­ar­innar voru tekn­ar.

Auglýsing
Í athuga­semd Söndru seg­ir: „Í störfum nefnd­ar­innar voru allir nefnd­ar­menn boð­aðir með sama hætti til þeirra funda sem haldnir voru en nefnd­ar­mönnum er alltaf frjálst að boða for­föll. Öllum nefnd­ar­mönnum var gert kleift að koma sínum athuga­semdum og til­lögum að við vinnslu loka­skýrslu nefnd­ar­inn­ar. Varð­andi sér­at­kvæði nefnd­ar­manns við nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar þá er það skýrt í starfs­reglum að það sé meiri­hluti atkvæða sem ræður nið­ur­stöðum skv.  gr. 5.2 regln­anna og engar heim­ildir í regl­unum fyrir því að nefnd­ar­menn skili sér­at­kvæði. Í loka­skýrslu kemur skýrt fram að einn nefnd­ar­maður hafi ekki greitt atkvæði á sama hátt og meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar.

Nefndin mun gera grein fyrir loka­skýrslu sinni á hlut­hafa­fundi VÍS í dag og fara þar ítar­lega yfir störf nefndar og rök­stuðn­ing.“

Til­­­nefn­ing­­ar­­nefnd VÍS lagði til að þau Gestur Breið­fjörð Gests­­son, Marta Guð­rún Blön­dal, Svan­hildur Nanna Vig­­fús­dótt­ir, Vald­i­mar Svav­­­ar­s­­son og Vil­hjálm­ur Eg­ils­­son verði kjörin í stjórn félags­­ins á hlut­hafa­fundi á eft­ir klukkan 16.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent