Blikur á lofti í ferðaþjónustu - Fækkar ferðamönnum um nokkur hundruð þúsund?

Vandi WOW air hefur ekki verið leystur enn, en hvort sem fjármagn frá Indigo Partners mun bjarga rekstrinum eða ekki, þá hefur boðaður niðurskurður mikil áhrif á ferðaþjónustuna.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Blikur eru á loft í ferða­þjón­ustu hér á landi, og bendir margt til þess að boð­aður nið­ur­skurður WOW air í flug­fram­boði til og frá Íslandi, muni hafa mikil áhrif á fjölda heim­sókna ferða­manna til lands­ins. 

Í sam­tali við Morg­un­blað­ið, segir Sveinn Þór­­ar­ins­­son, sér­­­fræð­ing­ur hjá Lands­­bank­an­um, að er­­lend­um ferða­mönn­um „gæti fækk­að“ um á þriðja hund­rað þús­und vegna nið­ur­­­skurðar WOW air. 

Haft var eft­ir Skúla Mo­g­en­sen, for­­stjóra WOW air, þegar til­kynnt var um hóp­upp­s­anir á sam­tals um 350 starfs­mönnum og mik­inn sam­drátt í flug­leið­um, að far­þegum mundi fækka úr 3,5 millj­­ón­um í ár í 2,1 millj­­ón á næsta ári.

Auglýsing

„Sveinn seg­ir að miðað við að WOW air hafi flutt 600-700 þús­und þeirra 2,3 millj. er­­lendu ferða­manna sem koma til lands­ins í ár megi áætla að boð­aður nið­ur­­­skurður WOW air leiði til þess að er­­lend­um ferða­mönn­um fækki um 180-280 þús­und á næsta ári, eða um 6-12%,“ segir í frétt Morg­un­blaðs­ins.

Icelandair hefur á móti boðað aukið fram­boð flug­leiða, og hyggst efla starf­sem­ina enn frekar á næsta ári. 

Ennþá eru í gangi við­ræður milli WOW air og Indigo Partners, um fjár­fest­ingu banda­ríska félags­ins í WOW air, en því ferli er ekki lokið enn. Flækju­stig er þó nokk­uð, þar sem semja þarf um skuldir félags­ins á nýjan leik, við kröfu­hafa, og leysa úr ýmsum lausum end­um. Fjár­fest­ingin gæti orðið upp á 75 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 9,3 millj­örðum króna. 

WOW air tap­aði alls 33,6 millj­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­­­­ins 13,5 millj­­­­ónum dala, jafn­­­­virði tæp­­­­lega 1,7 millj­­­­arða króna miðað við núver­andi gengi. EBITDA félags­­­­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­­­­ónir dala fyrstu níu mán­uði síð­­­­asta árs í að vera nei­­­­kvæð um 18,9 millj­­­­ónir dala nú, sem er um 2,3 millj­­­­arða íslenskra króna.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent