Fuji Pharma fjár­festir í Al­votech fyr­ir 6,2 milljarða

Japanska lyfjafyrirtækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 prósent eignarhlut í íslenska lyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir 6,2 milljarða króna.

Alvotech
Alvotech
Auglýsing

Jap­anska lyfja­fyr­ir­tækið Fuji pharma hefur keypt 4,6 pró­sent eign­ar­hlut í íslenska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Alvot­ech fyrir 6,2 millj­arða króna. Fyr­ir­tækin til­kynntu í nóv­em­ber um sam­starf þar sem Alvot­ech þróar og fram­leiðir líf­tækni­lyf fyrir Jap­ans­mark­að. Lyfin eru mik­il­væg til með­höndl­unar á ýmsum almennum og erf­iðum sjúk­dómum líkt og gigt og krabba­meini. Þetta kemur fram í frétt RÚV. 

Í frétt­inni segir jafn­framt að Al­vot­ech hafi nýverið fengið fram­­leiðslu­­leyfi fyr­ir há­­tækn­i­­set­ur fyr­ir­tæk­is­ins hér á Íslandi. Það þýði að fljót­lega fari að hefj­ast klínískar rann­sóknir á þeim lyfjum sem eiga að fara á mark­að. Gangi vonir fyr­ir­tæk­is­ins eftir verði nýju lyfin mark­aðs­sett 2020 og árs­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins verði vel á annað hund­rað millj­arðar króna á ári.

Róbert Wess­mann, stofn­andi Alvot­ech, segir þetta ánægju­legar fregn­ir. „Á skömmum tíma hefur fyr­ir­tækið byggt upp verð­mætt lyfja­safn líf­tækni­lyfja, ráðið til sín um 250 vís­inda­menn, reist eina bestu lyfja­verk­smiðju fyrir líf­tækni­lyf í heim­inum og gert sam­starfs­samn­inga við stór lyfja­fyr­ir­tæki í Kína og Japan um sölu líf­tækni­lyfja,“ segir hann. 

AuglýsingRakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent