Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp

Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Gengi krón­unnar styrtk­ist í dag, gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, og hefur gert það síð­ustu við­skipta­daga, eftir skarpa veik­ingu upp á rúm­lega 10 pró­sent und­an­farnar rúmar sex vik­ur. 

Lesa má ítar­lega um geng­is­sveiflur krón­unnur í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar

Mark­aðsvirði Icelandair hefur sveifl­ast mik­ið, upp og nið­ur, en í dag hækk­aði það um 5,24 pró­sent, sem telst umtals­verð hækkun innan dags í venju­lega árferð­i. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði félags­ins er í dag um 43,3 millj­arðar króna, en þegar það fór hæst, árið 2016, var það tæp­lega 180 millj­arðar króna.

Ástæðan fyrir þessum sveiflum und­an­farna daga, hafa verið tíð­indi af við­ræðum WOW air við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners, en ekki liggur fyrir ennþá hver verður nið­ur­staðan úr þeim við­ræð­u­m. 

For­svars­menn Icelandair hafa þegar sagt, að félagið ætli sér að auka fram­boð flug­sæa strax á næsta ári um allt að fjórð­ung. 

Haft var eft­ir Skúla Mo­g­en­­sen, for­­­stjóra og eig­anda WOW air, þegar til­­kynnt var um hóp­­upp­­s­­anir á sam­tals um 350 starfs­­mönnum og mik­inn sam­­drátt í flug­­­leið­um, að far­þegum mundi fækka úr 3,5 millj­­­ón­um í ár í 2,1 millj­­­ón á næsta ári. Þetta gæti haft í för með sér fækkun erlendra ferða­manna til Íslands upp á 180 til 280 þús­und á ári. 

Heild­ar­fjöldi ferða­manna var í fyrra um 2,3 millj­ón­ir, en gert er ráð fyrir að fjöld­inn fari í um 2,7 millj­ónir á þessu ári.

Ennþá eru í gangi við­ræður milli WOW air og Indigo Partners, um fjár­­­fest­ingu banda­ríska félags­­ins í WOW air, en því ferli er ekki lokið enn, eins og áður seg­ir. Flækju­­stig er þó nokk­uð, þar sem semja þarf um skuldir félags­­ins á nýjan leik, við kröf­u­hafa, og leysa úr ýmsum lausum end­­um. Fjár­­­fest­ingin gæti orðið upp á 75 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur 9,3 millj­­örðum króna. 

WOW air tap­aði alls 33,6 millj­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­­­­­ins 13,5 millj­­­­­ónum dala, jafn­­­­­virði tæp­­­­­lega 1,7 millj­­­­­arða króna miðað við núver­andi gengi. EBITDA félags­­­­­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­­­­­ónir dala fyrstu níu mán­uði síð­­­­­asta árs í að vera nei­­­­­kvæð um 18,9 millj­­­­­ónir dala nú, sem er um 2,3 millj­­­­­arða íslenskra króna.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent