Krónan styrkist og Icelandair rýkur upp

Markaðsvirði Icelandair hefur sveiflast mikið eftir því hvernig því sem tíðindi hafa borist af fjármögnunarviðræðum WOW air.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Gengi krón­unnar styrtk­ist í dag, gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, og hefur gert það síð­ustu við­skipta­daga, eftir skarpa veik­ingu upp á rúm­lega 10 pró­sent und­an­farnar rúmar sex vik­ur. 

Lesa má ítar­lega um geng­is­sveiflur krón­unnur í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar

Mark­aðsvirði Icelandair hefur sveifl­ast mik­ið, upp og nið­ur, en í dag hækk­aði það um 5,24 pró­sent, sem telst umtals­verð hækkun innan dags í venju­lega árferð­i. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði félags­ins er í dag um 43,3 millj­arðar króna, en þegar það fór hæst, árið 2016, var það tæp­lega 180 millj­arðar króna.

Ástæðan fyrir þessum sveiflum und­an­farna daga, hafa verið tíð­indi af við­ræðum WOW air við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners, en ekki liggur fyrir ennþá hver verður nið­ur­staðan úr þeim við­ræð­u­m. 

For­svars­menn Icelandair hafa þegar sagt, að félagið ætli sér að auka fram­boð flug­sæa strax á næsta ári um allt að fjórð­ung. 

Haft var eft­ir Skúla Mo­g­en­­sen, for­­­stjóra og eig­anda WOW air, þegar til­­kynnt var um hóp­­upp­­s­­anir á sam­tals um 350 starfs­­mönnum og mik­inn sam­­drátt í flug­­­leið­um, að far­þegum mundi fækka úr 3,5 millj­­­ón­um í ár í 2,1 millj­­­ón á næsta ári. Þetta gæti haft í för með sér fækkun erlendra ferða­manna til Íslands upp á 180 til 280 þús­und á ári. 

Heild­ar­fjöldi ferða­manna var í fyrra um 2,3 millj­ón­ir, en gert er ráð fyrir að fjöld­inn fari í um 2,7 millj­ónir á þessu ári.

Ennþá eru í gangi við­ræður milli WOW air og Indigo Partners, um fjár­­­fest­ingu banda­ríska félags­­ins í WOW air, en því ferli er ekki lokið enn, eins og áður seg­ir. Flækju­­stig er þó nokk­uð, þar sem semja þarf um skuldir félags­­ins á nýjan leik, við kröf­u­hafa, og leysa úr ýmsum lausum end­­um. Fjár­­­fest­ingin gæti orðið upp á 75 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur 9,3 millj­­örðum króna. 

WOW air tap­aði alls 33,6 millj­­­­­ónum dala, sem jafn­­­­­­­­­gildir um 4,2 millj­­­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­­­­­ins 13,5 millj­­­­­ónum dala, jafn­­­­­virði tæp­­­­­lega 1,7 millj­­­­­arða króna miðað við núver­andi gengi. EBITDA félags­­­­­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­­­­­ónir dala fyrstu níu mán­uði síð­­­­­asta árs í að vera nei­­­­­kvæð um 18,9 millj­­­­­ónir dala nú, sem er um 2,3 millj­­­­­arða íslenskra króna.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent