Verslað með fasteignir á Íslandi fyrir 550 milljarða á árinu 2018

Um 74 prósent allra peninga sem skiptu um hendur vegna fasteignaviðskipta á árinu sem var að líða, gerðu það vegna slíkra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð á fasteign var 44 milljónir króna á landinu öllu, en 51 milljón króna á höfuðborgarsvæðinu.

7DM_3298_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls námu heild­ar­við­skipti með fast­eignir um 550 millj­örðum króna á árinu sem var að líða. Árið 2017 voru þau rúm­lega 507 millj­arðar króna og því jókst heild­ar­velta um tæp­lega 8,5 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóð­skrá Íslands.

Uppi­staðan af þeim fast­eigna­við­skiptum sem eiga sér stað á Íslandi eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar voru fast­eignir keyptar fyrir um 405 millj­arða króna á árinu 2018 sem þýðir að um 74 pró­sent allra pen­inga sem skiptu um hendur í slíkum við­skiptum gerðu það vegna fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Auglýsing
Heildarveltan þar jókst lít­il­lega meira á milli ára en á lands­vísu, eða um 8,9 pró­sent, en hún var 372 millj­arðar króna á árinu 2017.

Dýr­ara að versla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Það var ekki bara umfang fast­eigna­við­skipta í krónum talið sem jókst milli ára, kaup­samn­ingum fjölg­aði einnig. Alls var um 12.500 kaup­samn­ingum þing­lýst á árinu 2018 en þeir voru 12.108 á land­inu öllu árið 2017. Því fjölg­aði þeim um rúm­lega 3,2 pró­sent.

Með­al­upp­hæð á hvern samn­ing í fyrra var um 44 millj­ónir króna en hafði verið um 42 millj­ónir króna árið áður. Verðið er hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem með­al­upp­hæð kaup­samn­ings á árinu 2018 var 51 milljón króna.

Bólan eftir einka­væð­ingu

Ótrú­legur við­snún­ingur hefur orðið á fast­eigna­mark­aði á und­an­förnum árum. Árin fyrir hrun náði hann sögu­legum hæðum sam­hliða því að aðgengi almenn­ings að láns­fjár­magni jókst gríð­ar­lega við einka­væð­ingu rík­is­bank­anna og aukið aðgengi bank­anna að ódýrri fjár­mögnun á alþjóða­mörk­uð­um.

Á árunum 1999-2001 var heild­ar­velta á fast­eigna­mark­aði á Íslandi til að mynda stöðug, eða milli 113 og 115 millj­arðar króna á verð­lagi hvers árs. Árið 2007 var hún 407 millj­arðar króna og hafði þá rúm­lega þre­fald­ast frá árinu 2002, árinu sem sölu­ferli Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­bank­ans fór að mestu fram.

Eftir banka­hrunið varð gríð­ar­legur sam­dráttur í fast­eigna­við­skiptum og hálf­gert frost ríkti á þeim mark­aði árum sam­an. Árið 2009 fór heild­ar­velta á mark­aðnum til að mynda undir 100 millj­arða króna í fyrsta sinn frá árinu 1998, og þá er veltan ekki upp­reiknuð með til­liti til þeirra verð­lags­breyt­inga sem orðið höfðu á þeim rúma ára­tug.

Mikil veltu­aukn­ing á allra síð­ustu árum

Staðan var lítið skárri 2010 en mark­að­ur­inn tók síðan aðeins við sér árið eft­ir. Frá 2012 má segja að hann hafi verið á gríð­ar­legri sigl­ingu og fast­eigna­verð hækkað feyki­lega hratt. Frá lokum árs 2010 hefur það raunar tvö­fald­ast í krónum talið.

Árið 2016 náði veltan því í fyrsta sinn frá hruni að verða meiri en árið 2007, en á því ári jókst veltan um 25 pró­sent, 92 millj­arða króna, á milli ára.

Auglýsing
Síðustu tvö árin hefur veltu­aukn­ingin verið mjög svip­uð, eða yfir átta pró­sent. Á árinu 2017 fór hún í fyrsta sinn yfir 500 millj­arða króna í krónum talið og á árinu sem var að líða var enn eitt metið sett í fast­eigna­við­skiptum þegar Íslend­ingar versl­uðu fast­eignir fyrir 550 millj­arða króna.

2005 á enn metið yfir flesta gerða samn­inga

Enn eigum við þó nokkuð í land með því að ná þeim fjölda kaup­samn­inga sem gerðir voru á árunum eftir einka­væð­ingu bank­anna og fram að hruni. Flestir kaup­samn­ingar á einu ári voru gerðir árið 2005, eða 15.836. Magn gerðra samn­inga var á svip­uðum slóðum bæði 2004 og 2007.

Þetta vekur athygli þar sem lands­menn voru mun færri á þeim tíma en þeir eru í dag, en í lok árs 2005 bjuggu 299.891 manns á land­inu. Í lok sept­em­ber 2018 var sá fjöldi 355.620 og lands­mönnum hefur því fjölgað um 18,6 pró­sent á tíma­bil­inu. Samt voru 27 pró­sent fleiri kaup­samn­ingar gerðir árið 2005 en í fyrra.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent