Verslað með fasteignir á Íslandi fyrir 550 milljarða á árinu 2018

Um 74 prósent allra peninga sem skiptu um hendur vegna fasteignaviðskipta á árinu sem var að líða, gerðu það vegna slíkra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð á fasteign var 44 milljónir króna á landinu öllu, en 51 milljón króna á höfuðborgarsvæðinu.

7DM_3298_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls námu heild­ar­við­skipti með fast­eignir um 550 millj­örðum króna á árinu sem var að líða. Árið 2017 voru þau rúm­lega 507 millj­arðar króna og því jókst heild­ar­velta um tæp­lega 8,5 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóð­skrá Íslands.

Uppi­staðan af þeim fast­eigna­við­skiptum sem eiga sér stað á Íslandi eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar voru fast­eignir keyptar fyrir um 405 millj­arða króna á árinu 2018 sem þýðir að um 74 pró­sent allra pen­inga sem skiptu um hendur í slíkum við­skiptum gerðu það vegna fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Auglýsing
Heildarveltan þar jókst lít­il­lega meira á milli ára en á lands­vísu, eða um 8,9 pró­sent, en hún var 372 millj­arðar króna á árinu 2017.

Dýr­ara að versla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Það var ekki bara umfang fast­eigna­við­skipta í krónum talið sem jókst milli ára, kaup­samn­ingum fjölg­aði einnig. Alls var um 12.500 kaup­samn­ingum þing­lýst á árinu 2018 en þeir voru 12.108 á land­inu öllu árið 2017. Því fjölg­aði þeim um rúm­lega 3,2 pró­sent.

Með­al­upp­hæð á hvern samn­ing í fyrra var um 44 millj­ónir króna en hafði verið um 42 millj­ónir króna árið áður. Verðið er hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem með­al­upp­hæð kaup­samn­ings á árinu 2018 var 51 milljón króna.

Bólan eftir einka­væð­ingu

Ótrú­legur við­snún­ingur hefur orðið á fast­eigna­mark­aði á und­an­förnum árum. Árin fyrir hrun náði hann sögu­legum hæðum sam­hliða því að aðgengi almenn­ings að láns­fjár­magni jókst gríð­ar­lega við einka­væð­ingu rík­is­bank­anna og aukið aðgengi bank­anna að ódýrri fjár­mögnun á alþjóða­mörk­uð­um.

Á árunum 1999-2001 var heild­ar­velta á fast­eigna­mark­aði á Íslandi til að mynda stöðug, eða milli 113 og 115 millj­arðar króna á verð­lagi hvers árs. Árið 2007 var hún 407 millj­arðar króna og hafði þá rúm­lega þre­fald­ast frá árinu 2002, árinu sem sölu­ferli Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­bank­ans fór að mestu fram.

Eftir banka­hrunið varð gríð­ar­legur sam­dráttur í fast­eigna­við­skiptum og hálf­gert frost ríkti á þeim mark­aði árum sam­an. Árið 2009 fór heild­ar­velta á mark­aðnum til að mynda undir 100 millj­arða króna í fyrsta sinn frá árinu 1998, og þá er veltan ekki upp­reiknuð með til­liti til þeirra verð­lags­breyt­inga sem orðið höfðu á þeim rúma ára­tug.

Mikil veltu­aukn­ing á allra síð­ustu árum

Staðan var lítið skárri 2010 en mark­að­ur­inn tók síðan aðeins við sér árið eft­ir. Frá 2012 má segja að hann hafi verið á gríð­ar­legri sigl­ingu og fast­eigna­verð hækkað feyki­lega hratt. Frá lokum árs 2010 hefur það raunar tvö­fald­ast í krónum talið.

Árið 2016 náði veltan því í fyrsta sinn frá hruni að verða meiri en árið 2007, en á því ári jókst veltan um 25 pró­sent, 92 millj­arða króna, á milli ára.

Auglýsing
Síðustu tvö árin hefur veltu­aukn­ingin verið mjög svip­uð, eða yfir átta pró­sent. Á árinu 2017 fór hún í fyrsta sinn yfir 500 millj­arða króna í krónum talið og á árinu sem var að líða var enn eitt metið sett í fast­eigna­við­skiptum þegar Íslend­ingar versl­uðu fast­eignir fyrir 550 millj­arða króna.

2005 á enn metið yfir flesta gerða samn­inga

Enn eigum við þó nokkuð í land með því að ná þeim fjölda kaup­samn­inga sem gerðir voru á árunum eftir einka­væð­ingu bank­anna og fram að hruni. Flestir kaup­samn­ingar á einu ári voru gerðir árið 2005, eða 15.836. Magn gerðra samn­inga var á svip­uðum slóðum bæði 2004 og 2007.

Þetta vekur athygli þar sem lands­menn voru mun færri á þeim tíma en þeir eru í dag, en í lok árs 2005 bjuggu 299.891 manns á land­inu. Í lok sept­em­ber 2018 var sá fjöldi 355.620 og lands­mönnum hefur því fjölgað um 18,6 pró­sent á tíma­bil­inu. Samt voru 27 pró­sent fleiri kaup­samn­ingar gerðir árið 2005 en í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent