Rauðar tölur á mörkuðunum í upphafi ársins

Árið 2018 var ekki gott á hlutabréfamarkaði á Íslandi, og reyndist ávöxtun lítillega neikvæð að meðaltali. Árið 2019 byrjar illa og blikur eru á lofti á alþjóðamörkuðum.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Árið 2019 byrjar illa á hluta­bréfa­mörk­uð­um, bæði á Íslandi og víð­ast hvar erlend­is. Í dag lækk­aði vísi­tala kaup­hallar Íslands um 1,54 pró­sent. Mesta lækk­unin var virði Icelanda­ir, 2,94 pró­sent. Áfram­hald er því á miklum sveiflum á gengi bréfa Icelanda­ir. 

Þær hafa verið í báðar átt­ir, upp og nið­ur, ekki síst vegna þeirra hremm­inga sem WOW air hefur verið verið í, en ekki er ennþá komin nið­ur­staða í við­ræður félags­ins við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners.

Vax­andi áhyggjur eru nú af því, að heims­bú­skap­ur­inn gæti gefið eftir á þessu ári með hækk­andi vöxtum seðla­banka og minnk­andi umsvif­um. Vextir hafa farið hækk­andi í Banda­ríkj­un­um, og eru nú 2,5 pró­sent, en útlit er fyrir að þeir hækki enn meira, áður en þær lækka aft­ur. 

Auglýsing

Eins og sjá má á þessari mynd, þá sáust eingöngu rauðar tölur á mörkuðum í dag.Svipað er upp á ten­ingnum í Evr­ópu en áætlun Seðla­banka Evr­ópu, um skulda­bréfa­kaup á mark­aði, er nú komin á enda­stöð og hættir hún form­lega síðar í mán­uð­in­um. Hún hefur miðað að því kaupa skulda­bréf fyrir um 60 millj­arða evra á mán­uði, til að örva hag­vöxt og liðka fyrir aðgangi fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja að fjár­magn­i. 

Sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg eru einnig vax­andi áhyggjur af því að kreppa geti verið handan við horn­ið, með miklu verð­falli á eignum og meiri hæga­gangi í efna­hags­líf­inu. Jeff Car­bo­ne, einn stjórn­enda og eig­anda Corn­er­stone Wealth, segir í við­tali við Bloomberg að fjár­festar séu nú farnir að gera ráð fyrir kreppu. En eins og ávallt, þá sé erfitt að segja til um hvenær og hvernig hún birt­ist.

Hér á landi hafa und­an­farin miss­eri verið erfið á hluta­bréfa­mark­aði, og umsvif við­skipta minnk­uðu nokkuð frá árinu 2018. Heild­­ar­við­­skipti á árinu 2018 námu um 506 millj­­örðum en það er um 19 pró­­sent velt­u­minnkun milli ára. Mark­aðsvirði skráðra bréfa nam um 960 millj­­örð­um, sem er um 17 pró­­sent aukn­ing frá fyrra ári.

Ekk­ert félag í kaup­höll­inni hefur lækkað meira en Sýn, áður Voda­fo­ne, en það hélt áfram að lækka í dag. Í fyrra lækk­aði það um 38,3 pró­sent, en lækk­unin í dag nam 0,71 pró­sent­i. 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent