Rauðar tölur á mörkuðunum í upphafi ársins

Árið 2018 var ekki gott á hlutabréfamarkaði á Íslandi, og reyndist ávöxtun lítillega neikvæð að meðaltali. Árið 2019 byrjar illa og blikur eru á lofti á alþjóðamörkuðum.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Árið 2019 byrjar illa á hluta­bréfa­mörk­uð­um, bæði á Íslandi og víð­ast hvar erlend­is. Í dag lækk­aði vísi­tala kaup­hallar Íslands um 1,54 pró­sent. Mesta lækk­unin var virði Icelanda­ir, 2,94 pró­sent. Áfram­hald er því á miklum sveiflum á gengi bréfa Icelanda­ir. 

Þær hafa verið í báðar átt­ir, upp og nið­ur, ekki síst vegna þeirra hremm­inga sem WOW air hefur verið verið í, en ekki er ennþá komin nið­ur­staða í við­ræður félags­ins við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners.

Vax­andi áhyggjur eru nú af því, að heims­bú­skap­ur­inn gæti gefið eftir á þessu ári með hækk­andi vöxtum seðla­banka og minnk­andi umsvif­um. Vextir hafa farið hækk­andi í Banda­ríkj­un­um, og eru nú 2,5 pró­sent, en útlit er fyrir að þeir hækki enn meira, áður en þær lækka aft­ur. 

Auglýsing

Eins og sjá má á þessari mynd, þá sáust eingöngu rauðar tölur á mörkuðum í dag.Svipað er upp á ten­ingnum í Evr­ópu en áætlun Seðla­banka Evr­ópu, um skulda­bréfa­kaup á mark­aði, er nú komin á enda­stöð og hættir hún form­lega síðar í mán­uð­in­um. Hún hefur miðað að því kaupa skulda­bréf fyrir um 60 millj­arða evra á mán­uði, til að örva hag­vöxt og liðka fyrir aðgangi fyr­ir­tækja og þjóð­ríkja að fjár­magn­i. 

Sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg eru einnig vax­andi áhyggjur af því að kreppa geti verið handan við horn­ið, með miklu verð­falli á eignum og meiri hæga­gangi í efna­hags­líf­inu. Jeff Car­bo­ne, einn stjórn­enda og eig­anda Corn­er­stone Wealth, segir í við­tali við Bloomberg að fjár­festar séu nú farnir að gera ráð fyrir kreppu. En eins og ávallt, þá sé erfitt að segja til um hvenær og hvernig hún birt­ist.

Hér á landi hafa und­an­farin miss­eri verið erfið á hluta­bréfa­mark­aði, og umsvif við­skipta minnk­uðu nokkuð frá árinu 2018. Heild­­ar­við­­skipti á árinu 2018 námu um 506 millj­­örðum en það er um 19 pró­­sent velt­u­minnkun milli ára. Mark­aðsvirði skráðra bréfa nam um 960 millj­­örð­um, sem er um 17 pró­­sent aukn­ing frá fyrra ári.

Ekk­ert félag í kaup­höll­inni hefur lækkað meira en Sýn, áður Voda­fo­ne, en það hélt áfram að lækka í dag. Í fyrra lækk­aði það um 38,3 pró­sent, en lækk­unin í dag nam 0,71 pró­sent­i. 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent