Af hverju greip Seðlabankinn inn í?

Inngrip var á gjaldeyrismarkaði í dag, en samkvæmt stefnu bankans eiga þau að vera til að draga úr óæskilegum sveiflum.

seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í við­skipti á fjár­mála­mark­aði í dag, með því að selja um níu millj­ónir evra, eða um 1,2 millj­arða króna. Var þetta gert til að vinna með styrk­ingu á gengi krón­unn­ar. 

Frétta­blaðið greindi frá þessu í dag, en inn­gripið var um tvö leytið sam­kvæmt umfjöllun á vef blaðs­ins.

Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði, spurðu sig að því hvers vegna Seðla­bank­inn hafi gripið inn í við­skiptin með þessum hætti í dag, en til­tölu­lega mik­ill stöð­ug­leiki var á gjald­eyr­is­mark­aði og ekki svo mikil veikn­ing á gengi krónu gagn­vart evru. Sam­tals var það um 0,6 pró­sent, en gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð að und­an­förnu eftir skarpa veikn­ingu í haust, sam­hliða fréttum um að WOW air rið­aði til falls. 

Auglýsing

Evran kostar nú rúm­lega 134 krónur en hún fór yfir 140 krónur fyrir nokkrum vik­um. 

Hreinn gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans hefur sjaldan verið stærri, en hann nemur nú um 700 millj­örðum króna. Hann getur við unnið með áhrifa­miklum hætti til að styrkja gengi krón­unn­ar, ef hann kýs svo og þær aðstæður skap­ast. 

Áætlun bank­ans um inn­grip á mark­aði, mið­ast að því að beita sér gegn óæski­legum sveifl­um, sem geta haft keðju­verk­andi áhrif í hag­kerf­in­u. 

Undir lok árs var til­kynnt um það að eig­endur aflandskróna gætu farið með eignir sínar í erlendum gjald­eyri úr landi, en laga­frum­varp þarf til að heim­ila slíkt. Þær eignir nema yfir 70 millj­örð­um. Gjald­eyr­is­forði seðla­bank­ans er því vel rúmur til að takast á við það, og koma í veg fyrir að mikið fall á gengi krón­unnar komi fram sam­hliða slíkum fjár­magns­flutn­ing­um.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent