Af hverju greip Seðlabankinn inn í?

Inngrip var á gjaldeyrismarkaði í dag, en samkvæmt stefnu bankans eiga þau að vera til að draga úr óæskilegum sveiflum.

seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í við­skipti á fjár­mála­mark­aði í dag, með því að selja um níu millj­ónir evra, eða um 1,2 millj­arða króna. Var þetta gert til að vinna með styrk­ingu á gengi krón­unn­ar. 

Frétta­blaðið greindi frá þessu í dag, en inn­gripið var um tvö leytið sam­kvæmt umfjöllun á vef blaðs­ins.

Við­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­mála­mark­aði, spurðu sig að því hvers vegna Seðla­bank­inn hafi gripið inn í við­skiptin með þessum hætti í dag, en til­tölu­lega mik­ill stöð­ug­leiki var á gjald­eyr­is­mark­aði og ekki svo mikil veikn­ing á gengi krónu gagn­vart evru. Sam­tals var það um 0,6 pró­sent, en gengi krón­unnar hefur styrkst nokkuð að und­an­förnu eftir skarpa veikn­ingu í haust, sam­hliða fréttum um að WOW air rið­aði til falls. 

Auglýsing

Evran kostar nú rúm­lega 134 krónur en hún fór yfir 140 krónur fyrir nokkrum vik­um. 

Hreinn gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans hefur sjaldan verið stærri, en hann nemur nú um 700 millj­örðum króna. Hann getur við unnið með áhrifa­miklum hætti til að styrkja gengi krón­unn­ar, ef hann kýs svo og þær aðstæður skap­ast. 

Áætlun bank­ans um inn­grip á mark­aði, mið­ast að því að beita sér gegn óæski­legum sveifl­um, sem geta haft keðju­verk­andi áhrif í hag­kerf­in­u. 

Undir lok árs var til­kynnt um það að eig­endur aflandskróna gætu farið með eignir sínar í erlendum gjald­eyri úr landi, en laga­frum­varp þarf til að heim­ila slíkt. Þær eignir nema yfir 70 millj­örð­um. Gjald­eyr­is­forði seðla­bank­ans er því vel rúmur til að takast á við það, og koma í veg fyrir að mikið fall á gengi krón­unnar komi fram sam­hliða slíkum fjár­magns­flutn­ing­um.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent