Stjórnarráðið án jafnlaunavottunar

Fimm ráðuneyti hafa ekki enn hlotið jafnlaunavottun en ráðuneytin áttu að öðlast jafnlaunavottun fyrir lok síðasta árs. Ráðuneytin eru nú á lokastigum vottunar en miklar annir hjá vottunarstofum eru sagðar ástæður þess að ráðuneytunum seinkar.

img_2825_raw_1807130270_10016423136_o.jpg
Auglýsing

Stjórnarráðið hefur ekki uppfyllt skilyrði jafnlaunavottunar þrátt fyrir að öll tíu ráðuneytin hafi átt að hljóta jafnlaunavottun fyrir lok síðasta árs. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið, sem hefur nú verið skipt upp í tvö ráðuneyti, hafa öll hlotið jafnlaunavottun. Ráðuneytin fimm sem eiga eftir að öðlast jafnlaunavottun eru dómsmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið. Kjarninn spurðist fyrir í ráðuneytunum hvar hvert ráðuneyti stæði í jafnlaunavottunarferlinu en öll ráðuneytin fimm eru nú í lokaúttekt vottunar og búast öll við niðurstöðu síðar í þessum mánuði. 

Markmiðið að vinna gegn kynbundnum launamun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.  Samkvæmt jafnréttisstofu á staðallinn að tryggja fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Jafnlaunamerkið Mynd: Velferðarráðuneytið

Fram­lengdur frestur nær ekki til Stjórnarráðsins

Lögin sem lögfest voru í júní 2017 kveða meðal annars á um að fyrirtæki með fleiri en 250 starfsmenn skuli vera búin að innleiða jafnalaunavottun fyrir lok ársins 2018. Félags- og jafnréttismálaráðherra tilkynnti síðan í september síðastliðnum að framlengdur yrði frestur fyrirtækja og stofnana til að innleiða jafnlaunavottun um ár. Fyrirtækin sem hafa fengið jafnlaunavottun til þessa eru einungis 42 talsins en í byrjun október voru þau einungis fimmtán svo það hefur bæst talsvert við á síðustu þremur mánuðum. Auk­inn frestur sam­kvæmt ákvörðun ráð­herra nær þó ekki til opin­berra stofn­ana, sjóða og fyr­ir­tækja sem eru að hálfu eða að meiri hluta í eigu rík­is­ins með 25 starfs­menn eða fleiri að jafn­aði á árs­grund­velli. Fresturinn nær því ekki til Stjórnarráðsins sem átti, eins og áður sagði, að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok síðasta árs. 
Auglýsing

Aðeins þrjár vottunarstofur 

Til að öðlast jafnlaunavottun þurfa fyrirtæki og stofnanir að fá faggildan vottunaraðila til að meta hvort að öll skilyrði jafnlaunastaðalsins hafi verið uppfyllt, séu þau uppfyllt veitir vottunaraðilinn viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun. Framan af voru aðeins tvær vottunarstofur starfandi her á landi en nýlega fékk sú þriðja leyfi til þess að votta.

Samkvæmt upplýsingum Kjarnans hafa öll fimm ráðuneytin verið að vinna að jafnlaunvottun bróðurpartinn af 2018 og voru flest tilbúin fyrir formlega jafnlaunaúttekt hjá vottunaraðila í desember. En vegna anna hjá vottunarstofum eru ráðuneytin enn að bíða eftir unnt sé að ljúka vottunarferlina, öll ráðuneytin búast þó við að hljóta jafnlaunavottun fyrir lok þessa mánaðar. 

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið fékk jafn­launa­vottun árið 2017. Ráðu­neyt­inu var síðan skipt upp í heil­brigð­is­ráðu­neytið og félags­mála­ráðu­neyt­ið.Hvert ráðuneyti fyrir sig ber ábyrgð á framkvæmd jafnlaunavottunar innan sinnar starfsemi og semur sjálfstætt við vottunaraðila um framkvæmdina, segir í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans. Þau sex ráðuneytið sem Kjarninn hafði samband við fengu annaðhvort Vottun hf. eða BSI vottunarstofu til að gera úttekt á jafnlaunakerfi ráðuneytanna. 


Forsætisráðuneytið hlaut jafnlaunavottun þann 20. desember síðastliðinn frá Vottun hf. Í svari við fyrirspurn Kjarnans er kostnaður forsætisráðuneytisins vegna þjónustu Vottun hf. á árinu 2018 áætlaður 589.248 krónur. Samkvæmt heimasíðu Vottun hf. fer kostnaður við vottun fer eftir umfangi hennar, t.d. stærð fyrirtækisins, fjölbreytni starfseminnar og hversu dreifð hún er. Verð fyrir vottun miðast við tímagjald fyrir vinnu við yfirferð á skjölum og úttektir á verklagi en auk þess er greitt umsóknargjald í upphafi og síðan fast árgjald eftir að vottorð hefur verið gefið út.

Engum dagsektum beitt á ráðuneytin

Jafnréttisstofa hefur heimild til að beita þau fyrirtæki, sem ekki hafa fengið vottun, allt að 50 þúsund króna dagsektum. Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segir það ólíklegt að dagsektum verði beitt í tilfelli Stjórnarráðsins, í samtali við Morgunblaðið þann 7. janúar. Hún segir að ekki sé rokið upp til handa og fóta með það beita dagsektum heldur frekar meta stöðuna. Katrín segir að ef fyrirtæki, hvort sem það séu ráðuneyti eða fyrirtæki á almennum markaði, standi í jafnlaunavottunarferlinu þá sé eðlilegt að gefa þeim tækifæri til þess að komast áfram í ferlinu áður en farið er að beita einhverjum refsingum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent