Tímaritið MAN hættir útgáfu

Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu en gefin hafa verið út 64 tölublöð. Ritstjóri blaðsins segir aðstæður til útgáfu á litlum markaði nánast ómögulegar.

Forsíða desemberútgáfu MAN 2018
Forsíða desemberútgáfu MAN 2018
Auglýsing

Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta útgáfu tíma­rits­ins MAN sem gefið hefur verið út af útgáfu­fé­lag­inu Mantra ehf. frá árinu 2013. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá tíma­rit­inu á Face­book í dag en undir hana skrifa Björk Eiðs­dóttir rit­stjóri blaðs­ins og Auður Hún­fjörð fram­kvæmda­stjóri útgáf­unn­ar.

Í til­kynn­ingu frá tíma­rit­inu kemur fram að des­em­ber-­tölu­blað­ið, sem for­seta­frúin Eliza Reid prýddi for­síð­una á, hafi verið síð­asta tölu­blað útgáf­unn­ar. „Það er auð­vitað sárt að þurfa að hætta útgáfu þess sem að okkar mati hefur verið eitt vand­að­asta tíma­rit lands­ins en sökum erf­iðs rekstr­ar­um­hverfis sjáum við þá leið eina færa,“ segir Auð­ur.

Félagið hefur verið rekið af henni ásamt Björk Eiðs­dóttur rit­stjóra tíma­rits­ins. „Þó svo að tíma­ritið hafi fengið frá­bærar mót­tökur eru aðstæður til slíkrar útgáfu hér á landi, á þessum litla mark­aði, því miður nán­ast ómögu­legar og fara síst batn­andi. Við höfum frá degi eitt haft allt undir og reynt að láta rekst­ur­inn ganga upp, með því að vinna sjálfar allt það sem við gátum og skera niður þar sem hægt er án þess að það bitni á gæð­um. Við alla vega reyndum allt sem við gátum og göngum að því leyti sáttar frá borði, þó svo að þetta sé ekki sárs­auka­laust,“ segir Björk.

Auglýsing

Þær vilja koma á fram­færi þakk­læti til starfs­fólks sem mörg hver hafi starfað fyrir útgáf­una frá fyrsta degi, dyggra les­enda og áskrif­enda.

MAN HÆTTIR ÚTGÁFU! Við þökkum hjart­an­lega lest­ur­inn, áhug­ann, áskrift­irnar og stuðn­ing­inn und­an­farin fimm ár. Án þessa...

Posted by MAN magasín on Monday, Janu­ary 7, 2019


Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent