Tímaritið MAN hættir útgáfu

Tímaritið MAN hefur hætt útgáfu en gefin hafa verið út 64 tölublöð. Ritstjóri blaðsins segir aðstæður til útgáfu á litlum markaði nánast ómögulegar.

Forsíða desemberútgáfu MAN 2018
Forsíða desemberútgáfu MAN 2018
Auglýsing

Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta útgáfu tíma­rits­ins MAN sem gefið hefur verið út af útgáfu­fé­lag­inu Mantra ehf. frá árinu 2013. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá tíma­rit­inu á Face­book í dag en undir hana skrifa Björk Eiðs­dóttir rit­stjóri blaðs­ins og Auður Hún­fjörð fram­kvæmda­stjóri útgáf­unn­ar.

Í til­kynn­ingu frá tíma­rit­inu kemur fram að des­em­ber-­tölu­blað­ið, sem for­seta­frúin Eliza Reid prýddi for­síð­una á, hafi verið síð­asta tölu­blað útgáf­unn­ar. „Það er auð­vitað sárt að þurfa að hætta útgáfu þess sem að okkar mati hefur verið eitt vand­að­asta tíma­rit lands­ins en sökum erf­iðs rekstr­ar­um­hverfis sjáum við þá leið eina færa,“ segir Auð­ur.

Félagið hefur verið rekið af henni ásamt Björk Eiðs­dóttur rit­stjóra tíma­rits­ins. „Þó svo að tíma­ritið hafi fengið frá­bærar mót­tökur eru aðstæður til slíkrar útgáfu hér á landi, á þessum litla mark­aði, því miður nán­ast ómögu­legar og fara síst batn­andi. Við höfum frá degi eitt haft allt undir og reynt að láta rekst­ur­inn ganga upp, með því að vinna sjálfar allt það sem við gátum og skera niður þar sem hægt er án þess að það bitni á gæð­um. Við alla vega reyndum allt sem við gátum og göngum að því leyti sáttar frá borði, þó svo að þetta sé ekki sárs­auka­laust,“ segir Björk.

Auglýsing

Þær vilja koma á fram­færi þakk­læti til starfs­fólks sem mörg hver hafi starfað fyrir útgáf­una frá fyrsta degi, dyggra les­enda og áskrif­enda.

MAN HÆTTIR ÚTGÁFU! Við þökkum hjart­an­lega lest­ur­inn, áhug­ann, áskrift­irnar og stuðn­ing­inn und­an­farin fimm ár. Án þessa...

Posted by MAN magasín on Monday, Janu­ary 7, 2019


Greta Thunberg biðlar til þingmanna að vera í liði með vísindum
Greta Thunberg heimsótti franska þingið í morgun. Hún biðlaði til þingmanna að hlusta á vísindi og láta börn ekki ein bera ábyrgðina á því að breyta stefnum ríkja í loftslagsmálum.
Kjarninn 23. júlí 2019
Vinna að viðbragðsáætlun í kringum leikskóla á „gráum dögum“
Reykjavíkurborg vinnur nú að viðbragðsáætlun til að auka loftgæði í kringum leik- og grunnskóla í borginni. Áætlunin byggir á tillögu frá fjórum umhverfisverndarsamtökum sem leggja til að ökutæki verði ekki leyfð í kringum leikskóla á ákveðnum tímum.
Kjarninn 23. júlí 2019
Ró­bert Wessman
Ró­bert Wessman í stjórn jap­anska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Fuji Pharma
For­stjóri Al­vo­gen og stjórn­ar­formaður Al­votech var í vik­unni kos­inn í stjórn jap­anska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Fuji Pharma en fyrirtækið keypti 4,6 pró­sent eign­ar­hlut í Alvot­ech fyrir síðustu áramót.
Kjarninn 23. júlí 2019
Dagur Bollason
Útþenslu höfuðborgarsvæðisins er langt því frá lokið
Kjarninn 23. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Kemur engum á óvart
Leslistinn 23. júlí 2019
Hundruð þúsunda mótmæla í Púertó Ríkó
Mótmælin hafa staðið yfir í rúmlega viku og beindust í fyrstu að ríkisstjóra Púertó Ríkó í kjölfar uppljóstrunar afar ósmekklegra samskipta hans við vini og samstarfsmenn.
Kjarninn 23. júlí 2019
Trump segir Boris munu verða frábæran forsætisráðherra
Forseti Bandaríkjanna óskaði Boris Johnson til hamingju með kjörið sem næsti forsætisráðherra Bretlands. Trump og Johnson hafa lengi átt í vinalegum samskiptum.
Kjarninn 23. júlí 2019
Jeremy Corbyn
Corbyn telur að Bretar eigi að velja forsætisráðherrann
Formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að Boris Johnson hafi ekki unnið sér inn stuðning landa sinna og að Bretar eigi að kjósa um hver verði forsætisráðherra landsins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent