Inngrip Seðlabankans halda áfram

Seðlabanki Íslands hélt áfram inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði í dag. Þetta fjórði dagurinn í röð þar sem bankinn grípur inn í viðskipti á markaði, með það að markmiði að styrkja gengi krónunnar.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í við­skipti á gjald­eyr­is­mark­aði í dag, í það minnsta í tvígang, með gjald­eyr­is­kaup­um, til að vinna gegn veik­ingu krón­unn­ar. 

Frá því á föstu­dag­inn í síð­ustu viku hefur bank­inn beitt inn­gripum á mark­aði dag­lega, og und­an­farna tvo daga hefur hann gert það í það minnsta fimm sinn­um. 

Gengi krón­unnar gagn­vart evr­unni hélt áfram að veikj­ast í dag, og kostar evran nú 137 krón­ur. Gengi krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal styrkt­ist lít­il­lega og kostar hann nú 118 krón­ur. 

Auglýsing

Með inn­gripum á mark­aði vill bank­inn stuðla að meiri stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Verð­bólga mælist nú 3,7 pró­sent, en mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Einn við­mæl­enda Kjarn­ans sagð­ist telja, að inn­grip bank­ans byggð­ust lík­lega á því,  að bank­inn telji að gengið (nafn­gengi krón­unn­ar) sé lægra en útreiknað jafn­væg­is­raun­gengi, sam­kvæmt útreikn­ingium bank­ans. 

Á þessu ári hefur Seðla­bank­inn selt evrur fyrir fjóra og hálfan millj­arð króna. Seðla­banka­stjóri segir þetta í sam­ræmi við stefnu bank­ans og að erlendir krónu­eig­endur hafi verið að losa stöður og lík­lega einnig líf­eyrs­sjóð­ir, að því er fram kom í við­tali við Már við RÚV.

Erlendir aðilar hafa verið að selja eignir að und­an­förnu og færa fjár­muni úr landi, og hefur það sett þrýst­ing á krón­una til veik­ing­ar. Á meðal þeirra er Eaton Vance Mana­gement.

Skjálft­inn á gjald­eyr­is­mark­aði und­an­farna mán­uði hefur ekki síst verið vegna fjár­hags­vanda WOW air, en ekki eru öll kurl komin til grafar enn í hon­um. Banda­ríska félagið Indigo Partners gæti eign­ast stóran hlut í félag­inu, en ekki hefur enn verið samið við skulda­bréfa­eig­endur félags­ins. Þeir hafa nú fram­tíð félags­ins að miklu leyti í höndum sér, að sögn vefs­ins www.turist­i.­is.

Þá hefur erfið staða í kjara­við­ræðum einnig haft áhrif á vænt­ingar á mark­aði, um að erf­ið­lega muni ganga að semja um kaup og kjör.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent