Inngrip Seðlabankans halda áfram

Seðlabanki Íslands hélt áfram inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði í dag. Þetta fjórði dagurinn í röð þar sem bankinn grípur inn í viðskipti á markaði, með það að markmiði að styrkja gengi krónunnar.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í við­skipti á gjald­eyr­is­mark­aði í dag, í það minnsta í tvígang, með gjald­eyr­is­kaup­um, til að vinna gegn veik­ingu krón­unn­ar. 

Frá því á föstu­dag­inn í síð­ustu viku hefur bank­inn beitt inn­gripum á mark­aði dag­lega, og und­an­farna tvo daga hefur hann gert það í það minnsta fimm sinn­um. 

Gengi krón­unnar gagn­vart evr­unni hélt áfram að veikj­ast í dag, og kostar evran nú 137 krón­ur. Gengi krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal styrkt­ist lít­il­lega og kostar hann nú 118 krón­ur. 

Auglýsing

Með inn­gripum á mark­aði vill bank­inn stuðla að meiri stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Verð­bólga mælist nú 3,7 pró­sent, en mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Einn við­mæl­enda Kjarn­ans sagð­ist telja, að inn­grip bank­ans byggð­ust lík­lega á því,  að bank­inn telji að gengið (nafn­gengi krón­unn­ar) sé lægra en útreiknað jafn­væg­is­raun­gengi, sam­kvæmt útreikn­ingium bank­ans. 

Á þessu ári hefur Seðla­bank­inn selt evrur fyrir fjóra og hálfan millj­arð króna. Seðla­banka­stjóri segir þetta í sam­ræmi við stefnu bank­ans og að erlendir krónu­eig­endur hafi verið að losa stöður og lík­lega einnig líf­eyrs­sjóð­ir, að því er fram kom í við­tali við Már við RÚV.

Erlendir aðilar hafa verið að selja eignir að und­an­förnu og færa fjár­muni úr landi, og hefur það sett þrýst­ing á krón­una til veik­ing­ar. Á meðal þeirra er Eaton Vance Mana­gement.

Skjálft­inn á gjald­eyr­is­mark­aði und­an­farna mán­uði hefur ekki síst verið vegna fjár­hags­vanda WOW air, en ekki eru öll kurl komin til grafar enn í hon­um. Banda­ríska félagið Indigo Partners gæti eign­ast stóran hlut í félag­inu, en ekki hefur enn verið samið við skulda­bréfa­eig­endur félags­ins. Þeir hafa nú fram­tíð félags­ins að miklu leyti í höndum sér, að sögn vefs­ins www.turist­i.­is.

Þá hefur erfið staða í kjara­við­ræðum einnig haft áhrif á vænt­ingar á mark­aði, um að erf­ið­lega muni ganga að semja um kaup og kjör.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent