Inngrip Seðlabankans halda áfram

Seðlabanki Íslands hélt áfram inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði í dag. Þetta fjórði dagurinn í röð þar sem bankinn grípur inn í viðskipti á markaði, með það að markmiði að styrkja gengi krónunnar.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Seðla­banki Íslands greip inn í við­skipti á gjald­eyr­is­mark­aði í dag, í það minnsta í tvígang, með gjald­eyr­is­kaup­um, til að vinna gegn veik­ingu krón­unn­ar. 

Frá því á föstu­dag­inn í síð­ustu viku hefur bank­inn beitt inn­gripum á mark­aði dag­lega, og und­an­farna tvo daga hefur hann gert það í það minnsta fimm sinn­um. 

Gengi krón­unnar gagn­vart evr­unni hélt áfram að veikj­ast í dag, og kostar evran nú 137 krón­ur. Gengi krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal styrkt­ist lít­il­lega og kostar hann nú 118 krón­ur. 

Auglýsing

Með inn­gripum á mark­aði vill bank­inn stuðla að meiri stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­að­i. 

Verð­bólga mælist nú 3,7 pró­sent, en mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Einn við­mæl­enda Kjarn­ans sagð­ist telja, að inn­grip bank­ans byggð­ust lík­lega á því,  að bank­inn telji að gengið (nafn­gengi krón­unn­ar) sé lægra en útreiknað jafn­væg­is­raun­gengi, sam­kvæmt útreikn­ingium bank­ans. 

Á þessu ári hefur Seðla­bank­inn selt evrur fyrir fjóra og hálfan millj­arð króna. Seðla­banka­stjóri segir þetta í sam­ræmi við stefnu bank­ans og að erlendir krónu­eig­endur hafi verið að losa stöður og lík­lega einnig líf­eyrs­sjóð­ir, að því er fram kom í við­tali við Már við RÚV.

Erlendir aðilar hafa verið að selja eignir að und­an­förnu og færa fjár­muni úr landi, og hefur það sett þrýst­ing á krón­una til veik­ing­ar. Á meðal þeirra er Eaton Vance Mana­gement.

Skjálft­inn á gjald­eyr­is­mark­aði und­an­farna mán­uði hefur ekki síst verið vegna fjár­hags­vanda WOW air, en ekki eru öll kurl komin til grafar enn í hon­um. Banda­ríska félagið Indigo Partners gæti eign­ast stóran hlut í félag­inu, en ekki hefur enn verið samið við skulda­bréfa­eig­endur félags­ins. Þeir hafa nú fram­tíð félags­ins að miklu leyti í höndum sér, að sögn vefs­ins www.turist­i.­is.

Þá hefur erfið staða í kjara­við­ræðum einnig haft áhrif á vænt­ingar á mark­aði, um að erf­ið­lega muni ganga að semja um kaup og kjör.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent