Segir verkföll skaða samfélagið allt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir að svigrúm til launahækkana í ferðaþjónustu sé líklega minna en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Hann segir að ef hér verði langvarandi „árásir“ á ferðaþjónustu gætu einhver fyrirtæki lagt upp laupana.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu.
Auglýsing

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, segir ljóst að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu­greinum gætu átt í erf­ið­leikum með að standa af sér langvar­andi verk­föll með vor­inu. Hann varar við árásum á grein­ina og segir að verk­föll gætu sett fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu í þrot.

„Svig­rúmið til launa­hækk­ana í ferða­þjón­ustu er lík­lega minna en í mörgum öðrum atvinnu­grein­um. Verði hér langvar­andi árásir á ferða­þjón­ustu í heild sinni, eða á hluta henn­ar, gætum við horft upp á að ein­hver fyr­ir­tæki leggi hrein­lega upp laupana. Staðan er bara þannig“ segir Jóhannes í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. 

Ferða­þjón­ustan skot­spónn slíkra aðgerða 

Jóhannes Þór segir að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafi tölu­verðar áhyggjur af því að hluti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafi talað á þann veg að búast megi við átök­um. „Víð­tæk átök geta enda haft mikil áhrif. Á síð­ustu árum hefur ferða­þjón­ustan verið skot­spónn slíkra aðgerða og það hefur komið fram hjá sumum í verka­lýðs­hreyf­ing­unni að nú sé horft til grein­ar­inn­ar,“ segir Jóhannes Þór 

Auglýsing

Jóhannes Þór segir að atvinnu­greinin von­ist til að ekki komi til verka­falla en segir að fyr­ir­tækin séu byrjuð að meta hvernig þau muni bregð­ast við verk­föll­um. „Við von­umst sem atvinnu­grein til að það komi ekki til verk­falla. Við teljum að það yrði skaði fyrir sam­fé­lagið allt ef það kæmi til þess. Von­andi átta báðir aðilar við samn­inga­borðið sig á því að svig­rúm til launa­hækk­ana verður ekki aukið með slíkum aðgerð­u­m.,“ segir Jóhannes Þór. 

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins var einnig rætt við Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, for­stjóri hjá Festi, sem rek­ur N1 og Krón­una. Egg­ert segir fyr­ir­tækið hafi almenna við­bragðs­á­ætlun ef það komi til verk­falla. Hún tryggi að til sé meira elds­neyti á dælu­stöðvum en almennt. Hann segir aftur á móti að mat­vöru­búðir lok­ist þegar verk­föll skella á, þær verði enda ekki mann­aðar með öðru starfs­fólki. 

Verka­fólk mun ekki afsala sér verk­falls­rétti

Vil­hjálm­ur Birg­is­son for­mað­ur­ Verka­lýðs­fé­lags­ Akra­ness, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að verka­fólk muni ekki afsala sér verk­falls­rétti fyrir aft­ur­virkni líkt og fólgið er í til­boði Sam­taka atvinnu­lífs­ins. ­Greint var frá því í gær að Sam­tök atvinnu­lífs­ins væru reiðu­búin að fall­ast á aft­ur­virkni samn­inga ef samið yrði á skyn­sam­legum nótum fyr­ir­ ­mán­aða­mót. 

Vilhjálmar Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness„Það liggur alveg fyrir að íslenskt verka­fólk afsalar sér ekki verk­falls­rétti fyrir aft­ur­virkni eins og er fólgið í til­boði SA. Ef það næst kjara­samn­ingur fyrir mán­aða­mót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. jan­ú­ar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en aft­ur­virkni er ský­laus krafa af okkar hálf­u,“ segir Vil­hjálm­ur.

Deilu­að­ilar hitt­ust í annað sinn hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær en ekki var rætt sér­stak­lega um aft­ur­virkni. Vil­hjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sátta­semj­ara. „Þannig vitum við nokkurn veg­inn hvar við stöndum gagn­vart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veiga­miklu spurn­ingu sem lýtur að kröfum okkar til launa­lið­ar­ins. Það varð nið­ur­staða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fund­i,“ segir Vil­hjálm­ur.

Á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í næstu viku á loks að ræða launa­lið­inn. Vil­hjálmur segir ljóst að þá skýrist línur varð­andi fram­hald­ið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggj­ast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að á fund­inum í næstu viku muni verka­lýðs­hreyf­ingin koma með kostn­að­ar­mat á kröfu­gerð­ir sín­ar. „Það er löngu tíma­bært að fá kostn­að­ar­mat á kröfu­gerð­irnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“ segir Hall­dór í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent