Segir verkföll skaða samfélagið allt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, segir að svigrúm til launahækkana í ferðaþjónustu sé líklega minna en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Hann segir að ef hér verði langvarandi „árásir“ á ferðaþjónustu gætu einhver fyrirtæki lagt upp laupana.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka í ferðaþjónustu.
Auglýsing

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, segir ljóst að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu­greinum gætu átt í erf­ið­leikum með að standa af sér langvar­andi verk­föll með vor­inu. Hann varar við árásum á grein­ina og segir að verk­föll gætu sett fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu í þrot.

„Svig­rúmið til launa­hækk­ana í ferða­þjón­ustu er lík­lega minna en í mörgum öðrum atvinnu­grein­um. Verði hér langvar­andi árásir á ferða­þjón­ustu í heild sinni, eða á hluta henn­ar, gætum við horft upp á að ein­hver fyr­ir­tæki leggi hrein­lega upp laupana. Staðan er bara þannig“ segir Jóhannes í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag. 

Ferða­þjón­ustan skot­spónn slíkra aðgerða 

Jóhannes Þór segir að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafi tölu­verðar áhyggjur af því að hluti verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafi talað á þann veg að búast megi við átök­um. „Víð­tæk átök geta enda haft mikil áhrif. Á síð­ustu árum hefur ferða­þjón­ustan verið skot­spónn slíkra aðgerða og það hefur komið fram hjá sumum í verka­lýðs­hreyf­ing­unni að nú sé horft til grein­ar­inn­ar,“ segir Jóhannes Þór 

Auglýsing

Jóhannes Þór segir að atvinnu­greinin von­ist til að ekki komi til verka­falla en segir að fyr­ir­tækin séu byrjuð að meta hvernig þau muni bregð­ast við verk­föll­um. „Við von­umst sem atvinnu­grein til að það komi ekki til verk­falla. Við teljum að það yrði skaði fyrir sam­fé­lagið allt ef það kæmi til þess. Von­andi átta báðir aðilar við samn­inga­borðið sig á því að svig­rúm til launa­hækk­ana verður ekki aukið með slíkum aðgerð­u­m.,“ segir Jóhannes Þór. 

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins var einnig rætt við Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, for­stjóri hjá Festi, sem rek­ur N1 og Krón­una. Egg­ert segir fyr­ir­tækið hafi almenna við­bragðs­á­ætlun ef það komi til verk­falla. Hún tryggi að til sé meira elds­neyti á dælu­stöðvum en almennt. Hann segir aftur á móti að mat­vöru­búðir lok­ist þegar verk­föll skella á, þær verði enda ekki mann­aðar með öðru starfs­fólki. 

Verka­fólk mun ekki afsala sér verk­falls­rétti

Vil­hjálm­ur Birg­is­son for­mað­ur­ Verka­lýðs­fé­lags­ Akra­ness, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að verka­fólk muni ekki afsala sér verk­falls­rétti fyrir aft­ur­virkni líkt og fólgið er í til­boði Sam­taka atvinnu­lífs­ins. ­Greint var frá því í gær að Sam­tök atvinnu­lífs­ins væru reiðu­búin að fall­ast á aft­ur­virkni samn­inga ef samið yrði á skyn­sam­legum nótum fyr­ir­ ­mán­aða­mót. 

Vilhjálmar Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness„Það liggur alveg fyrir að íslenskt verka­fólk afsalar sér ekki verk­falls­rétti fyrir aft­ur­virkni eins og er fólgið í til­boði SA. Ef það næst kjara­samn­ingur fyrir mán­aða­mót þá segir það sig sjálft að hann myndi gilda frá 1. jan­ú­ar. Ef það dregst lengur að semja verður það að koma í ljós en aft­ur­virkni er ský­laus krafa af okkar hálf­u,“ segir Vil­hjálm­ur.

Deilu­að­ilar hitt­ust í annað sinn hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær en ekki var rætt sér­stak­lega um aft­ur­virkni. Vil­hjálmur bendir á að aðilar hafi fundað sjö sinnum áður en þeir komu að borði sátta­semj­ara. „Þannig vitum við nokkurn veg­inn hvar við stöndum gagn­vart hver öðrum að öðru leyti en því að við höfum ekki fengið svar við þeirri veiga­miklu spurn­ingu sem lýtur að kröfum okkar til launa­lið­ar­ins. Það varð nið­ur­staða þessa fundar að þau svör fengjust á næsta fund­i,“ segir Vil­hjálm­ur.

Á fundi hjá rík­is­sátta­semj­ara í næstu viku á loks að ræða launa­lið­inn. Vil­hjálmur segir ljóst að þá skýrist línur varð­andi fram­hald­ið. „Þá sjáum við hvort við erum að leggj­ast upp að bryggju eða séum að stefna út á haf.“ Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að á fund­inum í næstu viku muni verka­lýðs­hreyf­ingin koma með kostn­að­ar­mat á kröfu­gerð­ir sín­ar. „Það er löngu tíma­bært að fá kostn­að­ar­mat á kröfu­gerð­irnar og ég fagna því. Við höfum kallað eftir því frá því þær komu fram.“ segir Hall­dór í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent