Hægt að hækka laun kjörinna fulltrúa enn meira strax í júlí

Framúrkeyrsla kjararáðs umfram kjarasamninga frá árinu 2015 hefur þegar kostað skattgreiðendur 1,3 milljarða króna að sögn forseta ASÍ. Sambandið gerir alvarlegar athugasemdir við að til standi að hækka laun allra þeirra ráða- og embættismanna 1. júlí.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Nýtt frum­varp að lögum sem eiga að taka við af kjara­ráði gerir ráð fyrir því að ráð­herra fái heim­ild til að hækka laun kjör­inna full­trúa í júlí 2019, umfram þær hækk­anir sem þeir hafa þegar feng­ið. Þetta kemur fram í viku­legum pistli Drífu Snæ­dal, for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), sem birtur var í dag.

Þar segir Drífa enn fremur að fram­úr­keyrsla kjara­ráðs umfram kjara­samn­inga frá 2015 hafi nú þegar kostað skatt­greið­endur 1,3 millj­arð króna. „Mér dettur í hug ýmis­legt sem hægt væri að gera fyrir þá pen­inga, til dæmis að hækka húsa­leigu­bæt­ur.“

Sam­þykkt var á Alþingi í fyrra­sumar að leggja kjara­ráð, sjálf­­stætt ráð sem er falið var það verk­efni að ákveða laun og starfs­­kjör æðstu emb­ætt­is­­manna rík­­is­ins, nið­ur. Það var gert í kjöl­far þess að starfs­hópur sem skip­aður var af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra lagði slíkt til í febr­úar 2018.  

Auglýsing

Sá hópur var skip­aður eftir að ákvarð­anir kjara­ráðs höfðu síend­ur­tekið valdið ill­deilum á vinnu­mark­aði og hneykslun í sam­fé­lag­inu. Bar það hæst sú ákvörðun kjara­ráðs í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­ar­­­­­kaup alþing­is­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­ar­­­­­kaup alþing­is­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­ar­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­ar­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­manna hækk­­­­­­uðu hlut­­­­­­falls­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­sent.

Ósætti um hvernig ætti að leið­rétta útaf­keyrslu

Áður­nefndur starfs­hópur var sam­­­mála um að kjara­ráð hafi í ákvörð­unum sínum um kjör æðstu stjórn­­­enda rík­­­is­ins farið langt umfram við­mið ramma­­­sam­komu­lags aðila vinn­u­­­mark­að­­­ar­ins og stjórn­­­­­valda frá árinu 2015, ákvarð­­­anir þess verið óskýr­­­ar, ógagn­­­sæjar og ekki sam­ræmst fyr­ir­­­mælum í lögum um störf ráðs­ins. Lagði starfs­hóp­­­ur­inn til að auk þess að kjara­ráð yrði lagt niður myndi útaf­keyrsla þess verða  leið­rétt.

Ekki náð­ist hins vegar sátt í hópnum um með hvaða hætti útaf­keyrslan yrði leið­rétt. Alþýð­u­­sam­­band Íslands (ASÍ) vildi að það yrði gert strax, með lækkun launa. Meiri­hluti starfs­hóps­ins vildi hins vegar ekki fram­­­kalla lækk­­­un­ina strax heldur „frysta“ laun þeirra þar til þau nái við­miðum ramma­­­sam­komu­lags­.

ASÍ taldi að með því að frysta haldi þessi hópur ekki ein­asta „of­greiddum laun­um“ heldur fái áfram­hald­andi ofgreiðslur þar til fryst­ing­unni lýk­­­ur. Þegar upp væri staðið myndi útaf­keyrsla kjara­ráðs kosta rík­­­is­­­sjóð um 1,3 millj­­­arða.

Gera alvar­lega athuga­semd við heim­ild til launa­hækk­unar

Þann 30. nóv­em­ber lagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð. Það er nú til með­ferðar hjá efna­hags- og við­skipta­nefnd þings­ins.

ASÍ skil­aði inn umsögn um frum­varpið í dag, 11. jan­ú­ar. Þar eru meðal ann­ars gerðar „al­var­legar athuga­semdir við að til standi að hækka laun allra þeirra ráða- og emb­ætt­is­manna sem breyt­ingin nær til þann 1. júlí n.k. þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins hafi hækkað langt umfram almenna launa­þró­un. ASÍ leggst sömu­leiðis gegn því að ráð­herra fái heim­ild til þess að hækka laun umrædds hóps þann 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins og leggur til launin taki breyt­ingum einu sinni á ári þegar mat Hag­stof­unnar á breyt­ingu reglu­legra launa rík­is­starfs­manna liggur fyrir í júní ár hvert.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent