Laun stjórnenda hjá ríkinu hækkuðu um 33 prósent - Laun verkafólks um 25 prósent

ASÍ spyr hvort það það sé meðvituð stefna stjórnvalda að forseti lýðveldisins sé með nærri tífalda lágmarkstekjutryggingu í mánaðarlaun?

forstjóri og kassastarfsmaður
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) vekur athygli á því í umsögn sinni um frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­­falls laga um kjara­ráð að ríkið sem launa­greið­andi hafi verið leið­andi í auk­inni mis­skipt­ingu milli þeirra lægst laun­uðu og þeirra sem hafi hæstu laun­in.

Í umsögn­inni, sem skilað var inn til Alþingis í gær, segir að reglu­leg heild­ar­laun verka­fólks hjá rík­inu hafi hækkað um 25 pró­sent milli áranna 2014 og 2017 á sama tíma og laun stjórn­enda hjá rík­inu hækk­uðu um 33 pró­sent.

Á almennum vinnu­mark­aði sé þessu hins vegar öfugt far­ið. Þar hækk­uðu laun verka­fólks um tæp 24 pró­sent á sama tíma­bili en laun stjórn­enda um tæp­lega 20 pró­sent. „Í þessu sam­hengi er eðli­legt að stjórn­völd setji sér og geri grein fyrir launa­stefnu sinni og mark­miðum varð­andi launa­setn­ingu og launa­bil milli hópa. Þannig má t.a.m. spyrja hvort það sé með­vituð stefna stjórn­valda að for­seti lýð­veld­is­ins sé með nærri tífalda lág­marks­tekju­trygg­ingu í mán­að­ar­laun?,“ segir í umsögn­inni.

Auglýsing

Í umsögn­inni eru einnig gerðar alvar­legar athuga­semdir við að til standi að hækka laun allra ráða- og emb­ætt­is­manna sem laga­frum­varpið nær til þann 1. júlí næst­kom­andi þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins hafi hækkað langt umfram almenna launa­þró­un. „ASÍ leggst sömu­leiðis gegn því að ráð­herra fái heim­ild til þess að hækka laun umrædds hóps þann 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins og leggur til launin taki breyt­ingum einu sinni á ári þegar mat Hag­stof­unnar á breyt­ingu reglu­legra launa rík­is­starfs­manna liggur fyrir í júní ár hvert.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent