Laun stjórnenda hjá ríkinu hækkuðu um 33 prósent - Laun verkafólks um 25 prósent

ASÍ spyr hvort það það sé meðvituð stefna stjórnvalda að forseti lýðveldisins sé með nærri tífalda lágmarkstekjutryggingu í mánaðarlaun?

forstjóri og kassastarfsmaður
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) vekur athygli á því í umsögn sinni um frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­­falls laga um kjara­ráð að ríkið sem launa­greið­andi hafi verið leið­andi í auk­inni mis­skipt­ingu milli þeirra lægst laun­uðu og þeirra sem hafi hæstu laun­in.

Í umsögn­inni, sem skilað var inn til Alþingis í gær, segir að reglu­leg heild­ar­laun verka­fólks hjá rík­inu hafi hækkað um 25 pró­sent milli áranna 2014 og 2017 á sama tíma og laun stjórn­enda hjá rík­inu hækk­uðu um 33 pró­sent.

Á almennum vinnu­mark­aði sé þessu hins vegar öfugt far­ið. Þar hækk­uðu laun verka­fólks um tæp 24 pró­sent á sama tíma­bili en laun stjórn­enda um tæp­lega 20 pró­sent. „Í þessu sam­hengi er eðli­legt að stjórn­völd setji sér og geri grein fyrir launa­stefnu sinni og mark­miðum varð­andi launa­setn­ingu og launa­bil milli hópa. Þannig má t.a.m. spyrja hvort það sé með­vituð stefna stjórn­valda að for­seti lýð­veld­is­ins sé með nærri tífalda lág­marks­tekju­trygg­ingu í mán­að­ar­laun?,“ segir í umsögn­inni.

Auglýsing

Í umsögn­inni eru einnig gerðar alvar­legar athuga­semdir við að til standi að hækka laun allra ráða- og emb­ætt­is­manna sem laga­frum­varpið nær til þann 1. júlí næst­kom­andi þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins hafi hækkað langt umfram almenna launa­þró­un. „ASÍ leggst sömu­leiðis gegn því að ráð­herra fái heim­ild til þess að hækka laun umrædds hóps þann 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins og leggur til launin taki breyt­ingum einu sinni á ári þegar mat Hag­stof­unnar á breyt­ingu reglu­legra launa rík­is­starfs­manna liggur fyrir í júní ár hvert.“

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent