Laun stjórnenda hjá ríkinu hækkuðu um 33 prósent - Laun verkafólks um 25 prósent

ASÍ spyr hvort það það sé meðvituð stefna stjórnvalda að forseti lýðveldisins sé með nærri tífalda lágmarkstekjutryggingu í mánaðarlaun?

forstjóri og kassastarfsmaður
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) vekur athygli á því í umsögn sinni um frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­­falls laga um kjara­ráð að ríkið sem launa­greið­andi hafi verið leið­andi í auk­inni mis­skipt­ingu milli þeirra lægst laun­uðu og þeirra sem hafi hæstu laun­in.

Í umsögn­inni, sem skilað var inn til Alþingis í gær, segir að reglu­leg heild­ar­laun verka­fólks hjá rík­inu hafi hækkað um 25 pró­sent milli áranna 2014 og 2017 á sama tíma og laun stjórn­enda hjá rík­inu hækk­uðu um 33 pró­sent.

Á almennum vinnu­mark­aði sé þessu hins vegar öfugt far­ið. Þar hækk­uðu laun verka­fólks um tæp 24 pró­sent á sama tíma­bili en laun stjórn­enda um tæp­lega 20 pró­sent. „Í þessu sam­hengi er eðli­legt að stjórn­völd setji sér og geri grein fyrir launa­stefnu sinni og mark­miðum varð­andi launa­setn­ingu og launa­bil milli hópa. Þannig má t.a.m. spyrja hvort það sé með­vituð stefna stjórn­valda að for­seti lýð­veld­is­ins sé með nærri tífalda lág­marks­tekju­trygg­ingu í mán­að­ar­laun?,“ segir í umsögn­inni.

Auglýsing

Í umsögn­inni eru einnig gerðar alvar­legar athuga­semdir við að til standi að hækka laun allra ráða- og emb­ætt­is­manna sem laga­frum­varpið nær til þann 1. júlí næst­kom­andi þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn­enda rík­is­ins hafi hækkað langt umfram almenna launa­þró­un. „ASÍ leggst sömu­leiðis gegn því að ráð­herra fái heim­ild til þess að hækka laun umrædds hóps þann 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins og leggur til launin taki breyt­ingum einu sinni á ári þegar mat Hag­stof­unnar á breyt­ingu reglu­legra launa rík­is­starfs­manna liggur fyrir í júní ár hvert.“

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent