Fiskeldisfyrirtæki ganga til liðs við SFS

Landssamband fiskeldisstöðva hefur lagt niður daglega starfsemi og eru aðildarfyrirtæki sambandsins nú orðin hluti af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambandsins, verður hluti af teymi SFS.

7DM_9720_raw_2223.JPG
Auglýsing

Lands­sam­band ­fisk­eld­is­stöðv­a hefur lagt niður dag­lega starf­semi og eru að­ild­ar­fyr­ir­tæki ­sam­bands­ins nú orðin hluti af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Sam­eig­in­leg ákvörðun aðild­ar­fyr­ir­tækj­anna var tekin um að óska eftir aðild að SFS á auka að­al­fund­i Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva þann 14. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í til­kynn­ingu frá­ Lands­sam­band­in­u ­segir að fisk­eldi hér á landi hafi auk­ist á und­an­förnum árum og því hafi verk­efn­i ­sam­bands­ins orðið fleiri og fjöl­þætt­ari og því  sé það mat stjórn­ar Lands­sam­bands­ins að þeim verk­efnum verði betur sinnt innan vébanda Sam­banda í sjáv­ar­út­veg­i. 

Lax­eldi hefur alla burði til þess að verða und­ir­stöðu­at­vinnu­grein á Íslandi 

Einar K. Guðfinnsson, for­maður stjórnar Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

Einar K. Guð­finns­son, for­maður stjórnar Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva og fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, telur þetta vera rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna og fisled­is Ís­lands­. „Það hefur verið mikil upp­bygg­ing í fisk­eldi á und­an­förnum árum og verk­efnin sem þarf að leysa úr eru orðin umfangs­meiri og kannski að sumu leyti flókn­ari en áður. Ég tel þetta því rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna og fisk­eldis á Íslandi, að verða hluti af sam­tökum sem byggj­ast á gömlum grunni. Lax­eldi hefur alla burði til þess að verða und­ir­stöðu­at­vinnu­grein á Íslandi á sama hátt og sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur verið um langt skeið og  verða þar með enn ein stoðin undir efna­hags­legri hag­sæld Íslend­inga. Að því munum við vinna.“ segir Ein­ar. 

Í til­kynn­ing­unni segir að ákveðið hafi verið að Einar verði hluti af teymi SFS og sinni þar verk­efnum er snúa að fiskeldismálum.

Auglýsing

Jens Garðar Helga­son for­maður stjórn­ar SFS ­seg­ist fagna komu fisk­eldis í sam­tök­in. Í til­kynn­ing­unni segir Jens að nokkur fyr­ir­tæki í fisk­eldi hafi um all­langt skeið verið félags­menn í SFS og því sé styrkur í því að fjölga þeim. „Ég hlakka til sam­starfs­ins og hlýt að fagna komu þeirra. Það mun bæði styrkja SFS og ekki síður það góða starf sem unnið hefur verið á vegum Lands­sam­bands­ins á und­an­förnum árum. Næstu vikur og mán­uðir fara í að sam­þætta starf­sem­ina undir hatt­i SFS og ég von­ast til þess að þeirri vinnu verði lokið fyrir sum­ar­ið.“

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent