Fiskeldisfyrirtæki ganga til liðs við SFS

Landssamband fiskeldisstöðva hefur lagt niður daglega starfsemi og eru aðildarfyrirtæki sambandsins nú orðin hluti af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambandsins, verður hluti af teymi SFS.

7DM_9720_raw_2223.JPG
Auglýsing

Lands­sam­band ­fisk­eld­is­stöðv­a hefur lagt niður dag­lega starf­semi og eru að­ild­ar­fyr­ir­tæki ­sam­bands­ins nú orðin hluti af Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Sam­eig­in­leg ákvörðun aðild­ar­fyr­ir­tækj­anna var tekin um að óska eftir aðild að SFS á auka að­al­fund­i Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva þann 14. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Í til­kynn­ingu frá­ Lands­sam­band­in­u ­segir að fisk­eldi hér á landi hafi auk­ist á und­an­förnum árum og því hafi verk­efn­i ­sam­bands­ins orðið fleiri og fjöl­þætt­ari og því  sé það mat stjórn­ar Lands­sam­bands­ins að þeim verk­efnum verði betur sinnt innan vébanda Sam­banda í sjáv­ar­út­veg­i. 

Lax­eldi hefur alla burði til þess að verða und­ir­stöðu­at­vinnu­grein á Íslandi 

Einar K. Guðfinnsson, for­maður stjórnar Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

Einar K. Guð­finns­son, for­maður stjórnar Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva og fyrr­ver­and­i ­sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, telur þetta vera rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna og fisled­is Ís­lands­. „Það hefur verið mikil upp­bygg­ing í fisk­eldi á und­an­förnum árum og verk­efnin sem þarf að leysa úr eru orðin umfangs­meiri og kannski að sumu leyti flókn­ari en áður. Ég tel þetta því rök­rétt skref í þróun sam­tak­anna og fisk­eldis á Íslandi, að verða hluti af sam­tökum sem byggj­ast á gömlum grunni. Lax­eldi hefur alla burði til þess að verða und­ir­stöðu­at­vinnu­grein á Íslandi á sama hátt og sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefur verið um langt skeið og  verða þar með enn ein stoðin undir efna­hags­legri hag­sæld Íslend­inga. Að því munum við vinna.“ segir Ein­ar. 

Í til­kynn­ing­unni segir að ákveðið hafi verið að Einar verði hluti af teymi SFS og sinni þar verk­efnum er snúa að fiskeldismálum.

Auglýsing

Jens Garðar Helga­son for­maður stjórn­ar SFS ­seg­ist fagna komu fisk­eldis í sam­tök­in. Í til­kynn­ing­unni segir Jens að nokkur fyr­ir­tæki í fisk­eldi hafi um all­langt skeið verið félags­menn í SFS og því sé styrkur í því að fjölga þeim. „Ég hlakka til sam­starfs­ins og hlýt að fagna komu þeirra. Það mun bæði styrkja SFS og ekki síður það góða starf sem unnið hefur verið á vegum Lands­sam­bands­ins á und­an­förnum árum. Næstu vikur og mán­uðir fara í að sam­þætta starf­sem­ina undir hatt­i SFS og ég von­ast til þess að þeirri vinnu verði lokið fyrir sum­ar­ið.“

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent