Meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður til umfjöllunar

Formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra munu báðir koma fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd í dag til að ræða sendiherramálið. Ekki liggur fyrir hvort formaður og varaformaður Miðflokksins, sem báðir voru boðaðir, muni mæta.

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, koma báðir fyrir stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd á fundi hennar sem hefst klukkan 10:30 í dag til að ræða um sendi­herra­málið svo­kall­aða. 

Fund­ur­inn verið opinn og hægt verður að fylgj­ast með honum á for­síðu vefs Alþingis.

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Mið­flokks­ins, og Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Mið­flokks­ins, hafa einnig verið boð­aðir á fund­inn en ekki liggur fyrir hvort að þeir muni mæta.

Auglýsing
Upphaflega stóð til að fund­ur­inn færi fram 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn en þeim fundi var frestað eftir að Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi svör­uðu ekki ítrek­uðum boðum um að mæta til fund­ar­ins. Í face­book-­færslu sem birt­ist á síðu Mið­flokks­ins í kjöl­farið sagði að þeir hefðu enga skyldu til að mæta og sagði að það væri „afar fátítt að þing­nefndir séu not­aðar í jafn aug­ljósum póli­tískum til­gangi og átti að gera. Slíkt á ekki að við­gang­ast.“

Vegna umræðu í fjöl­miðlum er rétt að taka eft­ir­far­andi fram. Skýrslu­taka yfir mann­eskju sem gerð­ist sek um eða tók á sig...

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Decem­ber 12, 2018


Þá var Guð­laugur Þór staddur erlendis þegar fund­ur­inn átti að eiga sér stað og átti því ekki heim­an­gengt.

Seg­ist hafa verið að segja ósatt

Sendi­herra­málið er angi af Klaust­ur­mál­inu. Eitt við­fangs­efna drykkju­sam­lætis sex þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018 voru póli­tísk hrossa­kaup um sendi­herra­stöð­ur. Á upp­töku Báru Hall­dórs­dóttur af sam­tali þing­mann­anna heyr­ist Gunnar Bragi ræða hrossa­­­kaup um skipan Árna Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi þing­­manns Vinstri grænna,  og Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem send­i­herra.

Á meðal þess sem Gunnar Bragi segir er: „Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde send­i­herra í Was­hington […] þá ræddi ég við Sig­­urð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auð­vitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sig­­urðs­­son) sem send­i­herra.  Hann er nátt­úru­­lega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjál­aðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­­riki Ómari.“

­Síðar bætti Gunnar Bragi við: „At­hyglin fór öll á Árna Þór. Ann­­ars hefði Vinstri Græna liðið orðið brjál­að[...]Árni var nátt­úru­­lega ekk­ert annað en send­i­­tík Stein­gríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjól­inu hjá Árna og það virk­aði ekki bara 100 pró­­sent heldur 170 pró­­sent því að Árni fékk allan skít­inn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyr­­ir. Það var eng­inn sem gagn­rýndi mig.“ Ég lét Árna taka allan slag­inn.[...]Ég átti fund með Bjarna í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjör­­lega sjálf­­sagt. Auð­vitað geri ég Geir að send­i­herra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sann­­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kom­inn út þegar Þórólfur (Gísla­­son) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða send­i­herra?“ Ég var ekki kom­inn út úr ráðu­­neyt­in­u.“

Á upp­tök­unum heyr­ist Sig­mundur Davíð stað­festa þessa frá­sögn Gunn­ars Braga. Eftir að upp­­tök­­urnar voru gerðar opin­berar hafi þeir þver­­tekið fyrir að sagan um lof­orðið hafi verið sönn. Gunnar Bragi sagð­ist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Bene­dikts­son.

Bjarni Bene­dikts­­son hefur jafn­­framt neitað því að hafa veitt slíkt lof­orð og Guð­laugur Þór seg­ist ekki vita til þess að til stæði að gera Gunnar Braga að send­i­herra þótt þeir hafi báðir stað­fest að fundir hafi átt sér stað.

Fyrir fáeinum vikum áttum við Bjarni Bene­dikts­son óform­legan fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­mann­i...

Posted by Guð­laugur Þór Þórð­ar­son on Wed­nes­day, Decem­ber 5, 2018

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent