Meint pólitísk hrossakaup um sendiherrastöður til umfjöllunar

Formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra munu báðir koma fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd í dag til að ræða sendiherramálið. Ekki liggur fyrir hvort formaður og varaformaður Miðflokksins, sem báðir voru boðaðir, muni mæta.

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson né Gunnar Bragi Sveinsson hafa staðfest komu sína á fundinn.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, koma báðir fyrir stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd á fundi hennar sem hefst klukkan 10:30 í dag til að ræða um sendi­herra­málið svo­kall­aða. 

Fund­ur­inn verið opinn og hægt verður að fylgj­ast með honum á for­síðu vefs Alþingis.

Bæði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Mið­flokks­ins, og Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og vara­for­maður Mið­flokks­ins, hafa einnig verið boð­aðir á fund­inn en ekki liggur fyrir hvort að þeir muni mæta.

Auglýsing
Upphaflega stóð til að fund­ur­inn færi fram 12. des­em­ber síð­ast­lið­inn en þeim fundi var frestað eftir að Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi svör­uðu ekki ítrek­uðum boðum um að mæta til fund­ar­ins. Í face­book-­færslu sem birt­ist á síðu Mið­flokks­ins í kjöl­farið sagði að þeir hefðu enga skyldu til að mæta og sagði að það væri „afar fátítt að þing­nefndir séu not­aðar í jafn aug­ljósum póli­tískum til­gangi og átti að gera. Slíkt á ekki að við­gang­ast.“

Vegna umræðu í fjöl­miðlum er rétt að taka eft­ir­far­andi fram. Skýrslu­taka yfir mann­eskju sem gerð­ist sek um eða tók á sig...

Posted by Mið­flokk­ur­inn on Wed­nes­day, Decem­ber 12, 2018


Þá var Guð­laugur Þór staddur erlendis þegar fund­ur­inn átti að eiga sér stað og átti því ekki heim­an­gengt.

Seg­ist hafa verið að segja ósatt

Sendi­herra­málið er angi af Klaust­ur­mál­inu. Eitt við­fangs­efna drykkju­sam­lætis sex þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber 2018 voru póli­tísk hrossa­kaup um sendi­herra­stöð­ur. Á upp­töku Báru Hall­dórs­dóttur af sam­tali þing­mann­anna heyr­ist Gunnar Bragi ræða hrossa­­­kaup um skipan Árna Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, fyrr­ver­andi þing­­manns Vinstri grænna,  og Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem send­i­herra.

Á meðal þess sem Gunnar Bragi segir er: „Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde send­i­herra í Was­hington […] þá ræddi ég við Sig­­urð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auð­vitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sig­­urðs­­son) sem send­i­herra.  Hann er nátt­úru­­lega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjál­aðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­­riki Ómari.“

­Síðar bætti Gunnar Bragi við: „At­hyglin fór öll á Árna Þór. Ann­­ars hefði Vinstri Græna liðið orðið brjál­að[...]Árni var nátt­úru­­lega ekk­ert annað en send­i­­tík Stein­gríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjól­inu hjá Árna og það virk­aði ekki bara 100 pró­­sent heldur 170 pró­­sent því að Árni fékk allan skít­inn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyr­­ir. Það var eng­inn sem gagn­rýndi mig.“ Ég lét Árna taka allan slag­inn.[...]Ég átti fund með Bjarna í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjör­­lega sjálf­­sagt. Auð­vitað geri ég Geir að send­i­herra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sann­­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kom­inn út þegar Þórólfur (Gísla­­son) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða send­i­herra?“ Ég var ekki kom­inn út úr ráðu­­neyt­in­u.“

Á upp­tök­unum heyr­ist Sig­mundur Davíð stað­festa þessa frá­sögn Gunn­ars Braga. Eftir að upp­­tök­­urnar voru gerðar opin­berar hafi þeir þver­­tekið fyrir að sagan um lof­orðið hafi verið sönn. Gunnar Bragi sagð­ist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Bene­dikts­son.

Bjarni Bene­dikts­­son hefur jafn­­framt neitað því að hafa veitt slíkt lof­orð og Guð­laugur Þór seg­ist ekki vita til þess að til stæði að gera Gunnar Braga að send­i­herra þótt þeir hafi báðir stað­fest að fundir hafi átt sér stað.

Fyrir fáeinum vikum áttum við Bjarni Bene­dikts­son óform­legan fund með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­mann­i...

Posted by Guð­laugur Þór Þórð­ar­son on Wed­nes­day, Decem­ber 5, 2018

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent