Katrín: Stjórnarskrárumræða föst í skotgröfum skilar ekki árangri

Forsætisráðherra hélt ræðu á Alþingi í dag þar sem hún fjallaði um breytingar á stjórnarskrá og hvernig hún sæi fyrir sér að sú vinna færi fram.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fjall­aði aðal­lega um tvö mál­efni í pontu á Alþingi á fyrsta þing­fundi árs­ins; um stöð­una á vinnu­mark­aði og end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Í ræð­unni sagð­ist Katrín telja að stjórn­ar­skrárum­ræða sem föst er í skot­gröfum mynd­i ekki skila miklum árangri. Ýmist mætti engu breyta – þar sem gild­andi stjórn­ar­skrá væri talin heil­agt orð – eða að litið væri á þær til­lögur sem skilað var á sínum tíma af Stjórn­laga­ráði sem heil­agt orð. 

Hún sagði að ýmis ákvæði í gild­andi stjórn­ar­skrá þörfn­uð­ust svo sann­ar­lega end­ur­skoð­unar en til­lögur Stjórn­laga­ráðs væru mis­mikið reif­aðar í sam­fé­lag­inu og mis­mikið ígrund­að­ar. „Það skiptir hins vegar máli að við tökum mark á því sem spurt var um í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2012, þ.e.a.s. hvort almenn­ingur vildi byggja á þeim drögum sem Stjórn­laga­ráð hafði skil­að. Og það skiptir því máli að við höfum þær til­lögur til hlið­sjón­ar,“ sagði hún.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra og ­for­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, greindi for­­mönnum þing­­flokk­anna frá því á nefnd­­ar­fundi um heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun stjórn­­­­­ar­­­skrár­innar í októ­ber síð­­ast­liðn­­um að hann teldi ekki vera þörf á heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun stjórn­­­­­ar­­­skrár­inn­­­ar. Sú skoðun hans var á skjön við stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og áætlun for­­manna­­nefndar um stjórn­­­ar­­skrár­­mál.

Í febr­­­úar á síð­asta ári skip­aði Katrín nefnd um stjórn­­­­­ar­­­skrár­­­mál sem skipuð er öllum for­­­mönnum þing­­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­­ar­innar er að leggj­­­ast í heild­­­ar­end­­­ur­­­skoðun á stjórn­­­­­ar­­­skránni. Á sjö­unda fundi nefnd­­­ar­inn­­ar, þann 8. októ­ber síð­­ast­lið­inn, til­­kynnti Bjarni nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­­ur­­­skoða stjórn­­­­­ar­­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­­ar­at­­kvæði og fram­sals­á­­kvæði.

Ein­stök við­fangs­efni mis­langt á veg komin

Katrín sagði í ræðu sinni að for­menn flokka hefðu nú átt níu fundi um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar en í upp­hafi þessa kjör­tíma­bils lagði hún fram þá hug­mynd að lokið yrði við heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar á tveimur kjör­tíma­bil­um, þessu og því næsta. „Þar var enn fremur lagt til ákveðið vinnu­lag, það er að segja hvernig við­fangs­efnin yrðu tekin fyr­ir, í hvaða röð og hvernig staðið yrði að vinn­unni. Nú á síð­asta fundi okkar sem var á fimmtu­dag­inn lagði ég fram end­ur­skoðað minn­is­blað sem tekur mið að því hvernig vinnan hefur þró­ast. Það er ljóst að umræða um ein­stök við­fangs­efni eru mis­langt á veg kom­in. Sum höfum við rætt árum og ára­tugum sam­an,“ sagði hún. Sem dæmi nefndi hún ákvæði um auð­lindir í þjóð­ar­eign. Sömu­leiðis hefði mikið verið rætt um ákvæði um umhverf­is­vernd og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og fram­sal vald­heim­ilda. Þetta væru þau mál sem þau hefðu fyrst sett á dagskrá af for­mönnum og full­trúum flokk­anna en þó ekki þau einu.

„Enn fremur höfum við tekið til umræðu for­seta­emb­ættið í stjórn­ar­skrá og stöðu fram­kvæmd­ar­valds. Ég hef sagt að ég telji þessa vinnu hafa gengið vel. Opin­ber umræða að und­an­förnu hefur kannski fyrst og fremst snú­ist um bók­anir ein­staka nefnd­ar­manna um sýn þeirra og skoð­anir á stjórn­ar­skránni og mér telst raunar til að nán­ast allir for­menn hafi ýmist bókað eða tekið undir bók­anir ann­arra á nýliðnum fund­um. En þessi vinna snýst kannski minnst um þessar bók­an­ir,“ sagði Katrín.

Vill sam­ráð við almenn­ing

Hún sagð­ist leggja mikla áherslu á að þau sem sitja við þetta borð, for­menn og full­trúar stjórn­mála­flokka á Alþingi, tækju þátt í þess­ari vinnu af fullri alvöru og skil­uðu af sér góðum til­lögum með góðar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Að um þær yrði haft sam­ráð við almenn­ing en ekki endi­lega sama sam­ráðið um ólíkar til­lög­ur.

„Ým­ist munum við nýta sam­ráðs­gátt­ina. Við getum efnt til rök­ræðukann­ana. Við höfum rætt að gera skoð­ana­kann­anir en það er mik­il­vægt að við nýtum kjör­tíma­bilið allt til starfa því sagan sýnir okkur að hætt er við því að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar eða til­lögur að þeim, sem kastað er inn í umræð­una á Alþingi á síð­ustu vikum fyrir kosn­ing­ar, nái ekki fram að ganga, meðal ann­ars vegna ágrein­ings um óskyld mál­efn­i,“ sagði hún.

Ekki úti­lokað að hún leggi fram sínar eigin til­lögur

Katrín nefndi að nú væri í raun ekk­ert sem stopp­aði hana í því að leggja fram hennar eigin til­lögur að stjórn­ar­skrár­breyt­ingum og að auð­vitað væri ekki úti­lokað að hún gerði það ef ekki næð­ist tölu­verð sam­staða um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. „En það er mín ein­læga sann­fær­ing að þessar breyt­ingar verði betri ef við ræðum þær sam­eig­in­lega og vinnum sam­eig­in­lega að þeim. Þótt við höfum ólíka sýn á hversu miklu eigi að breyta og hvernig eigi að breyta.“

Að lokum sagði Katrín að hún teldi að stjórn­málin skuld­uðu almenn­ingi það að gera breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Hafa þyrfti til hlið­sjónar vinnu und­an­far­inna ára en til þess að þær breyt­ingar gengu í gegn þá þyrfti Alþingi Íslend­inga að sam­þykkja þær. „Þess vegna skiptir raun­veru­legu máli að ná sem breiða­stri sam­stöðu um slíkar breyt­ing­ar. Og það sem mun skipta almenn­ing hér á landi mestu í þessu máli eru raun­veru­legar breyt­ingar til fram­tíðar en ekki upp­hróp­anir nútíð­ar­inn­ar. Og raun­veru­legar breyt­ingar sem bæði eru í þágu almenn­ings og umhverfis eru löngu tíma­bærar og nú á þessu ári þar sem við fögnum 75 ára afmæli lýð­veld­is­ins og gild­andi stjórn­ar­skrár þá held ég að við höfum mikil tæki­færi til þess að sýna fram á að stjórn­málin eru reiðu­búin að gera sitt í þessu mik­il­væga máli,“ sagði hún. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent