Umhverfisráðherra vill banna plastpoka eftir tvö ár

Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp til að draga úr notkun á plastpokum. Ef frumvarpið verður samþykkt verður öllum sölustöðum óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti þann 1. janúar árið 2021.

Plastpoki í sjó Mynd: MichaelisScientists (Wiki Commons)
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp, um breyt­ingar á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, til að draga úr notkun plast­poka. Í frum­varp­inu er lagt til að öllum versl­unum verði óheim­ilt að afhenda burð­ar­poka úr plasti án end­ur­gjalds á sölu­stöðum og að gjaldið verði sýni­legt á kassa­kvitt­un. Auk þess leggur ráð­herra til að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án end­ur­gjalds, í ver­s­unum frá og með 1. júlí 2021.

Bannið nær einnig til þunnra plast­poka sem gjarnan má finna í græn­met­is­deild versl­ana

Í frum­varp­inu er sett fram til­laga að tölu­legum mark­miðum varð­andi árlega notkun burð­ar­poka úr plasti. Lagt er til að eigi síðar en 31. des­em­ber 2019 skuli árlegt notk­un­ar­magn burð­ar­poka úr plasti vera 90 á hvern ein­stak­ling eða færri og eigi síðar en 31. des­em­ber 2025 skal árleg notku vera 40 burð­ar­pokar eða færri. 

Jafn­framt er lagt til í frum­varp­inu að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti án end­ur­gjalds á sölu­stöðum vara og að gjaldið skuli vera sýni­legt á kassa­kvitt­un. Með breyt­ing­unni er lögð skylda á aðila sem selja vör­ur, svo sem versl­an­ir, að þeir þurfi að selja burð­ar­poka sem þeir afhenda eða bjóða fram við sölu á vöru. Skyldan um greiðslu nær til sölu á stökum burð­ar­pokum við afgreiðslu­kassa sem og þunnra burð­ar­poka úr plasti sem gjarnan liggja frammi í græn­met­is­deildum versl­ana. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 2019 í stað þess að um leið og þau eru sam­þykkt, til þess að sölu­að­ilum sem afhenda burð­ar­poka án end­ur­gjalds hafi ráð­rúm til að laga sig að breyttri ráð­gjöf. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckEf frum­varpið verður sam­þykkt mun bann við afhend­ingu á burð­ar­pokum úr plasti taka gildi þann 1. jan­úar 2021. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni er frestur veittur til 2021 til þess að sölu­að­ilar hafi ráð­rúm til þess að taka í notkun burð­ar­poka úr öðrum efnum en plast­i. Í frum­varp­inu er lagt til að bann við afhend­ingu burð­ar­poka úr plasti nái ein­ungis til þess þegar burð­ar­pokar úr plasti séu afhentir við sölu á vörum en ekki er kveðið á um almennt bann við sölu á burð­ar­pokum úr plasti. Því geta versl­anir eftir sem áður haft til sölu burð­ar­poka úr plasti í hillum inni í sölu­rými versl­ana, verði frum­varpið að lög­um. ­Bannið nær jafn­framt til plast­pokanna í græn­met­is­deildum verslana. 

Auglýsing

Í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun í plast­mál­efnum

Frum­varpið er í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta end­ur­vinnslu þess og takast á við plast­mengun í hafi, sem skiluð var til umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í nóv­em­ber í fyrra. Í aðgerð­­ar­á­ætl­­un­inn­i má finna átján aðgerðir um hvernig megi draga úr notkun plasts, bæta end­­ur­vinnslu og takast á við plast­­­mengun í hafi. Meðal ann­­ars var lagt til að stjórn­­völd ráð­ist í mark­vissa vit­und­­ar­vakn­ingu almenn­ings um ofnotkun á plast­­vörum, að flokkun úrgangs verði sam­ræmd á lands­vísu en á­samt því var lagt til að plast burð­­ar­­pokar verði bann­aðar í versl­unum árið 2021.

Skiptar skoð­anir á bann­inu 

Óskað var eftir umsögnum við frum­varps­drögin í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins í nóv­em­ber í fyrra. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að umsagnir um frum­varpið og aðgerð­ar­á­ætlun í plast­mál­efnum hafi almennt verið jákvæðar og lýst yfir stuðn­ingi við aðgerðir stjórn­valda til þess að draga úr plast­notk­un. Þó hafi í nokkrum umsögnum verið gerð athuga­semdir við að burð­ar­pokar yrðu bann­aðar eftir tvö ár.

Í sam­eig­in­legri umsögn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Sam­taka iðn­að­ar­ins og Sam­taka versl­unar og ­þjón­ustu kemur meðal ann­ars fram að mik­il­vægt sé að horfa til heild­ar­um­hverf­is­á­hrifa vöru þegar opin­berir aðilar ákveði að beita stjórn­sýslu­að­gerðum til að stýra neyslu í þágu umhverf­is­vernd­ar. Í umsögn­inni segir að þröngt sjón­ar­horn, til dæmis ef ein­göngu er horft til enda lífs­fer­ils, geti það orðið til þess að um­hverf­is­á­hrif falli af meiri þunga fyrr í lífs­ferl­in­um, svo sem við fram­leiðslu eða flutn­inga. Einnig þurfi að bera vör­una saman við stað­geng­ilsvöru og meta hvað komi í stað­inn. 

Hvetja fólk til að nota fjölnota burðarpoka. Mynd: Pexels

Í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar Bret­lands frá árinu 2011 er fjallað um nið­ur­stöður vist­fer­ils­grein­ingar á burð­ar­pok­um. Skoð­aðar voru nokkrar gerðir plast­poka, bréf­pokar og taupok­ar. Í öllum til­fellum eru umhverf­is­á­hrif lang­mest vegna hrá­efna­notk­unar og fram­leiðslu. Flutn­ingar og förgun hafi aftur á móti minni­háttar áhrif. Fyrir allar gerðir af pokum sé lyk­ill­inn að því að minnka umhverf­is­á­hrifin sá að end­ur­nota poka eins oft og hægt er, hvort sem er til sömu nota, þ.e. inn­kaupa, eða sem rusla­poka. Nota þarf papp­írs­poka þrisvar sinnum og taupoka 131 sinnum til að gróð­ur­húsa­á­hrif séu minni en vegna hefð­bund­inna plast­poka. Sé plast­poki end­ur­not­aður þarf að end­ur­nota papp­írs- og taupoka enn oft­ar. Í skýrsl­unni kemur fram að hefð­bundnir plast­pokar hafi marga kosti fram yfir aðrar teg­undir poka sem skoð­aðir vor­u. Í umsögn Land­verndar kemur aftur á móti fram að rétt sé að hafa í huga að erlendar lífs­fer­ils­grein­ingar sem gerðar hafa verið á burð­ar­pokum úr plasti og fjöl­nota pokum séu ekki hafnar yfir gagn­rýni og nauð­syn­legt sé að skoða hlut­ina í sem víð­ustu sam­hengi. Þar kemur jafn­framt fram að í nýlegri danskri lífs­fer­ils­grein­ingu kom­i plast­pokar best út, en þar hafi verið gert ráð fyrir því að þeir lendi í end­ur­vinnslu­far­vegi. Urð­un sé til dæmis ekki ásætt­an­legur far­vegur í neinu sam­hengi en þar lendir stór hluti íslenskra burð­ar­plast­poka, sem rusla­pok­ar. 

Ef bann við afhend­ingu burð­ar­poka úr plasti gengur eftir þá felur það í sér að sölu­að­ili skal við sölu á vörum ekki bjóða við­skipta­vinum sínum upp á burð­ar­poka úr plasti undir vör­urn­ar, t.d. til að koma vörum heim. Í grein­ar­gerð­inni er bent á að margar versl­anir hafi þegar skipt burð­ar­pokum úr plasti fyrir fjöl­nota burð­ar­poka eða burð­ar­poka úr öðrum efnd­um, mark­mið frum­varps­ins sé að flýta enn frekar fyrir þess­ari þró­un. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent