Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað

Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Á árunum 2013 til 2017 greiddi þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði.

Dómkirkjuprestur
Auglýsing

Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Á árunum 2013 til 2017 greiddi þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Innifalið í þeim kostnaði er að stærstum hluta aksturskostnaður en einnig fatapeningur, póstkostnaður, símakostnaður og skrifstofukostnaður. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Frá þessu er greint í Fréttablaðinuí dag. 

Ríkisframlagið til þjóðkirkjunnar jókst um 19 prósent í fyrra

Í fjáraukalögum sem samþykkt voru í lok síðasta árs var fjárheimild til trúmála hækkuð um 820 milljónir króna. Það er til viðbótar við þá tæpu 4,6 milljarða sem þegar hafði verið ráðstafað til þjóðkirkjunnar í fjárlögum. Þá er ekki með­­­talið rúm­­­lega 1,1 millj­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­garða. Þetta auka fjárframlag hækkaði ríkisframlagið til Þjóðkirkjunnar um tæp 19 prósent. 

Fram­lagið til þjóð­kirkj­unnar er vegna hins svo­kall­aða kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags milli ríkis og kirkju sem gert var 10. jan­úar 1997. Í því var samið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­töldum prests­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­is­sjóð. Á móti myndi rík­is­sjóður greiða laun bisk­ups Íslands, vígslu­bisk­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­manna Bisk­ups­stofu, annan rekstr­ar­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­ups­stofu, náms­leyfi, fæð­ing­ar­or­lof, veik­indi o.fl.

Auglýsing

Til við­bótar skyldi ríkið greiða árlegt fram­lag í Kristni­sjóð sem svar­aði til 15 fastra árs­launa presta. Ef það fækk­aði eða fjölg­aði í þjóð­kirkj­unni skyldi fram­lag rík­is­ins lækka eða hækka eftir til­teknum við­miðum en þó aldrei niður fyrir til­tek­inn fjölda starfa. Þá skyldu laun og launa­tengd gjöld fyrr­greindra starfs­manna þjóð­kirkj­unnar vera sam­kvæmt úrskurðum kjara­ráðs. 

317 milljónir í aksturskostnað

Á árunum 2013 til 2017 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Þetta kemur fram  í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta.

Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur.  Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252 til 294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað. Mestur kostnaður fer þó í aksturspeninga en árin 2013 til 2017 voru greiddar rúmar 317 milljónir í aksturspeninga 

Rekstarkostnaður bætist við launakostnað

Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. 

Presti er einnig heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. En samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins geta þær greiðslur aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið.

Enn fremur er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Prestar geta þá innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu aksturgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. 

Greiðslur fyrir rekstur embættisins bætast við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða. Samanlagt getur því árleg greiðsla vegna rekstarkostnaðar samsvarað þrettánda mánuðinum í launum hjá prestum. 

Samningaviðræður milli ríkis og kirkju standa yfir

Í frum­varpi til fjár­auka­laga segir að í kjöl­far banka­hruns­ins hafi orðið for­sendu­brestur í rík­is­fjár­málum og til að bregð­ast við því var óhjá­kvæmi­legt að gera umtals­verðar aðhalds­kröfur í rekstr­ar­út­gjöldum allra rík­is­stofn­ana og rekstr­ar­að­ila sem fjár­magn­aðir eru úr rík­is­sjóði. Í til­felli þjóð­kirkj­unnar var um sam­bæri­legar aðhalds­kröfur að ræða og gerðar voru í öðrum almennum rekstri hjá rík­inu. Í fjár­auka­lögum 2015, 2016,2017 og 2018 voru til­lögur sam­þykktar um auka fjárveitningu undir þeim for­merkjum að við­ræður mundu hefjast við kirkj­una um end­ur­skoðun kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins.

Samningaviðræður við kirkjuna um endurskoðun kirkjujarðarsamkomulagsins standa nú yfir og er stefnt að því að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2019. Endurskoðunin felur í sér endurskoðun allra fjárhagslegra samskipta ríkis og kirkju, þar með talið sóknargjöld, jöfnunarsjóð sókna, framlög til kirkjumálasjóðs og Kristinssjóðs. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent