Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað

Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Á árunum 2013 til 2017 greiddi þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði.

Dómkirkjuprestur
Auglýsing

Prestar fá árlega fasta upp­hæð greidda til rekst­urs emb­ætta þeirra. Á árunum 2013 til 2017 greiddi þjóð­kirkjan prestum tæp­lega 620 millj­ónir króna í rekstr­ar­kostn­að ­vegna prests­emb­ætta. Inni­falið í þeim kostn­aði er að stærstum hluta akst­urs­kostn­aður en einnig fata­pen­ing­ur, póst­kostn­að­ur, síma­kostn­aður og skrif­stofu­kostn­að­ur­. Greiðsl­urnar bæt­ast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjara­ráði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inuí dag. 

Rík­is­fram­lagið til þjóð­kirkj­unnar jókst um 19 pró­sent í fyrra

Í fjár­auka­lögum sem sam­þykkt voru í lok síð­asta árs var fjár­heim­ild til trú­mála hækkuð um 820 millj­ónir króna. Það er til við­bótar við þá tæpu 4,6 millj­arða sem þegar hafði verið ráð­stafað til þjóð­kirkj­unnar í fjár­lög­um. Þá er ekki með­­­­talið rúm­­­­lega 1,1 millj­­­­arðs króna fram­lag til kirkju­­­­garða. Þetta auka fjár­fram­lag hækk­aði rík­is­fram­lagið til Þjóð­kirkj­unnar um tæp 19 ­pró­sent. 

Fram­lagið til þjóð­­kirkj­unnar er vegna hins svo­­kall­aða kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags milli ríkis og kirkju sem gert var 10. jan­úar 1997. Í því var samið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­töldum prests­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­is­­sjóð. Á móti myndi rík­­is­­sjóður greiða laun bisk­­ups Íslands, vígslu­bisk­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu, annan rekstr­­ar­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­ups­­stofu, náms­­leyfi, fæð­ing­­ar­or­lof, veik­ind­i o.fl.

Auglýsing

Til við­­bótar skyldi ríkið greiða árlegt fram­lag í Kristn­i­­sjóð sem svar­aði til 15 fastra árs­­launa presta. Ef það fækk­­aði eða fjölg­aði í þjóð­­kirkj­unni skyldi fram­lag rík­­is­ins lækka eða hækka eftir til­­­teknum við­miðum en þó aldrei niður fyrir til­­­tek­inn fjölda starfa. Þá skyldu laun og launa­tengd gjöld fyrr­­greindra starfs­­manna þjóð­­kirkj­unnar vera sam­­kvæmt úrskurðum kjara­ráðs. 

317 millj­ónir í akst­urs­kostnað

Á árunum 2013 til 2017 greiddi Þjóð­kirkjan prestum tæp­lega 620 millj­ónir króna í rekstr­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta. Þetta kemur fram  í svari Guð­mundar Þórs Guð­munds­son­ar, skjala­stjóra Bisk­ups­stofu, við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um starfs­kostnað presta.

Greiðslur rekstr­ar­kostn­aðar til presta eiga sér stoð í lögum um emb­ætt­is­kostnað og auka­verk þeirra frá 1936. Þar segir að þjón­andi prestar og pró­fastar skuli fá greiddan rekstr­ar­kostnað emb­ætta sinna frá Bisk­ups­stofu sam­kvæmt reglum sem kirkju­þing set­ur.  Í starfs­regl­unum er kveðið á um að skrif­stofu­kostn­aður prests­emb­ætta sé á bil­inu 252 til 294 þús­und krónur árlega en greiðsl­urnar eru mis­háar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greið­ast að auki 154 þús­und krónur árlega í síma-, póst- og fata­kostn­að. Mestur kostn­aður fer þó í akst­ur­s­pen­inga en árin 2013 til 2017 voru greiddar rúmar 317 millj­ónir í akst­ur­s­pen­inga 

Rekst­ar­kostn­aður bæt­ist við launa­kostnað

Sam­kvæmt regl­unum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan akst­urs- og ferða­kostn­að. Sú upp­hæð fer eftir land­fræði­legri stað­setn­ingu og víð­feðmi sókn­ar. Svo dæmi séu tekin fá sér­þjón­ustu- og hér­aðs­prestar til að mynda 250 þús­und krónur á ári í akst­urs­kostnað og sókn­ar­prestar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þús­und. Prestar erlendis fá síðan 600 þús­und krónur og prestar í víð­feðmum presta­köllum fá 850 þús­und. 

Presti er einnig heim­ilt að sækja um und­an­þágu frá föstum mán­að­ar­legum akst­urs­greiðslum og fá þess í stað akstur greiddan sam­kvæmt akst­urs­dag­bók. En sam­kvæmt umfjöll­un Frétta­blaðs­ins ­geta þær greiðslur aldrei orðið hærri en hámarks­greiðslur þær sem fyrr var get­ið.

Enn fremur er í gildi gjald­skrá fyrir auka­verk presta á borð við skírn­ir, ferm­ing­ar, hjóna­vígslur og útfar­ir. Þar greið­ast til að mynda rúmar 19 þús­und krónur fyrir ferm­ingu og tæp 25 þús­und fyrir útfar­ir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðs­þjón­ustu. Prestar geta þá inn­heimt ferða­kostn­að ­sam­kvæmt almenn­u akst­ur­gjald­i ­rík­is­starfs­manna vegna akst­urs í tengslum við skírn eða hjóna­vígslu. 

Greiðsl­ur ­fyrir rekst­ur emb­ætt­is­ins bæt­ast við laun presta og pró­fasta sem ákveðin voru af kjara­ráði. Þau eru á bil­inu 768 þús­und til rúmrar millj­ónar eftir fjölda sókn­ar­barna og hvort um prest eða pró­fast er að ræða. ­Sam­an­lagt getur því árleg greiðsla vegna rekst­ar­kostn­aðar sam­svarað þrett­ánda mán­uð­inum í launum hjá prest­u­m. 

Samn­inga­við­ræð­ur­ milli ríkis og kirkju standa yfir

Í frum­varpi til fjár­­auka­laga segir að í kjöl­far banka­hruns­ins hafi orðið for­­send­u­brestur í rík­­is­fjár­­­málum og til að bregð­­ast við því var óhjá­­kvæmi­­legt að gera umtals­verðar aðhalds­­­kröfur í rekstr­­ar­út­­­gjöldum allra rík­­is­­stofn­ana og rekstr­­ar­að­ila sem fjár­­­magn­aðir eru úr rík­­is­­sjóð­i. Í til­­­felli þjóð­­kirkj­unnar var um sam­­bæri­­legar aðhalds­­­kröfur að ræða og gerðar voru í öðrum almennum rekstri hjá rík­­inu. Í fjár­­auka­lögum 2015, 2016,2017 og 2018 voru til­­lögur sam­­þykktar um auka fjár­veitn­ingu undir þeim for­­merkjum að við­ræður mundu hefjast við kirkj­una um end­­ur­­skoðun kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins.

Samn­inga­við­ræður við kirkj­una um end­ur­skoðun kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins standa nú yfir og er stefnt að því að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2019. End­ur­skoð­unin felur í sér end­ur­skoðun allra fjár­hags­legra sam­skipta ríkis og ­kirkju, þar með talið sókn­ar­gjöld, jöfn­un­ar­sjóð sókna, fram­lög til kirkju­mála­sjóðs og Krist­ins­sjóðs. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent