Evrópskur sjóður kaupir í Marel fyrir tvo milljarða

Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel, en það skilar þó ekki sjóðnum á opinbera lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Markaðsvirði Marel, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er nú um 278 milljarðar króna.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur í stýr­ingu evr­ópska vog­un­ar­sjóðs­ins Tel­eios Capital hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo millj­arða íslenskra króna. Þannig átti sjóð­ur­inn Tel­eios Global Opportunites ­rúm­lega 5,22 millj­ónir hluta í Mar­el, sem jafn­gildir um 0,77 pró­senta eign­ar­hlut, sam­kvæmt lista yfir alla hlut­hafa félags­ins í gær. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag.

Árleg ávöxtun sjóðs­ins að með­al­tali 17,6 pró­sent 

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp Mar­els í byrjun síð­ustu viku þegar hann keypti sam­an­lagt fjórar millj­ónir hluta á geng­inu 402 eftir lokun mark­aða á þriðju­dag. Tel­eiois Capital var ­stofn­að árið 2013 og er með höf­uð­stöðvar í Sviss. Sjóð­ur­inn var með eignir upp á sam­tals um einn millj­arð Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 120 millj­arða króna, í stýr­ingu síð­asta haust en sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins sjóð­ur­inn fjár­festir einkum í skráðum evr­ópskum félög­um. 

 Nú­ver­andi eign­ar­hlut­ur Tel­eios Capital skilar sjóðnu­mekki á opin­beran lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa Mar­els. ­Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyr­ir­ In­vest ­með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í jan­úar var greint frá því að félagið Vog­un, sem er í eigu Hvals, hafi fjár­fest í Marel fyrir um millj­arð króna. Félagið keypti 2,55 millj­ónir hluta, eða sem nemur tæp­lega 0,4 pró­senta eign­ar­hlut, í Marel um miðjan síð­asta mán­uð.

Auglýsing

Hagn­að­ist um 12,1 millj­arð árið 2017

Mark­aðsvirði Marel er nú um 278 millj­arðar króna og gengi bréfa félags­ins hafa hækkað um meira en tíu pró­sent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun mark­aða í gær. Mar­el er stærsta fyr­ir­tæki Íslands, hefur yfir að ráða um 6.000 starfs­menn í yfir 33 lönd­um. Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri félags­ins, hefur kynnt vaxt­ar­á­form fyrir kom­andi ár  og er þar meðal ann­ars horft til 12 pró­sent vaxtar að með­al­tali á ári næsta ára­tug­inn.

Tví­hliða skrán­ing Marel er nú í burð­ar­liðnum og þar horft til kaup­hall­anna í Kaup­manna­höfn, Am­ster­dam og London, en lík­legt þykir að það muni skýr­ast á aðal­fundi félags­ins í mar­s.  Í októ­ber verð­mat grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á tæp­­lega 400 millj­­arða í nýrri grein­ingu og mældi með kaupum á bréfum félags­­ins, sé horft til næstu 12 mán­aða.

Árið 2017 hagn­að­ist félagið um 97 millj­ónir evra eða sem nemur 12,1 millj­arði króna. Mar­el mun birta upp­gjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun mark­aða í dag, mið­viku­dag.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent