Evrópskur sjóður kaupir í Marel fyrir tvo milljarða

Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel, en það skilar þó ekki sjóðnum á opinbera lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Markaðsvirði Marel, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er nú um 278 milljarðar króna.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur í stýr­ingu evr­ópska vog­un­ar­sjóðs­ins Tel­eios Capital hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo millj­arða íslenskra króna. Þannig átti sjóð­ur­inn Tel­eios Global Opportunites ­rúm­lega 5,22 millj­ónir hluta í Mar­el, sem jafn­gildir um 0,77 pró­senta eign­ar­hlut, sam­kvæmt lista yfir alla hlut­hafa félags­ins í gær. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag.

Árleg ávöxtun sjóðs­ins að með­al­tali 17,6 pró­sent 

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp Mar­els í byrjun síð­ustu viku þegar hann keypti sam­an­lagt fjórar millj­ónir hluta á geng­inu 402 eftir lokun mark­aða á þriðju­dag. Tel­eiois Capital var ­stofn­að árið 2013 og er með höf­uð­stöðvar í Sviss. Sjóð­ur­inn var með eignir upp á sam­tals um einn millj­arð Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 120 millj­arða króna, í stýr­ingu síð­asta haust en sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins sjóð­ur­inn fjár­festir einkum í skráðum evr­ópskum félög­um. 

 Nú­ver­andi eign­ar­hlut­ur Tel­eios Capital skilar sjóðnu­mekki á opin­beran lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa Mar­els. ­Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyr­ir­ In­vest ­með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í jan­úar var greint frá því að félagið Vog­un, sem er í eigu Hvals, hafi fjár­fest í Marel fyrir um millj­arð króna. Félagið keypti 2,55 millj­ónir hluta, eða sem nemur tæp­lega 0,4 pró­senta eign­ar­hlut, í Marel um miðjan síð­asta mán­uð.

Auglýsing

Hagn­að­ist um 12,1 millj­arð árið 2017

Mark­aðsvirði Marel er nú um 278 millj­arðar króna og gengi bréfa félags­ins hafa hækkað um meira en tíu pró­sent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun mark­aða í gær. Mar­el er stærsta fyr­ir­tæki Íslands, hefur yfir að ráða um 6.000 starfs­menn í yfir 33 lönd­um. Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri félags­ins, hefur kynnt vaxt­ar­á­form fyrir kom­andi ár  og er þar meðal ann­ars horft til 12 pró­sent vaxtar að með­al­tali á ári næsta ára­tug­inn.

Tví­hliða skrán­ing Marel er nú í burð­ar­liðnum og þar horft til kaup­hall­anna í Kaup­manna­höfn, Am­ster­dam og London, en lík­legt þykir að það muni skýr­ast á aðal­fundi félags­ins í mar­s.  Í októ­ber verð­mat grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á tæp­­lega 400 millj­­arða í nýrri grein­ingu og mældi með kaupum á bréfum félags­­ins, sé horft til næstu 12 mán­aða.

Árið 2017 hagn­að­ist félagið um 97 millj­ónir evra eða sem nemur 12,1 millj­arði króna. Mar­el mun birta upp­gjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun mark­aða í dag, mið­viku­dag.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent