Evrópskur sjóður kaupir í Marel fyrir tvo milljarða

Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel, en það skilar þó ekki sjóðnum á opinbera lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Markaðsvirði Marel, sem er hið langstærsta í Kauphöllinni, er nú um 278 milljarðar króna.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur í stýr­ingu evr­ópska vog­un­ar­sjóðs­ins Tel­eios Capital hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um tvo millj­arða íslenskra króna. Þannig átti sjóð­ur­inn Tel­eios Global Opportunites ­rúm­lega 5,22 millj­ónir hluta í Mar­el, sem jafn­gildir um 0,77 pró­senta eign­ar­hlut, sam­kvæmt lista yfir alla hlut­hafa félags­ins í gær. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag.

Árleg ávöxtun sjóðs­ins að með­al­tali 17,6 pró­sent 

Fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp Mar­els í byrjun síð­ustu viku þegar hann keypti sam­an­lagt fjórar millj­ónir hluta á geng­inu 402 eftir lokun mark­aða á þriðju­dag. Tel­eiois Capital var ­stofn­að árið 2013 og er með höf­uð­stöðvar í Sviss. Sjóð­ur­inn var með eignir upp á sam­tals um einn millj­arð Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 120 millj­arða króna, í stýr­ingu síð­asta haust en sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins sjóð­ur­inn fjár­festir einkum í skráðum evr­ópskum félög­um. 

 Nú­ver­andi eign­ar­hlut­ur Tel­eios Capital skilar sjóðnu­mekki á opin­beran lista yfir tutt­ugu stærstu hlut­hafa Mar­els. ­Stærsti hlut­hafi Mar­els er Eyr­ir­ In­vest ­með tæp­lega 28 pró­senta hlut. Þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt um 38 pró­senta hlut. Í jan­úar var greint frá því að félagið Vog­un, sem er í eigu Hvals, hafi fjár­fest í Marel fyrir um millj­arð króna. Félagið keypti 2,55 millj­ónir hluta, eða sem nemur tæp­lega 0,4 pró­senta eign­ar­hlut, í Marel um miðjan síð­asta mán­uð.

Auglýsing

Hagn­að­ist um 12,1 millj­arð árið 2017

Mark­aðsvirði Marel er nú um 278 millj­arðar króna og gengi bréfa félags­ins hafa hækkað um meira en tíu pró­sent það sem af er þessu ári og stóð í 407,5 krónum á hlut við lokun mark­aða í gær. Mar­el er stærsta fyr­ir­tæki Íslands, hefur yfir að ráða um 6.000 starfs­menn í yfir 33 lönd­um. Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri félags­ins, hefur kynnt vaxt­ar­á­form fyrir kom­andi ár  og er þar meðal ann­ars horft til 12 pró­sent vaxtar að með­al­tali á ári næsta ára­tug­inn.

Tví­hliða skrán­ing Marel er nú í burð­ar­liðnum og þar horft til kaup­hall­anna í Kaup­manna­höfn, Am­ster­dam og London, en lík­legt þykir að það muni skýr­ast á aðal­fundi félags­ins í mar­s.  Í októ­ber verð­mat grein­ing­­ar­­fyr­ir­tækið Stockvi­ews í London Marel á tæp­­lega 400 millj­­arða í nýrri grein­ingu og mældi með kaupum á bréfum félags­­ins, sé horft til næstu 12 mán­aða.

Árið 2017 hagn­að­ist félagið um 97 millj­ónir evra eða sem nemur 12,1 millj­arði króna. Mar­el mun birta upp­gjör sitt fyrir árið 2018 eftir lokun mark­aða í dag, mið­viku­dag.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent