Markaðsvirði Marel hækkaði um 18 milljarða í dag

Uppgjör Marel fyrir fjórða ársfjórðung sýnir sterka stöðu félagsins á markaði, nú þegar líður að ákvörðun um skráningu félagsins í erlenda kauphöll, annaðhvort í Amsterdam eða Kaupmannahöfn.

árni oddur þórðarson forstjóri marel
Auglýsing

Hagn­aður Marel á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 nam 38 millj­ónum evra, eða sem sam­svarar 5,2 millj­örðum íslenskra króna, sem er aukn­ing um 12,4 pró­sent frá sama tíma árið 2017 þegar hagn­að­ur­inn nam 33,8 millj­ónum evra eða sem nemur 4,7 millj­örðum króna. 

Pant­anir félags­ins námu 296 millj­ónum evra, sem var aukn­ing frá 281,5 millj­ónum evra árið áður og tekj­urnar námu 330,8 millj­ónum evr­a. 

Gengi hluta­bréfa félags­ins hækk­aði um 6,2 pró­sent í dag í þriggja millj­arða króna við­skipt­um, og mark­aðsvirðið hækk­aði um 18 millj­arða, og er nú um 295 millj­arðar króna.

Auglýsing

Hagn­aður árs­ins 2018 nam í heild­ina 122,5 millj­ónum evra, um 16,8 millj­örðum króna, sem er aukn­ing um 26,4 pró­sent frá árinu áður þegar það var 96,9 millj­ónir evra, eða um 13,5 millj­örðum króna. Í krónum nam hagn­aður árs­ins 2018 því um 16,8 millj­örðum króna.

„Við erum ánægð með nið­ur­stöðu fjórða árs­fjórð­ungs og árs­ins í heild. Í fjórða árs­fjórð­ungi skilum við met­tekj­um, 331 milljón evra, sem er 12% aukn­ing sam­an­borið við sterkan fjórða árs­fjórð­ung árið á und­an. Tekjur á árinu juk­ust um 15%, þar af er innri vöxtur 12,5%. Marel hefur einn mesta fjölda upp­settra vinnslu­kerfa í heim­in­um. Sá grunnur og aukin áhersla á þjón­ustu við við­skipta­vini skila stöð­ugum við­halds­tekjum sem nema 35% af heild­ar­tekjum félags­ins. EBIT fram­legð nam 14,6% á fjórð­ungn­um, líkt og á árin­u,“ segir Árni Oddur Þórð­ar­son í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins.

London útaf borð­inu

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­legri kaup­höll ganga sam­kvæmt áætl­un, segir í til­kynn­ingu. Á aðal­fundi félags­ins 2018 til­kynnti Ást­hildur Mar­grét Othars­dóttir stjórn­ar­for­maður Mar­el, að STJ Advis­ors, óháðir alþjóð­legir ráð­gjaf­ar, hefðu verið fengnir til að greina mögu­lega skrán­ing­ar­kosti fyrir félag­ið.

„Unnið er að því að fá tvo alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka til ráð­gjafar við skrán­ing­ar­ferl­ið. Um leið og ákvörðun um kaup­höll liggur fyr­ir, mun Marel leita ráð­gjafar hjá þar­lendum fjár­mála­stofn­un­um. ­Stjórn Marel tel­ur, byggt á ráð­gjöf stjórn­enda og STJ Advis­ors, að tví­hlíða skrán­ing í alþjóð­legri kaup­höll sé til hags­bóta fyrir bæði núver­andi og verð­andi hlut­hafa Mar­el. Aðrir skrán­ing­ar­kostir sem voru til skoð­unar voru að vera áfram skráð félag á Íslandi ein­göngu eða afskrá félagið á Íslandi og skrá það að fullu erlend­is. Hluti af grein­ing­ar­ferl­inu var ítar­leg upp­lýs­inga­beiðni sem var send á fimm alþjóð­legar kaup­hall­ir. Í fram­haldi voru skrán­ing­ar­kostir þrengdir niður í þrjár kaup­hall­ir, Amster­dam, Kaup­manna­höfn, og London. Valið stendur nú fyrst og fremst á milli Euro­next í Amster­dam og Nas­daq í Kaup­manna­höfn,“ segir í til­kynn­ingu.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent