Markaðsvirði Marel hækkaði um 18 milljarða í dag

Uppgjör Marel fyrir fjórða ársfjórðung sýnir sterka stöðu félagsins á markaði, nú þegar líður að ákvörðun um skráningu félagsins í erlenda kauphöll, annaðhvort í Amsterdam eða Kaupmannahöfn.

árni oddur þórðarson forstjóri marel
Auglýsing

Hagn­aður Marel á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 nam 38 millj­ónum evra, eða sem sam­svarar 5,2 millj­örðum íslenskra króna, sem er aukn­ing um 12,4 pró­sent frá sama tíma árið 2017 þegar hagn­að­ur­inn nam 33,8 millj­ónum evra eða sem nemur 4,7 millj­örðum króna. 

Pant­anir félags­ins námu 296 millj­ónum evra, sem var aukn­ing frá 281,5 millj­ónum evra árið áður og tekj­urnar námu 330,8 millj­ónum evr­a. 

Gengi hluta­bréfa félags­ins hækk­aði um 6,2 pró­sent í dag í þriggja millj­arða króna við­skipt­um, og mark­aðsvirðið hækk­aði um 18 millj­arða, og er nú um 295 millj­arðar króna.

Auglýsing

Hagn­aður árs­ins 2018 nam í heild­ina 122,5 millj­ónum evra, um 16,8 millj­örðum króna, sem er aukn­ing um 26,4 pró­sent frá árinu áður þegar það var 96,9 millj­ónir evra, eða um 13,5 millj­örðum króna. Í krónum nam hagn­aður árs­ins 2018 því um 16,8 millj­örðum króna.

„Við erum ánægð með nið­ur­stöðu fjórða árs­fjórð­ungs og árs­ins í heild. Í fjórða árs­fjórð­ungi skilum við met­tekj­um, 331 milljón evra, sem er 12% aukn­ing sam­an­borið við sterkan fjórða árs­fjórð­ung árið á und­an. Tekjur á árinu juk­ust um 15%, þar af er innri vöxtur 12,5%. Marel hefur einn mesta fjölda upp­settra vinnslu­kerfa í heim­in­um. Sá grunnur og aukin áhersla á þjón­ustu við við­skipta­vini skila stöð­ugum við­halds­tekjum sem nema 35% af heild­ar­tekjum félags­ins. EBIT fram­legð nam 14,6% á fjórð­ungn­um, líkt og á árin­u,“ segir Árni Oddur Þórð­ar­son í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins.

London útaf borð­inu

Áform um skrán­ingu hluta­bréfa Marel í alþjóð­legri kaup­höll ganga sam­kvæmt áætl­un, segir í til­kynn­ingu. Á aðal­fundi félags­ins 2018 til­kynnti Ást­hildur Mar­grét Othars­dóttir stjórn­ar­for­maður Mar­el, að STJ Advis­ors, óháðir alþjóð­legir ráð­gjaf­ar, hefðu verið fengnir til að greina mögu­lega skrán­ing­ar­kosti fyrir félag­ið.

„Unnið er að því að fá tvo alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka til ráð­gjafar við skrán­ing­ar­ferl­ið. Um leið og ákvörðun um kaup­höll liggur fyr­ir, mun Marel leita ráð­gjafar hjá þar­lendum fjár­mála­stofn­un­um. ­Stjórn Marel tel­ur, byggt á ráð­gjöf stjórn­enda og STJ Advis­ors, að tví­hlíða skrán­ing í alþjóð­legri kaup­höll sé til hags­bóta fyrir bæði núver­andi og verð­andi hlut­hafa Mar­el. Aðrir skrán­ing­ar­kostir sem voru til skoð­unar voru að vera áfram skráð félag á Íslandi ein­göngu eða afskrá félagið á Íslandi og skrá það að fullu erlend­is. Hluti af grein­ing­ar­ferl­inu var ítar­leg upp­lýs­inga­beiðni sem var send á fimm alþjóð­legar kaup­hall­ir. Í fram­haldi voru skrán­ing­ar­kostir þrengdir niður í þrjár kaup­hall­ir, Amster­dam, Kaup­manna­höfn, og London. Valið stendur nú fyrst og fremst á milli Euro­next í Amster­dam og Nas­daq í Kaup­manna­höfn,“ segir í til­kynn­ingu.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent