Málefni VG nú hluti af „meginstraumi stjórnmálanna“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund flokksins í dag, í tilefni af 20 ára afmæli flokksins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, segir mál­efni sem Vinstri græn kom með að borði íslenskra stjórn­mála, þegar flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir 20 árum, nú vera hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. 

Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt á flokks­ráðs­fundi flokks­ins í dag, í til­efni af 20 ára afmæli flokks­ins. 

„Og það sem við höfum séð á þessum tíma er ger­breyt­ing á okkar mál­efna­legu stöðu. Þegar við Vinstri-græn töl­uðum um nýsköpun og að hverfa frá stór­iðju­stefn­unni, eitt­hvað ann­að, þóttum við hlægi­leg og eitt­hvað annað var skil­greint sem fjalla­grös og sauð­skinns­skór. Þegar Vinstri-græn vildu gera kaup á vændi refsi­verð vorum við púrit­anar sem höt­uðu karl­menn og voru á móti kyn­lífi. Þegar við vildum fella niður leik­skóla­gjöld vorum við óraun­sætt draum­óra­fólk. Og þegar við sögðum að kannski væru bank­arnir of aðsóps­miklir vorum við sögð standa gegn fram­förum og jafn­vel sjálfum nútím­an­um. En sagan sýnir að öll þessi mál eru nú hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna,“ sagði Katrín. 

Auglýsing

Hún minnt­ist tím­ans þegar Vinstri græn fengu góða kosn­ingu árið 2009, og hvernig það hefði gengið að takast á við erf­iðar aðstæður sem blöstu við eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins.

„Fyrstu tíu ár VG stóðum við utan rík­is­stjórn­ar. Eftir góða kosn­ingu árið 2009 blasti hins vegar beint við að halda áfram stjórn­ar­sam­starfi við Sam­fylk­ingu en eins og við munum mynd­uðum við minni­hluta­stjórn með henni þann 1. febr­úar 2009. Sú rík­is­stjórn vann ótrú­legt starf á tímum sem lík­lega voru mestu umbrota­tímar í íslensku sam­fé­lagi frá lýð­veld­is­stofn­un. Það tókst að ná ótrú­legum árangri við að rétta af stöðu rík­is­sjóðs með bland­aðri leið skatta­hækk­ana og nið­ur­skurðar sem var í and­stöðu við meg­in­straum hag­fræði­kenn­inga þess tíma.

Mörg lönd fóru þá leið að bregð­ast ein­göngu við alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni með nið­ur­skurði, sem hefur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir almenn­ing. Nýlega fór sér­stakur erind­reki Sam­ein­uðu þjóð­anna gegn fátækt í heim­sókn til Bret­lands og sagði í skýrslu sinni að lok­inni ferð að nið­ur­skurð­ar­stefna breskra stjórn­valda hefði skilið borg­ara lands­ins eftir í eymd og vesæld. Hann tók harðar til orða en við eigum að venj­ast um nágranna­lönd okk­ar, sagði fimmta hvern lands­mann búa við fátækt. Hann dró fram hversu kynjuð nið­ur­skurð­ar­stefnan er þegar hann sagði að þótt hópur af karl­rembum hefði verið kall­aður saman til að hanna kerfi sem íviln­aði körlum á kostnað kvenna, þá hefði sá hópur ekki getað lagt til margt sem var ekki þegar í fram­kvæmd,“ sagði Katrín. 

Hún sagði sögu flokks­ins sína, að hann hefði haft mikil og jákvæð áhrif á stjórn­mál­in. „Ég lít á það sem for­rétt­indi að fá að starfa með ykkur og trúi því að nú sem áður gerum við gagn í því verk­efni að gera sam­fé­lagið betra og rétt­lát­ara fyrir okkur öll,“ sagði Katrín.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent