Málefni VG nú hluti af „meginstraumi stjórnmálanna“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund flokksins í dag, í tilefni af 20 ára afmæli flokksins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, segir mál­efni sem Vinstri græn kom með að borði íslenskra stjórn­mála, þegar flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir 20 árum, nú vera hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna. 

Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt á flokks­ráðs­fundi flokks­ins í dag, í til­efni af 20 ára afmæli flokks­ins. 

„Og það sem við höfum séð á þessum tíma er ger­breyt­ing á okkar mál­efna­legu stöðu. Þegar við Vinstri-græn töl­uðum um nýsköpun og að hverfa frá stór­iðju­stefn­unni, eitt­hvað ann­að, þóttum við hlægi­leg og eitt­hvað annað var skil­greint sem fjalla­grös og sauð­skinns­skór. Þegar Vinstri-græn vildu gera kaup á vændi refsi­verð vorum við púrit­anar sem höt­uðu karl­menn og voru á móti kyn­lífi. Þegar við vildum fella niður leik­skóla­gjöld vorum við óraun­sætt draum­óra­fólk. Og þegar við sögðum að kannski væru bank­arnir of aðsóps­miklir vorum við sögð standa gegn fram­förum og jafn­vel sjálfum nútím­an­um. En sagan sýnir að öll þessi mál eru nú hluti af meg­in­straumi stjórn­mál­anna,“ sagði Katrín. 

Auglýsing

Hún minnt­ist tím­ans þegar Vinstri græn fengu góða kosn­ingu árið 2009, og hvernig það hefði gengið að takast á við erf­iðar aðstæður sem blöstu við eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins.

„Fyrstu tíu ár VG stóðum við utan rík­is­stjórn­ar. Eftir góða kosn­ingu árið 2009 blasti hins vegar beint við að halda áfram stjórn­ar­sam­starfi við Sam­fylk­ingu en eins og við munum mynd­uðum við minni­hluta­stjórn með henni þann 1. febr­úar 2009. Sú rík­is­stjórn vann ótrú­legt starf á tímum sem lík­lega voru mestu umbrota­tímar í íslensku sam­fé­lagi frá lýð­veld­is­stofn­un. Það tókst að ná ótrú­legum árangri við að rétta af stöðu rík­is­sjóðs með bland­aðri leið skatta­hækk­ana og nið­ur­skurðar sem var í and­stöðu við meg­in­straum hag­fræði­kenn­inga þess tíma.

Mörg lönd fóru þá leið að bregð­ast ein­göngu við alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni með nið­ur­skurði, sem hefur haft alvar­legar afleið­ingar fyrir almenn­ing. Nýlega fór sér­stakur erind­reki Sam­ein­uðu þjóð­anna gegn fátækt í heim­sókn til Bret­lands og sagði í skýrslu sinni að lok­inni ferð að nið­ur­skurð­ar­stefna breskra stjórn­valda hefði skilið borg­ara lands­ins eftir í eymd og vesæld. Hann tók harðar til orða en við eigum að venj­ast um nágranna­lönd okk­ar, sagði fimmta hvern lands­mann búa við fátækt. Hann dró fram hversu kynjuð nið­ur­skurð­ar­stefnan er þegar hann sagði að þótt hópur af karl­rembum hefði verið kall­aður saman til að hanna kerfi sem íviln­aði körlum á kostnað kvenna, þá hefði sá hópur ekki getað lagt til margt sem var ekki þegar í fram­kvæmd,“ sagði Katrín. 

Hún sagði sögu flokks­ins sína, að hann hefði haft mikil og jákvæð áhrif á stjórn­mál­in. „Ég lít á það sem for­rétt­indi að fá að starfa með ykkur og trúi því að nú sem áður gerum við gagn í því verk­efni að gera sam­fé­lagið betra og rétt­lát­ara fyrir okkur öll,“ sagði Katrín.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent