Microsoft sagt hafa einstakt tækifæri á frekari vexti

Heildareignir Microsoft hafa vaxið mikið á undanförnum árum. Fátt bendir til annars en að mikill og hraður áframhaldandi vöxtur sé í pípunum.

Microsoft kaupir LinkedIn
Auglýsing

Heild­ar­eignir Microsoft námu 258,8 millj­örðum Banda­ríkja­dala árið 2018, eða sem nemur um 31 þús­und millj­örðum króna, og nemur vöxtur heild­ar­eigna 65,8 millj­örðum Banda­ríkja­dala frá árinu 2015, eða rétt um 8 þús­und millj­örðum króna. 

Í nýjasta upp­gjöri félags­ins, sem birt var fyrr í vik­unni, segir for­stjór­inn Satya Nadella að vöxt­ur­inn sé áfram veru­legur í skýja­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins, og að Microsoft hafi stórt og mikið tæki­færi fyrir framan sig til að veiti meiri skýja­þjón­ustu og efla ýmsa þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins með hjálp gervi­greind­ar.

Auglýsing


Ástæðan er ekki síst sú, að fyr­ir­tækið er með rót­gróna við­skipta­vini, fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ríki um allan heim, sem kaupa þjón­ustu og hug­búnað af fyr­ir­tæk­inu, og hafa gert ára­tugum sam­an, sum hver. 

Með því að efla þjón­ust­una og gera hana meira í takt við nútíma­þarf­ir, getur Microsoft nýtt tæki­færi til vaxt­ar, með skýja­þjón­ust­una sem helsta vaxt­ar­brodd­inn og traustar teng­ingar við sterkt net við­skipta­vina. Ípistli Jay Greene, pistla­höf­undi Wall Street Journal á sviði tækni­mála, frá því í októ­ber, segir að stefnu­breyt­ing fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förnum árum, með því að leggja meiri áherslu á skýja­þjón­ustu en það hafði gert, sé nú að borga sig. 

Microsoft er nú næst verð­mætasta skráða félag í ver­öld­inni á eftir App­le, með verð­miða upp á 810 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 100 þús­und millj­örðum króna. 

App­le, Microsoft og Amazon hafa skipst á að vera verð­mæt­ustu félögin á und­an­förnum mán­uð­um.Óhætt er að segja að hin tvö fyrr­nefndu, Apple og Microsoft, séu með fulla vasa fjár. Laust fé frá rekstri (Cash on hand) hjá Apple nam um 237 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 52 þús­und millj­örðum króna, í des­em­ber síð­ast­liðnum og hjá Microsoft var það 133 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 16 þús­und millj­örð­um. Sam­an­lagt er laust fé fyr­ir­tækj­anna 370 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 44 þús­und og fjögur hund­ruð millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem dugar til að kaupa allar fast­eignir á Íslandi 6 sinn­um, miðað vð fast­eigna­mat árs­ins 2018, en virði fast­eigna á Íslandi var þá 7.300 millj­arðar króna. 

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent