Snæbjörn segir af sér sem varaþingmaður Pírata

Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér varaþingmennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á skemmtistað í Reykjavík um helgina og sagt óviðeigandi hluti við blaðakonu.

Snæbjörn
Auglýsing

Snæ­björn Brynjars­son, vara­þing­maður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér vara­þing­mennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á skemmti­stað í Reykja­vík um helg­ina. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hans í morg­un. 

„Að­far­arnótt laug­ar­dags rakst ég á Ernu Ýr Öldu­dótt­ur, blaða­mann og fyrr­ver­andi for­mann fram­kvæmda­ráðs Pírata, á skemmti­stað í Reykja­vík. Ég missti stjórn á skapi mínu og sagði hluti við hana sem voru með öllu óvið­eig­andi.

Sú hegðun sem ég sýndi umrætt kvöld er ekki sæm­andi kjörnum full­trúa. Ég mun axla fulla ábyrgð á gjörðum mínum og bið alla hlut­að­eig­andi afsök­unar og vona að sem minnstur skaði hafi hlot­ist af,“ segir hann í færsl­unn­i. 

Auglýsing

„Í ljósi atburða lið­innar helgar hef ég því ákveðið að segja af mér sem vara­þing­maður Pírata, frekar en að láta þessa hegðun kasta rýrð á sam­starfs­fé­laga mína og Alþingi. Mér er annt um virð­ingu Alþing­is, traust fólks á kjörnum full­trú­um, en sér í lagi er mér annt um þau þús­undir manna sem kusu Pírata og öll þau hund­ruð sem lögðu á sig þrot­lausa sjálf­boða­vinnu til að tryggja mér kjör. Af virð­ingu fyrir því umboði sem allt þetta fólk veitti mér hef ég ákveðið að segja af mér taf­ar­laust sem vara­þing­maður Pírata fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og víkja úr öllum ábyrgð­ar­stöðum sem Píratar hafa falið mér.

Ég ætla mér að læra af þessum mis­tökum og biðst inni­lega afsök­unar á hegðun minn­i,“ segir hann. 

Í athuga­semd undir færsl­unni segir Snæ­björn það ekki vera heimsendi þó að ein­hver segi af sér. „Ég varð mér til minnk­un­ar, en lífið heldur alveg áfram. Það er flott lið með mér á lista, allir sem eru á þessum lista væru frá­bærir vara­þing­menn. Eng­inn einn maður er merki­legri en hreyf­ingin sem hann bauð sig fram fyr­ir.“

Sæl, öll söm­ul. Að­far­arnótt laug­ar­dags rakst ég á Ernu Ýr Öldu­dótt­ur, blaða­mann og fyrr­ver­andi for­mann fram­kvæmda­ráðs...

Posted by Snae­bjorn Brynjars­son on Monday, Febru­ary 11, 2019


Aldrei talað við hann í eigin per­sónu

Erna Ýr segir á Facabook-­síðu sinni að hún láti nú ekki margt setja sig úr skorð­um, en að hún hafi orðið fyrir þeirri óskemmti­legu reynslu aðfara­nótt laug­ar­dags­ins 9. febr­úar síð­ast­lið­inn á Kaffi­barn­um, að Snæ­björn Brynjars­son, sem gegndi vara­þing­mennsku fyrir Pírata á Alþingi síð­ast í des­em­ber 2018, hafi veist að henni með ógn­un­um. „Það skal tekið fram að ég þekki hann ekk­ert og hef aldrei talað við hann í eigin per­són­u,“ segir hún. 

„Ég stóð á úti­svæði stað­ar­ins og átti þar ánægju­legt spjall við tvo menn, þegar Snæ­björn birt­ist fyrir aftan þá og æpti að mér: „Erna, ég hata þig, mig langar að berja þig,” og skor­aði á mig að mæta sér fyrir utan stað­inn.

Ég svar­aði honum engu en hinir ágætu menn, sem stóðu og spjöll­uðu við mig, sneru sér við, slógu um mig skjald­borg og vís­uðu honum á brott, og megi þeir eiga góðar þakkir fyr­ir. Þeir voru alveg jafn furðu lostnir og ég, því að Snæ­björn væri nú vinur þeirra,“ segir hún á Face­book. 

Finnst þetta eiga erindi við almenn­ing

Erna Ýr seg­ist hafa orðið nokkuð skelkuð eftir þessa reynslu, en eftir að hafa jafnað sig aðeins og hugsað málið í sam­hengi við þá umræðu sem átt hefur sér stað í þjóð­fé­lag­inu á und­an­förnum miss­erum, þyki henni þetta óþægi­lega atvik eiga erindi við almenn­ing, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem Snæ­björn hefur gegnt á Alþingi.

„Val­kvætt minni hans um ógn­andi fram­komu sína og orð í minn garð, ásamt kjána­legum og ótrú­verð­ugum skýr­ingum sem hann gefur Frétta­blað­inu, gefa til­efni til að efast um dóm­greind hans og hug­myndir um hlut­verk fjöl­miðla í lýð­ræð­is­ríki. Afsök­un­ar­beiðni Snæ­björns, skreytt þeirri auka­skýr­ingu að hann hafi verið „í glasi” er því ekki túkalls­ins virð­i,“ segir hún. 

Ég læt nú ekki margt setja mig úr skorð­um, en ég varð fyrir þeirri óskemmti­legu reynslu aðfara­nótt laug­ar­dags­ins 9....

Posted by Erna Ýr Öldu­dóttir on Monday, Febru­ary 11, 2019


Mikið niðri fyrir

Í Frétta­blað­inu í morgun var fjallað um málið en þar var rætt við annan mann­anna sem urðu vitni að atvik­inu og er kunn­ugur Snæ­birni. Hann stað­festi að Snæ­björn hefði lýst fyr­ir­litn­ingu sinni á Ernu, verið mikið niðri fyrir en sagði hann ekki hafa hótað henni ofbeldi.

„Ég myndi aldrei hóta blaða­manni, en ég skulda henni samt afsök­un­ar­beiðni fyrir að vera að segja skoðun mína á Birni Inga. Maður á ekki að vera með leið­indi við fólk í glasi,“ sagði Snæ­björn í sam­tali við Frétta­blað­ið. Fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu
Birting á 448 síðna skýrslu saksóknarans Rupert Mueller er mál málanna í bandarískum fjölmiðlum í dag. Ekki er um neitt annað talað í sjónvarpsfréttum. Er þetta góð eða slæm skýrsla fyrir Bandaríkjaforseta?
Kjarninn 19. apríl 2019
Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent