Friðrik: Engar óhóflegar hækkanir á launum bankastjórans

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir laun bankastjóra Íslandsbanka verði orðin lægri á þessu ári en þau voru þegar ríkið varð eigandi bankans. Hann segist vel skilja umræðu um há laun í fjármálakerfinu í tengslum við kjarasamninga.

Friðrik Sophusson
Auglýsing

Laun banka­stjóra Íslands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, hafa ekki hækkað óhóf­lega frá því ríkið varð eig­andi bank­ans að öllu leyti, 1. jan­úar 2016, og eftir að þau voru lækkuð í nóv­em­ber í fyrra, þá verða þau lægri á þessu ári en þau voru 2016. 

Þetta segir Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­maður Íslands­banka.

Mán­að­ar­laun Birnu voru 5 millj­ónir árið 2016 en eftir lækkun á laun­unum verða þau 4,8 millj­ónir á þessu ári. Það er um 5,3 pró­sent lækk­un, en á sama tíma hækk­aði launa­vísi­tala um rúm­lega 23 pró­sent.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann í kvöld, sagði Frið­rik að Íslands­banki hefði ekki verið að hækka laun óhóf­lega hjá stjórn­endum bank­ans á und­an­förnum árum, eða frá því að ríkið eign­að­ist bank­ann. 

Þá vildi hann ekki tjá sig um launa­mun banka­stjóra Íslands­bank­ans ann­ars veg­ar, og banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, hins veg­ar, og sagði að það væri Banka­sýsl­unnar að svara fyrir stefnu eig­anda, það er rík­is­ins, og síðan banka­ráðs Lands­bank­ans að svara fyrir um laun banka­stjóra Lands­bank­ans.

Birna Ein­ars­dóttir var með 5,3 millj­ónir í mán­að­ar­laun í fyrra, og hækk­uðu þau um tæp­lega 10 pró­sent milli ára, en Lilja Björk er með 3,8 millj­ón­ir.

Hann sagði eðli­legt að rýnt væri í laun stjórn­enda rík­is­ins, þegar kjara­við­ræður væru ann­ars veg­ar, og að stjórn Íslands­banka myndi gefa glögga mynd af því hvernig mál hefðu þró­ast innan bank­ans, frá því að ríkið varð eig­andi hans í byrjun árs 2016, eins og Banka­sýslan hefur óskað eftir með bréfi. 

Aðspurður sagði hann enn fremur að vissu­lega væru launin há, og hefðu verið það þegar ríkið varð eig­andi bank­ans, en að það væri önnur umræða hvort lækka ætti launin og fara þannig gegn fyr­ir­liggj­andi samn­ingum við starfs­fólk, með til­heyr­andi kostn­aði sem því fylgd­i. 

Frið­rik sagði rekstur Íslands­banka hafa gengið nokkuð vel í fyrra, en aðspurður sagði hann að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans, það er rekstr­ar­kostn­aður í hlut­falli við tekj­ur, væri of hátt. 

Það væri mik­il­vægt verk­efni bank­ans að ná því niður að mark­miði, sem er 55 pró­sent, en í fyrra var hlut­fallið ríf­lega 66 pró­sent. Í sam­an­burði þá var kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans 45,5 pró­sent.

Frið­rik sagði stefn­una vera skýra um að bæði lækka rekstr­ar­kostn­að, og eins að auka tekjur hans, og þannig styrkja und­ir­liggj­andi rekstur til fram­tíðar lit­ið.

Íslands­banki hagn­að­ist um 10,6 millj­arða króna í fyrra og lagt er til að 5,3 millj­arðar verði greiddir í arð til rík­is­ins vegna rekstrar á árinu 2018.

Eigið fé bank­ans nam ríf­lega 176 millj­örðum króna í lok árs 2018.

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent