Friðrik: Engar óhóflegar hækkanir á launum bankastjórans

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir laun bankastjóra Íslandsbanka verði orðin lægri á þessu ári en þau voru þegar ríkið varð eigandi bankans. Hann segist vel skilja umræðu um há laun í fjármálakerfinu í tengslum við kjarasamninga.

Friðrik Sophusson
Auglýsing

Laun banka­stjóra Íslands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, hafa ekki hækkað óhóf­lega frá því ríkið varð eig­andi bank­ans að öllu leyti, 1. jan­úar 2016, og eftir að þau voru lækkuð í nóv­em­ber í fyrra, þá verða þau lægri á þessu ári en þau voru 2016. 

Þetta segir Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­maður Íslands­banka.

Mán­að­ar­laun Birnu voru 5 millj­ónir árið 2016 en eftir lækkun á laun­unum verða þau 4,8 millj­ónir á þessu ári. Það er um 5,3 pró­sent lækk­un, en á sama tíma hækk­aði launa­vísi­tala um rúm­lega 23 pró­sent.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann í kvöld, sagði Frið­rik að Íslands­banki hefði ekki verið að hækka laun óhóf­lega hjá stjórn­endum bank­ans á und­an­förnum árum, eða frá því að ríkið eign­að­ist bank­ann. 

Þá vildi hann ekki tjá sig um launa­mun banka­stjóra Íslands­bank­ans ann­ars veg­ar, og banka­stjóra Lands­bank­ans, Lilju Bjarkar Ein­ars­dótt­ur, hins veg­ar, og sagði að það væri Banka­sýsl­unnar að svara fyrir stefnu eig­anda, það er rík­is­ins, og síðan banka­ráðs Lands­bank­ans að svara fyrir um laun banka­stjóra Lands­bank­ans.

Birna Ein­ars­dóttir var með 5,3 millj­ónir í mán­að­ar­laun í fyrra, og hækk­uðu þau um tæp­lega 10 pró­sent milli ára, en Lilja Björk er með 3,8 millj­ón­ir.

Hann sagði eðli­legt að rýnt væri í laun stjórn­enda rík­is­ins, þegar kjara­við­ræður væru ann­ars veg­ar, og að stjórn Íslands­banka myndi gefa glögga mynd af því hvernig mál hefðu þró­ast innan bank­ans, frá því að ríkið varð eig­andi hans í byrjun árs 2016, eins og Banka­sýslan hefur óskað eftir með bréfi. 

Aðspurður sagði hann enn fremur að vissu­lega væru launin há, og hefðu verið það þegar ríkið varð eig­andi bank­ans, en að það væri önnur umræða hvort lækka ætti launin og fara þannig gegn fyr­ir­liggj­andi samn­ingum við starfs­fólk, með til­heyr­andi kostn­aði sem því fylgd­i. 

Frið­rik sagði rekstur Íslands­banka hafa gengið nokkuð vel í fyrra, en aðspurður sagði hann að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans, það er rekstr­ar­kostn­aður í hlut­falli við tekj­ur, væri of hátt. 

Það væri mik­il­vægt verk­efni bank­ans að ná því niður að mark­miði, sem er 55 pró­sent, en í fyrra var hlut­fallið ríf­lega 66 pró­sent. Í sam­an­burði þá var kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans 45,5 pró­sent.

Frið­rik sagði stefn­una vera skýra um að bæði lækka rekstr­ar­kostn­að, og eins að auka tekjur hans, og þannig styrkja und­ir­liggj­andi rekstur til fram­tíðar lit­ið.

Íslands­banki hagn­að­ist um 10,6 millj­arða króna í fyrra og lagt er til að 5,3 millj­arðar verði greiddir í arð til rík­is­ins vegna rekstrar á árinu 2018.

Eigið fé bank­ans nam ríf­lega 176 millj­örðum króna í lok árs 2018.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent