Íslandsbanki hagnaðist um 10,6 milljarða - 5,3 milljarðar í arð til ríkisins

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir afkomu bankans hafa verið ágæta. Útlán jukust um 12 prósent.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki, sem er í eigu rík­is­ins, hagn­að­ist um 10,6 millj­arða króna eftir skatta og var arð­semi eigin fjár bank­ans 6,1 pró­sent. Stjórn bank­ans leggur til 5,3 millj­arða króna arð­greiðslu til rík­is­ins, vegna árs­ins 2018. Það sam­svarar 50 pró­sent af hagn­aði bank­ans og er í sam­ræmi við lang­tíma­stefnu bank­ans um 40 til 50 pró­sent arð­greiðslu­hlut­fall af hagn­að­i. 

Kostn­að­ar­hlut­fall, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af tekjum bank­ans, var 66,3 pró­sent en lagn­tíma­mark­mið bank­ans er að það sé 55 pró­sent. 

Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans er þó nokkru lægra en Íslands­banka, en var 45,5 pró­sent í lok árs.

Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir í til­kynn­ingu að afkoma bank­ans hafi verið ágæt. Unnið hafi verið að því und­an­farin ár að nútíma­væða bank­ann og byggja upp ábyrga við­skipta- og áhættu­menn­ingu. „Við ætlum að halda þeirri veg­ferð áfram á nýju ári með því að ráð­ast í stefnu­mótun sem við erum viss um að muni skila sér í enn betri banka til hags­bóta fyr­ir­ ­sam­fé­lagið allt. Við fögnum útgáfu nýrrar hvít­bókar um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem kom út í lok síð­asta árs sem stað­festir hve miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku ­banka­kerfi á und­an­förnum árum. Hvít­bókin bendir einnig á þunga skatt­byrði íslensks ­banka­kerfis sem hefur fyrst og fremst bitnað á íslenskum neyt­endum og von­umst við til að sjá breyt­ingar hvað þetta varð­ar,“ segir Birna. 

Útlána­vöxtur bank­ans var umtals­verður á árinu eða 12 pró­sent, og námu ný útlán 239 millj­örðum króna. 

Eigið fé bank­ans nam 176,3 millj­örðum króna í árs­lok og heild­ar­eignir námu 1.130,4 millj­örðum króna.

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi segir að efna­hags­reikn­ingur bank­ans sé traustur og horfur almennt jákvæð­ar. „Horfur í starf­semi bank­ans eru góð­ar. Efna­hags­reikn­ingur bank­ans er traustur og eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöður góð­ar, bæði í íslenskri krónu og erlendum mynt­um. Arð­semi hefur minnkað síð­ustu ár og það verður krefj­andi fyrir bank­ann að ná 8-10% mark­miði um arð­semi af reglu­legri starf­semi. Eftir því sem hægist á vexti í íslensku efna­hags­lífi þá mun draga úr útlána­vexti og því mikil áskorun fyr­ir­ ­stjórn­endur að auka arð­semi. Bank­inn mun halda áfram að fjár­festa í innviðum upp­lýs­inga­tækni og staf­rænum lausnum og mæta með­ því nýjum kröfum í reglu­verk­inu og bæta upp­lifun við­skipta­vina,“ segir í skýrsl­unni.

Stjórn bank­ans skipa Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­mað­ur, Helga Val­fells, vara­for­mað­ur, Anna Þórð­ar­dótt­ir, Auður Finn­boga­dótt­ir, Árni Stef­áns­son, Hall­grímur Snorra­son og Heiðrún Jóns­dóttir

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent