Íslandsbanki hagnaðist um 10,6 milljarða - 5,3 milljarðar í arð til ríkisins

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir afkomu bankans hafa verið ágæta. Útlán jukust um 12 prósent.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki, sem er í eigu rík­is­ins, hagn­að­ist um 10,6 millj­arða króna eftir skatta og var arð­semi eigin fjár bank­ans 6,1 pró­sent. Stjórn bank­ans leggur til 5,3 millj­arða króna arð­greiðslu til rík­is­ins, vegna árs­ins 2018. Það sam­svarar 50 pró­sent af hagn­aði bank­ans og er í sam­ræmi við lang­tíma­stefnu bank­ans um 40 til 50 pró­sent arð­greiðslu­hlut­fall af hagn­að­i. 

Kostn­að­ar­hlut­fall, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af tekjum bank­ans, var 66,3 pró­sent en lagn­tíma­mark­mið bank­ans er að það sé 55 pró­sent. 

Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans er þó nokkru lægra en Íslands­banka, en var 45,5 pró­sent í lok árs.

Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir í til­kynn­ingu að afkoma bank­ans hafi verið ágæt. Unnið hafi verið að því und­an­farin ár að nútíma­væða bank­ann og byggja upp ábyrga við­skipta- og áhættu­menn­ingu. „Við ætlum að halda þeirri veg­ferð áfram á nýju ári með því að ráð­ast í stefnu­mótun sem við erum viss um að muni skila sér í enn betri banka til hags­bóta fyr­ir­ ­sam­fé­lagið allt. Við fögnum útgáfu nýrrar hvít­bókar um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem kom út í lok síð­asta árs sem stað­festir hve miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku ­banka­kerfi á und­an­förnum árum. Hvít­bókin bendir einnig á þunga skatt­byrði íslensks ­banka­kerfis sem hefur fyrst og fremst bitnað á íslenskum neyt­endum og von­umst við til að sjá breyt­ingar hvað þetta varð­ar,“ segir Birna. 

Útlána­vöxtur bank­ans var umtals­verður á árinu eða 12 pró­sent, og námu ný útlán 239 millj­örðum króna. 

Eigið fé bank­ans nam 176,3 millj­örðum króna í árs­lok og heild­ar­eignir námu 1.130,4 millj­örðum króna.

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi segir að efna­hags­reikn­ingur bank­ans sé traustur og horfur almennt jákvæð­ar. „Horfur í starf­semi bank­ans eru góð­ar. Efna­hags­reikn­ingur bank­ans er traustur og eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöður góð­ar, bæði í íslenskri krónu og erlendum mynt­um. Arð­semi hefur minnkað síð­ustu ár og það verður krefj­andi fyrir bank­ann að ná 8-10% mark­miði um arð­semi af reglu­legri starf­semi. Eftir því sem hægist á vexti í íslensku efna­hags­lífi þá mun draga úr útlána­vexti og því mikil áskorun fyr­ir­ ­stjórn­endur að auka arð­semi. Bank­inn mun halda áfram að fjár­festa í innviðum upp­lýs­inga­tækni og staf­rænum lausnum og mæta með­ því nýjum kröfum í reglu­verk­inu og bæta upp­lifun við­skipta­vina,“ segir í skýrsl­unni.

Stjórn bank­ans skipa Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­mað­ur, Helga Val­fells, vara­for­mað­ur, Anna Þórð­ar­dótt­ir, Auður Finn­boga­dótt­ir, Árni Stef­áns­son, Hall­grímur Snorra­son og Heiðrún Jóns­dóttir

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent