Íslandsbanki hagnaðist um 10,6 milljarða - 5,3 milljarðar í arð til ríkisins

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir afkomu bankans hafa verið ágæta. Útlán jukust um 12 prósent.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Íslands­banki, sem er í eigu rík­is­ins, hagn­að­ist um 10,6 millj­arða króna eftir skatta og var arð­semi eigin fjár bank­ans 6,1 pró­sent. Stjórn bank­ans leggur til 5,3 millj­arða króna arð­greiðslu til rík­is­ins, vegna árs­ins 2018. Það sam­svarar 50 pró­sent af hagn­aði bank­ans og er í sam­ræmi við lang­tíma­stefnu bank­ans um 40 til 50 pró­sent arð­greiðslu­hlut­fall af hagn­að­i. 

Kostn­að­ar­hlut­fall, það er hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af tekjum bank­ans, var 66,3 pró­sent en lagn­tíma­mark­mið bank­ans er að það sé 55 pró­sent. 

Kostn­að­ar­hlut­fall Lands­bank­ans er þó nokkru lægra en Íslands­banka, en var 45,5 pró­sent í lok árs.

Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir í til­kynn­ingu að afkoma bank­ans hafi verið ágæt. Unnið hafi verið að því und­an­farin ár að nútíma­væða bank­ann og byggja upp ábyrga við­skipta- og áhættu­menn­ingu. „Við ætlum að halda þeirri veg­ferð áfram á nýju ári með því að ráð­ast í stefnu­mótun sem við erum viss um að muni skila sér í enn betri banka til hags­bóta fyr­ir­ ­sam­fé­lagið allt. Við fögnum útgáfu nýrrar hvít­bókar um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem kom út í lok síð­asta árs sem stað­festir hve miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku ­banka­kerfi á und­an­förnum árum. Hvít­bókin bendir einnig á þunga skatt­byrði íslensks ­banka­kerfis sem hefur fyrst og fremst bitnað á íslenskum neyt­endum og von­umst við til að sjá breyt­ingar hvað þetta varð­ar,“ segir Birna. 

Útlána­vöxtur bank­ans var umtals­verður á árinu eða 12 pró­sent, og námu ný útlán 239 millj­örðum króna. 

Eigið fé bank­ans nam 176,3 millj­örðum króna í árs­lok og heild­ar­eignir námu 1.130,4 millj­örðum króna.

Í skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi segir að efna­hags­reikn­ingur bank­ans sé traustur og horfur almennt jákvæð­ar. „Horfur í starf­semi bank­ans eru góð­ar. Efna­hags­reikn­ingur bank­ans er traustur og eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöður góð­ar, bæði í íslenskri krónu og erlendum mynt­um. Arð­semi hefur minnkað síð­ustu ár og það verður krefj­andi fyrir bank­ann að ná 8-10% mark­miði um arð­semi af reglu­legri starf­semi. Eftir því sem hægist á vexti í íslensku efna­hags­lífi þá mun draga úr útlána­vexti og því mikil áskorun fyr­ir­ ­stjórn­endur að auka arð­semi. Bank­inn mun halda áfram að fjár­festa í innviðum upp­lýs­inga­tækni og staf­rænum lausnum og mæta með­ því nýjum kröfum í reglu­verk­inu og bæta upp­lifun við­skipta­vina,“ segir í skýrsl­unni.

Stjórn bank­ans skipa Frið­rik Soph­us­son, stjórn­ar­for­mað­ur, Helga Val­fells, vara­for­mað­ur, Anna Þórð­ar­dótt­ir, Auður Finn­boga­dótt­ir, Árni Stef­áns­son, Hall­grímur Snorra­son og Heiðrún Jóns­dóttir

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent